Facebook lokaði á íslenskan #FreeTheNipple viðburð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. mars 2015 10:37 Frá vinstri: Vinkonurnar Guðbjörg Ríkey Hauksdóttir, Hanna María Geirdal og Karen Björk. Vísir Karen Björk Eyþórsdóttir ákvað í gærkvöldi ásamt vinkonum sínum að efna til #FreeTheNipple viðburðar fyrir alla þjóðina á Facebook í gær. Ekki leyst forsvarsmönnum samfélagsmiðilsins betur á þær áætlanir en svo að þeir sendu viðvörun og eyddu viðburðinum. Yfir þúsund manns voru búnir að melda sig þar sem sýna átti samstöðu með baráttu kvenna fyrir því að sýna brjóst sín líkt og karlmenn fá athugasemdalaust. „Það að viðburðurinn var tekinn út sýnir hversu brýnt þetta málefni er. Myndin sem ég notaði með viðburðinum var af stelpu á strönd á brjóstunum. Á myndina var skrifað FREE THE NIPPLE,“ útskýrir Karen Björk í samtali við Vísi.Vill festa daginn í dagatali komandi kynslóða Í skilaboðum Facebook til Karenar kemur fram að í viðburðinum sem hún stofnaði hafi verið að finna efni sem brýtur gegn skilyrðum fyrir notkun á Facebook. Láti hún ekki af því verði aðgangi hennar lokað. Karen Björk, sem starfar í þjónustuveri 365 þar sem hún svarar fyrirspurnum fólks á brjóstunum í tilefni dagsins, varð vör við að stofnað hafði verið til viðburða víða í gærkvöldi. Til dæmis í Háskóla Íslands, MR, MH og Verzló. Hún sjálf er ekki í skóla og vildi því stofna viðburð sem næði til allra sem hefðu áhuga á málstaðnum. „Ég vildi sameina alla minni viðburðina sem eru nú þegar myndaðir. Þetta er málefni sem hefur angrað mig lengi og á þessari stundu gæti ég ekki verið stoltari af mínu þjóðerni. Vonandi verður þessi dagur festur í dagatali komandi kynslóða!“Tengist umræðunni um Slut Shaming „Það að þessi pínulitli hluti af líkömum kvenna skuli særa blygðunarkennd margra finnst mér svo furðurlegt,“ segir Karen Björk. Enn furðulegra er hve margir virðist hafa óbeit á brjóstagjöf á almannafæri vitandi að um sé að ræða það allra nauðsynlegasta í vexti hvers og eins. Karen segir #FreeTheNipple tengjast inn í umræðuna um Slut Shaming þar sem konur eru dæmdar vegna klæðaburðar og ofbeldi gegn þeim þannig réttlætt. „Virkilega margir aðdáunarverðir einstaklingar svo sem skipuleggendur Druslugöngunnar og forsvarsmenn samtakanna Tabú hafa svo keyrt þessar pælingar inn í huga landsmanna og fyrir þeim tek ég ofan alla mína hatta. Sömuleiðis snillingunum úr Verzlunarskóla Íslands sem hófu umræðuna og öllum sem ætla að taka þátt,“ segir Karen.#freethenipple Tweets #FreeTheNipple Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frelsun geirvörtunnar: Finnst ömurlegt að geta ekki flaggað þessum djásnum Þúsundþjalasmiðurinn Margrét Erla Mack er ein þeirra kvenna sem tekur þátt í #freethenipple herferðinni og birtir mynd af sér af því tilefni. 25. mars 2015 19:36 Borgarfulltrúi Framsóknar: „Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, er ekki líkleg til að birta brjóstamynd af sér í tilefni #FreeTheNipple dagsins. 26. mars 2015 09:55 Ósammála flokkssystur sinni: Yngsta þingkonan vill ekki að brjóst séu falin Hanna María Sigmundsdóttir leggur sitt lóð á vogaskálarnar í #FreeTheNipple 26. mars 2015 10:33 Þingkona berar brjóst og sendir skilaboð til feðraveldisins "Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur,“ segir Björt Ólafsdóttir. 25. mars 2015 21:56 Frelsun geirvörtunnar: „Brjóst eru ekki kynfæri“ Free the Nipple-dagurinn verður haldinn hátíðlegur í nokkrum skólum á landinu á morgun. Konur eru hvattar til að skilja brjósthaldarann eftir heima. 25. mars 2015 20:54 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
Karen Björk Eyþórsdóttir ákvað í gærkvöldi ásamt vinkonum sínum að efna til #FreeTheNipple viðburðar fyrir alla þjóðina á Facebook í gær. Ekki leyst forsvarsmönnum samfélagsmiðilsins betur á þær áætlanir en svo að þeir sendu viðvörun og eyddu viðburðinum. Yfir þúsund manns voru búnir að melda sig þar sem sýna átti samstöðu með baráttu kvenna fyrir því að sýna brjóst sín líkt og karlmenn fá athugasemdalaust. „Það að viðburðurinn var tekinn út sýnir hversu brýnt þetta málefni er. Myndin sem ég notaði með viðburðinum var af stelpu á strönd á brjóstunum. Á myndina var skrifað FREE THE NIPPLE,“ útskýrir Karen Björk í samtali við Vísi.Vill festa daginn í dagatali komandi kynslóða Í skilaboðum Facebook til Karenar kemur fram að í viðburðinum sem hún stofnaði hafi verið að finna efni sem brýtur gegn skilyrðum fyrir notkun á Facebook. Láti hún ekki af því verði aðgangi hennar lokað. Karen Björk, sem starfar í þjónustuveri 365 þar sem hún svarar fyrirspurnum fólks á brjóstunum í tilefni dagsins, varð vör við að stofnað hafði verið til viðburða víða í gærkvöldi. Til dæmis í Háskóla Íslands, MR, MH og Verzló. Hún sjálf er ekki í skóla og vildi því stofna viðburð sem næði til allra sem hefðu áhuga á málstaðnum. „Ég vildi sameina alla minni viðburðina sem eru nú þegar myndaðir. Þetta er málefni sem hefur angrað mig lengi og á þessari stundu gæti ég ekki verið stoltari af mínu þjóðerni. Vonandi verður þessi dagur festur í dagatali komandi kynslóða!“Tengist umræðunni um Slut Shaming „Það að þessi pínulitli hluti af líkömum kvenna skuli særa blygðunarkennd margra finnst mér svo furðurlegt,“ segir Karen Björk. Enn furðulegra er hve margir virðist hafa óbeit á brjóstagjöf á almannafæri vitandi að um sé að ræða það allra nauðsynlegasta í vexti hvers og eins. Karen segir #FreeTheNipple tengjast inn í umræðuna um Slut Shaming þar sem konur eru dæmdar vegna klæðaburðar og ofbeldi gegn þeim þannig réttlætt. „Virkilega margir aðdáunarverðir einstaklingar svo sem skipuleggendur Druslugöngunnar og forsvarsmenn samtakanna Tabú hafa svo keyrt þessar pælingar inn í huga landsmanna og fyrir þeim tek ég ofan alla mína hatta. Sömuleiðis snillingunum úr Verzlunarskóla Íslands sem hófu umræðuna og öllum sem ætla að taka þátt,“ segir Karen.#freethenipple Tweets
#FreeTheNipple Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Frelsun geirvörtunnar: Finnst ömurlegt að geta ekki flaggað þessum djásnum Þúsundþjalasmiðurinn Margrét Erla Mack er ein þeirra kvenna sem tekur þátt í #freethenipple herferðinni og birtir mynd af sér af því tilefni. 25. mars 2015 19:36 Borgarfulltrúi Framsóknar: „Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, er ekki líkleg til að birta brjóstamynd af sér í tilefni #FreeTheNipple dagsins. 26. mars 2015 09:55 Ósammála flokkssystur sinni: Yngsta þingkonan vill ekki að brjóst séu falin Hanna María Sigmundsdóttir leggur sitt lóð á vogaskálarnar í #FreeTheNipple 26. mars 2015 10:33 Þingkona berar brjóst og sendir skilaboð til feðraveldisins "Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur,“ segir Björt Ólafsdóttir. 25. mars 2015 21:56 Frelsun geirvörtunnar: „Brjóst eru ekki kynfæri“ Free the Nipple-dagurinn verður haldinn hátíðlegur í nokkrum skólum á landinu á morgun. Konur eru hvattar til að skilja brjósthaldarann eftir heima. 25. mars 2015 20:54 Mest lesið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Lífið Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Lífið Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Matur Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Matur Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Sjá meira
Frelsun geirvörtunnar: Finnst ömurlegt að geta ekki flaggað þessum djásnum Þúsundþjalasmiðurinn Margrét Erla Mack er ein þeirra kvenna sem tekur þátt í #freethenipple herferðinni og birtir mynd af sér af því tilefni. 25. mars 2015 19:36
Borgarfulltrúi Framsóknar: „Frelsum geirvörtuna-dagurinn er alveg hámark plebbismans“ Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Reykjavík, er ekki líkleg til að birta brjóstamynd af sér í tilefni #FreeTheNipple dagsins. 26. mars 2015 09:55
Ósammála flokkssystur sinni: Yngsta þingkonan vill ekki að brjóst séu falin Hanna María Sigmundsdóttir leggur sitt lóð á vogaskálarnar í #FreeTheNipple 26. mars 2015 10:33
Þingkona berar brjóst og sendir skilaboð til feðraveldisins "Þessi er hérna til að gefa börnum að borða. Troðiði því upp í feðraveldið á ykkur,“ segir Björt Ólafsdóttir. 25. mars 2015 21:56
Frelsun geirvörtunnar: „Brjóst eru ekki kynfæri“ Free the Nipple-dagurinn verður haldinn hátíðlegur í nokkrum skólum á landinu á morgun. Konur eru hvattar til að skilja brjósthaldarann eftir heima. 25. mars 2015 20:54