Handbolti

Framarar unnu óvæntan sigur á toppliði Vals á Hlíðarenda

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vísir/Andri Marinó
Framarar unnu mjög óvæntan en jafnframt mjög mikilvægan útisigur á toppliði Vals í 23. umferð Ólís-deildar karla í handbolta í kvöld.

Valsmenn voru búnir að vinna sex deildarleiki í röð og höfðu ekki tapað á nýju ári í deildinni. Framarar enduðu jafnframt tíu leikja sigurgöngu Valsmanna á Hlíðarenda.

Valsliðið heldur samt þriggja stiga forystu á toppnum þar sem Afturelding, liðið í öðru sætinu, tapaði fyrir FH á sama tíma.

Valur var 20-19 yfir um miðjan seinni hálfleik þegar Guðlaugur Arnarsson, þjálfari liðsins, tók leikhlé. Framliðið skoraði næstu þrjú mörk og tók frumkvæðið sem liðið hélt síðan út leikinn.

Sigurður Örn Þorsteinsson skoraði átta mörk fyrir Fram í kvöld og Kristófer Fannar Guðmundsson varði vel í markinu.

Framarar eru að berjast við Stjörnuna um áttunda og síðasta sætið inn í úrslitakeppnina og náði Safamýrarpiltar þriggja stiga forskoti á Garðabæjarliðið með þessum sigri.

Stjarnan á reyndar tvo leiki inni á Fram og annar þeirra eru á móti ÍR annað kvöld.



Valur - Fram 25-28 (14-14)

Mörk Vals: Sveinn Aron Sveinsson 9, Guðmundur Hólmar Helgason 5, Atli Már Báruson 5, Geir Guðmundsson 4, Alexander Örn Júlíusson 1, Kári Kristján Kristjánsson 1.

Mörk Fram: Sigurður Örn Þorsteinsson 8, Stefán Baldvin Stefánsson 5, Garðar B. Sigurjónsson 4, Ólafur Ægir Ólafsson 4, Ólafur Jóhann Magnússon 3, Kristinn Björgúlfsson 2, Elías Bóasson 2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×