Innlent

Ríkisstjórnin kannar millilandaflug um Akureyri og Egilsstaði

Bjarki Ármannsson skrifar
Frá Akureyrarflugvelli.
Frá Akureyrarflugvelli. Vísir/Pjetur
Ríkisstjórnin hefur að tillögu forsætisráðherra samþykkt að skipa starfshóp til að kanna hvernig koma megi á reglulegu millilandaflugi um flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir að ríkisstjórnin vilji stuðla að aukinni dreifingu ferðamanna um land allt.

„Mikill meirihluti erlendra ferðamanna heimsækir einungis suðvesturhorn landsins,“ segir í tilkynningunni. „Aðrir landshlutar njóta síður þeirrar miklu fjölgunar ferðamanna sem orðið hefur.“

Starfshópur ríkisstjórnarinnar á að greina framkvæmdaratriði, til að mynda kostnað og þátttöku einstakra landshluta og fyrirtækja í viðkomandi landshluta og markaðssetningu. Starfshópurinn verður skipaðu til þriggja mánaða og á að skila af sér aðgerða- og kostnaðaráætlun í lok starfstímans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×