Sakaðir um að hafa gefið rafstuð í kynfæri í Vogunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2015 11:07 Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu og fleira. Kristján Markús Sívarsson og tveir nítján ára piltar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar í húsi í Vogum á Vatnsleysu í ágúst síðastliðnum. Meint árás átti sér stað þann 6. ágúst en í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að Kristján Markús hafi slegið ítrekað í andlitið á manni og í kjölfarið hafi þeir allir þrír skipst á að slá í andlit og líkama hans, sparkað í höfuð hans og gefið honum rafstuð. Reyndu að smita af lifrarbólgu C Er mönnunum þremur gefið að sök að hafa ítrekað gefið manninum rafstuð með rafstuðbyssu víðs vegar um líkamann og þar á meðal í kynfæri hans. Þá hafi þremenningarnir þvingað manninn til að sleikja egg og hráka upp af óhreinu gólfi íbúðarinnar, stungu í lærið með óhreinni sprautunál í því skyni að smita hann af lifrarbólgu C og neyddu hann til að drekka smjörsýru. Að því er kemur fram í ákæru kröfðu þremenningarnir manninn til að að greiða sér 500 til 800 þúsund krónur ella yrði honum nauðgað eða beittur frekara ofbeldi. Var maðurinn sviptur frelsi í rúma klukkustund. Hlaut maðurinn marblett á augnkrók vinstra auga, bólgu og mar á neðri vör, mar á vinstra læri, yfirborðsáverka á hálsi, skrámur á vinstri handlegg, hrufl á mjóbaki og roðarákir víðsvegar um bakið og rauða bletti víðsvegar um líkamann. Fórnarlamb árásarinnar fer fram á þriggja milljóna króna miskabætur. Ákærðu fyrir brugg Kristján Markús er einnig ákærður fyrir framleiðslu ólöglegs áfengis. Samkvæmt ákæru framleiddi hann 198 lítra af gambra sem innihélt 18 prósent etanóls að rúmmáli. Áfengið fannst við húsleit. Við húsleitina fundust líka sterar, lyf, amfetamín, rafstuðsbyssan, tvíhleypt haglabyssa af gerðinni Stevens, haglaskot og loftskammbyssa. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á morgun. Tengdar fréttir Fimmti maðurinn handtekinn vegna líkamsárásarinnar í Vogum Þá hefur maðurinn sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á Frakkastíg verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 18. ágúst 2014 16:04 Látinn sleikja frunsu og drekka smjörsýru Pilturinn sem var sviptur frelsi sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd var í haldi ræningja sinna í næstum 8 klukkustundir. Meint brot þeirra eru talin varða fangelsisrefsingu í allt að 16 ár. 18. ágúst 2014 17:19 Fjórir í haldi vegna frelsissviptingar og grófs ofbeldis 18 ára maður var sviptur frelsinu á höfuðborgarsvæðinu og fluttur í heimahús í Vogunum þar sem hann var beittur grófu ofbeldi. 15. ágúst 2014 09:25 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Kristján Markús Sívarsson og tveir nítján ára piltar hafa verið ákærðir fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, frelsissviptingu, ólögmæta nauðung og tilraun til fjárkúgunar í húsi í Vogum á Vatnsleysu í ágúst síðastliðnum. Meint árás átti sér stað þann 6. ágúst en í ákæru sem fréttastofa hefur undir höndum kemur fram að Kristján Markús hafi slegið ítrekað í andlitið á manni og í kjölfarið hafi þeir allir þrír skipst á að slá í andlit og líkama hans, sparkað í höfuð hans og gefið honum rafstuð. Reyndu að smita af lifrarbólgu C Er mönnunum þremur gefið að sök að hafa ítrekað gefið manninum rafstuð með rafstuðbyssu víðs vegar um líkamann og þar á meðal í kynfæri hans. Þá hafi þremenningarnir þvingað manninn til að sleikja egg og hráka upp af óhreinu gólfi íbúðarinnar, stungu í lærið með óhreinni sprautunál í því skyni að smita hann af lifrarbólgu C og neyddu hann til að drekka smjörsýru. Að því er kemur fram í ákæru kröfðu þremenningarnir manninn til að að greiða sér 500 til 800 þúsund krónur ella yrði honum nauðgað eða beittur frekara ofbeldi. Var maðurinn sviptur frelsi í rúma klukkustund. Hlaut maðurinn marblett á augnkrók vinstra auga, bólgu og mar á neðri vör, mar á vinstra læri, yfirborðsáverka á hálsi, skrámur á vinstri handlegg, hrufl á mjóbaki og roðarákir víðsvegar um bakið og rauða bletti víðsvegar um líkamann. Fórnarlamb árásarinnar fer fram á þriggja milljóna króna miskabætur. Ákærðu fyrir brugg Kristján Markús er einnig ákærður fyrir framleiðslu ólöglegs áfengis. Samkvæmt ákæru framleiddi hann 198 lítra af gambra sem innihélt 18 prósent etanóls að rúmmáli. Áfengið fannst við húsleit. Við húsleitina fundust líka sterar, lyf, amfetamín, rafstuðsbyssan, tvíhleypt haglabyssa af gerðinni Stevens, haglaskot og loftskammbyssa. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness á morgun.
Tengdar fréttir Fimmti maðurinn handtekinn vegna líkamsárásarinnar í Vogum Þá hefur maðurinn sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á Frakkastíg verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 18. ágúst 2014 16:04 Látinn sleikja frunsu og drekka smjörsýru Pilturinn sem var sviptur frelsi sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd var í haldi ræningja sinna í næstum 8 klukkustundir. Meint brot þeirra eru talin varða fangelsisrefsingu í allt að 16 ár. 18. ágúst 2014 17:19 Fjórir í haldi vegna frelsissviptingar og grófs ofbeldis 18 ára maður var sviptur frelsinu á höfuðborgarsvæðinu og fluttur í heimahús í Vogunum þar sem hann var beittur grófu ofbeldi. 15. ágúst 2014 09:25 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Fimmti maðurinn handtekinn vegna líkamsárásarinnar í Vogum Þá hefur maðurinn sem grunaður er um að hafa stungið annan mann á Frakkastíg verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. 18. ágúst 2014 16:04
Látinn sleikja frunsu og drekka smjörsýru Pilturinn sem var sviptur frelsi sínu í Vogum á Vatnsleysuströnd var í haldi ræningja sinna í næstum 8 klukkustundir. Meint brot þeirra eru talin varða fangelsisrefsingu í allt að 16 ár. 18. ágúst 2014 17:19
Fjórir í haldi vegna frelsissviptingar og grófs ofbeldis 18 ára maður var sviptur frelsinu á höfuðborgarsvæðinu og fluttur í heimahús í Vogunum þar sem hann var beittur grófu ofbeldi. 15. ágúst 2014 09:25