Eurovísir: Misstu þrjú kíló í Eurovision í Úkraínu Aðalsteinn Kjartansson skrifar 31. mars 2015 15:00 „Fyrst byrjaði ég að lesa þetta en það er ekki til neins góðs að lesa þetta. Það hafa allir skoðanir á manni og bara gjöriði svo vel,“ segir Regína Ósk Eurovisionfari um umtalið um sig þegar hún keppti með Eurobandinu árið 2008 í nýjasta þættinum af Eurovísi. Hún og Logi Bergmann rifjuðu upp umræðuna í kringum atriði Selmu Björnsdóttur þegar hún fór út í seinna skiptið, til Úkraínu árið 2005. „Ég man árið 2005 þegar Selma fór, þá fór ég út, og þá bjuggust menn við miklu en hún ákvað að fara út í skrýtnum rauðum galla,“ segir Logi. „Það var mjög vont en ég held að það hafi ekki skipt neinu máli en það að tók mikla orku frá hópnum að heyra að það væri umræða heima um það að það væru allir brjálaðir yfir því að hún væri í þessum galla.“ Logi er þó alls ekki á því að gallinn hafi skipt höfuðmáli. Um leið og Selma hafi klárað að flytja lagið sitt hafi verið ljóst að hún myndi ekki ná góðum árangri. „Við erum í salnum þegar hún flytur lagið sem okkur hafði fundist bara fínt og töldum okkur eiga góða möguleika og salurinn var algjörlega dauður. Þá vissum við að þetta yrði vesen,“ segir Logi Bergmann um þegar Selma Björnsdóttir fór út í annað sinn til að taka þátt í Eurovision. Logi og Regína Ósk voru bæði í íslenska hópnum sem fór til Úkraínu árið 2005. Regína Ósk var sjálf á sviðinu þó að fáir muni eftir henni þar. „Ég var í bakröddum þar en það vissi engin, það sér mig enginn. Ég var off-stage. Algjörlega bakrödd,“ segir hún. Aðeins sex mega vera í liðinu og ekki er leyfilegt að bæta við röddum, allt þarf að vera flutt á staðnum. Ferðin er þó eftirminnileg í hugum þeirra Loga og Regínu fyrir fleira en rauða samfestinginn hennar Selmu. „Þetta var rosalega skrýtin ferð. Ekki bara út af þessu. Hótelið var ógeðslegt, maturinn var viðbjóður. Ég held að við höfum öll misst svona þrjú kíló þarna úti,“ segir Regína. Logi bætir við að hann hafi bara borðað McDonalds-hamborgara.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir. Eurovision Eurovísir Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Sjá meira
„Fyrst byrjaði ég að lesa þetta en það er ekki til neins góðs að lesa þetta. Það hafa allir skoðanir á manni og bara gjöriði svo vel,“ segir Regína Ósk Eurovisionfari um umtalið um sig þegar hún keppti með Eurobandinu árið 2008 í nýjasta þættinum af Eurovísi. Hún og Logi Bergmann rifjuðu upp umræðuna í kringum atriði Selmu Björnsdóttur þegar hún fór út í seinna skiptið, til Úkraínu árið 2005. „Ég man árið 2005 þegar Selma fór, þá fór ég út, og þá bjuggust menn við miklu en hún ákvað að fara út í skrýtnum rauðum galla,“ segir Logi. „Það var mjög vont en ég held að það hafi ekki skipt neinu máli en það að tók mikla orku frá hópnum að heyra að það væri umræða heima um það að það væru allir brjálaðir yfir því að hún væri í þessum galla.“ Logi er þó alls ekki á því að gallinn hafi skipt höfuðmáli. Um leið og Selma hafi klárað að flytja lagið sitt hafi verið ljóst að hún myndi ekki ná góðum árangri. „Við erum í salnum þegar hún flytur lagið sem okkur hafði fundist bara fínt og töldum okkur eiga góða möguleika og salurinn var algjörlega dauður. Þá vissum við að þetta yrði vesen,“ segir Logi Bergmann um þegar Selma Björnsdóttir fór út í annað sinn til að taka þátt í Eurovision. Logi og Regína Ósk voru bæði í íslenska hópnum sem fór til Úkraínu árið 2005. Regína Ósk var sjálf á sviðinu þó að fáir muni eftir henni þar. „Ég var í bakröddum þar en það vissi engin, það sér mig enginn. Ég var off-stage. Algjörlega bakrödd,“ segir hún. Aðeins sex mega vera í liðinu og ekki er leyfilegt að bæta við röddum, allt þarf að vera flutt á staðnum. Ferðin er þó eftirminnileg í hugum þeirra Loga og Regínu fyrir fleira en rauða samfestinginn hennar Selmu. „Þetta var rosalega skrýtin ferð. Ekki bara út af þessu. Hótelið var ógeðslegt, maturinn var viðbjóður. Ég held að við höfum öll misst svona þrjú kíló þarna úti,“ segir Regína. Logi bætir við að hann hafi bara borðað McDonalds-hamborgara.Eurovísir er nýtt vikulegt hlaðvarp á Vísi þar sem hitað verður upp fyrir Eurovision sem fram fer í Vínarborg í maí. Umsjónarmenn þáttarins eru Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir.
Eurovision Eurovísir Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Menning „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Fleiri fréttir 108 kílóum léttari: „Þessi tíu ára í grunnskóla voru eiginlega stanslaust einelti“ Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Tekur nú eftir því hversu margir hafa farið í hárígræðslu Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Sjá meira