Handbolti

Frítt á völlinn og glæsileg dagskrá hjá ÍR-ingum í kvöld

ÍR-ingar ætla að gleðjast í kvöld.
ÍR-ingar ætla að gleðjast í kvöld. vísir/stefán
Metnaðarfullir ÍR-ingar ætla sér að setja ný viðmið í umgjörð handboltaleikja á Íslandi í kvöld.

Þá taka ÍR-ingar á móti Stjörnunni í Olís-deild karla. Vegleg dagskrá hefst klukkan 17.00 eða klukkutíma fyrir leik.

Þá verður boðið upp á fiskisúpu, pylsur, gos, tónlistaratriði og ýmsa skemmtun fyrir áhorfendur á öllum aldri.

Lofað er nýjungum þar sem ýmsir munu troða upp. Í hálfleik mun síðan Blaz Roca keyra upp stemninguna. Kynnar leiksins munu þá einnig tala við leikmenn, þjálfara og áhorfendur en það hefur ekki áður verið gert á handboltaleik á Íslandi.

ÍR-ingar ætla sér að troðfylla Austurbergið í kvöld og er frítt á leikinn. Er þess óskað að fólk mæti snemma og njóti alls þess sem er í boði í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 18.00 og verður í beinni textalýsingu á Vísi fyrir þá sem ekki komast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×