Toyota nær sér niðri á veðurfréttamönnum Finnur Thorlacius skrifar 13. mars 2015 10:54 Slæmt veður í Evrópu í vetur hefur ekki farið framhjá neinum og oftsinnis hefur það reyndar gerst að afar slæmt veður hefur skollið á þrátt fyrir spá um annað. Í auglýsingaherferð Toyota á Aygo X-Wave sem útbúinn er opnanlegu þaki, ákvað Toyota að ná sér niðri á nokkrum veðurfréttamönnum í Evrópu. Toyota lánaði þeim Aygo X-Wave bíl í einn mánuð og bílarnir voru þannig útbúnir að ef spáð var góðu veðri opnaðist þak bílsins en var lokað þá daga sem spáin var slæm. Ekki var að spyrja að því að spár veðurfréttamannanna var stundum langt frá því að vera rétt og fengu þeir aldeilis að finna fyrir því og þurftu oftsinnis að aka bílunum með opið þakið í rigningu og jafnvel snjókomu. Myndskeiðið sem fylgir sýnir hvernig þetta virkaði og fyrir þá sem skemmt geta sér yfir röngum spám veðurfréttamanna er það reyndar mjög skondið. Bílar video Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent
Slæmt veður í Evrópu í vetur hefur ekki farið framhjá neinum og oftsinnis hefur það reyndar gerst að afar slæmt veður hefur skollið á þrátt fyrir spá um annað. Í auglýsingaherferð Toyota á Aygo X-Wave sem útbúinn er opnanlegu þaki, ákvað Toyota að ná sér niðri á nokkrum veðurfréttamönnum í Evrópu. Toyota lánaði þeim Aygo X-Wave bíl í einn mánuð og bílarnir voru þannig útbúnir að ef spáð var góðu veðri opnaðist þak bílsins en var lokað þá daga sem spáin var slæm. Ekki var að spyrja að því að spár veðurfréttamannanna var stundum langt frá því að vera rétt og fengu þeir aldeilis að finna fyrir því og þurftu oftsinnis að aka bílunum með opið þakið í rigningu og jafnvel snjókomu. Myndskeiðið sem fylgir sýnir hvernig þetta virkaði og fyrir þá sem skemmt geta sér yfir röngum spám veðurfréttamanna er það reyndar mjög skondið.
Bílar video Mest lesið Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Innlent Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Innlent „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Innlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Innlent Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Innlent 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð Innlent Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Innlent Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Innlent Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Innlent