Hanna Rún verður fyrir barðinu á ævareiðum nettröllum Guðrún Ansnes skrifar 30. mars 2015 14:43 Áhorfendur létu dansparið heyra það í kjölfar þátttöku í þættinum í gær. Vísir/Andri Marino „Ég er í sjokki, fólk er í alvöru rosalega reitt “ segir Hanna Rún Bazev Óladóttir en hún og eignmaður hennar og dansherra, Nikita Bazev, duttu út úr Ísland Got Talent í gærkvöldi. Reiði margra beinist þó ekki að þeirri staðreynd að þau séu ekki lengur meðal keppenda, heldur þykir fólki ósanngjarnt að þau hafi yfir höfuð fengið að spreyta sig í þáttunum. Margir hafa bent á að þau eigi ekki erindi í keppnina vegna þess að þau séu atvinnufólk í sinni grein. Hanna Rún segir þetta hins vegar ekki rétt og bendir á að þau keppi í áhugamannaflokki. Þau fái ekki greitt fyrir þátttöku á mótum né heldur séu þau á launum sem dansarar. Heitar umræður sköpuðust á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Meðal annars á twitter:Meikar ekki sens að fólk sem er nú þegar frægt fái að taka þátt #pæling#IGT2 — Aníta Sif S (@anitabaxter96) March 29, 2015Mikið hefði verið þreytt og asnlegt að hafa Hönnu og Nikita í þessari keppni. Búin að vinna nóg. #atvinnumenn#igt2 — Mjöll Einarsdóttir (@MjollEinars) March 29, 2015Það að Hanna og Nikita séu að keppa er eins og ef Bubbi Morthens væri að syngja á sviðinu en ekki í dómarasætinu #igt2 — Vigdís Pála Halldórs (@vigdispala) March 29, 2015 „Við greiðum allan kostnað við dansinn úr eigin vasa,“ segir Hanna Rún og bætir við að þau séu njóti mikillar blessuna þar sem fjölskyldur þeirra aðstoði eftir fremsta megni. „Við ætluðum okkur ekkert að taka þátt í þessu til að byrja með en vorum beðin um að koma inn. Þannig gengum við að því vísu að mega réttilega vera með,“ segir Hanna Rún. Netheimar hafa logað síðan parið dansaði og fólk ekki legið á skoðunum sínum. Sumir hverjir hafa lagt að jöfnu þátttöku parsins við að ef Bubbi Morthens hefði sjálfur stigið á svið sem þátttakandi í keppninni og gert sig líklegan til sigurs. Hanna Rún segir afar sárt hvernig fólk leyfi sér að tala um hana og Nikita, en þau hafi ekkert unnið sér til saka og þvert á móti, þau séu eins og aðrir að reyna að koma sér á kortið. „Við urðum að velja á milli Evrópumeistaramótsins og Ísland got talent vegna erfiðra flugaðstæðna um helgina. Úr varð að síðarnefnda keppnin varð fyrir valinu, ég sé mikið eftir því núna,“ útskýrir hún. Hanna Rún bendir jafnframt á að það hljóti að segja alla söguna, þar sem tíu milljóna króna verðlaunaféð hafi dregið þau að en til að fjármagna dansinn og komast upp um flokk verði þau að hafa til þess peninga. Staðan sé töluvert öðruvísi ef um atvinnudansara sé að ræða. „Það var gaman að geta glatt einhverja þarna úti sem höfðu gaman af okkur, en ég er farin að hallast að því að margir íslendingar séu afbrýðisamir og kunni einfaldlega ekki að samgleðjast. Þeir njóta þess að tala um það sem miður fer og hafa ekki hátt um það sem gengur vel.“ Ísland Got Talent Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Óða boðflennan fangelsuð Lífið Fleiri fréttir Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Sjá meira
„Ég er í sjokki, fólk er í alvöru rosalega reitt “ segir Hanna Rún Bazev Óladóttir en hún og eignmaður hennar og dansherra, Nikita Bazev, duttu út úr Ísland Got Talent í gærkvöldi. Reiði margra beinist þó ekki að þeirri staðreynd að þau séu ekki lengur meðal keppenda, heldur þykir fólki ósanngjarnt að þau hafi yfir höfuð fengið að spreyta sig í þáttunum. Margir hafa bent á að þau eigi ekki erindi í keppnina vegna þess að þau séu atvinnufólk í sinni grein. Hanna Rún segir þetta hins vegar ekki rétt og bendir á að þau keppi í áhugamannaflokki. Þau fái ekki greitt fyrir þátttöku á mótum né heldur séu þau á launum sem dansarar. Heitar umræður sköpuðust á samfélagsmiðlum í gærkvöldi. Meðal annars á twitter:Meikar ekki sens að fólk sem er nú þegar frægt fái að taka þátt #pæling#IGT2 — Aníta Sif S (@anitabaxter96) March 29, 2015Mikið hefði verið þreytt og asnlegt að hafa Hönnu og Nikita í þessari keppni. Búin að vinna nóg. #atvinnumenn#igt2 — Mjöll Einarsdóttir (@MjollEinars) March 29, 2015Það að Hanna og Nikita séu að keppa er eins og ef Bubbi Morthens væri að syngja á sviðinu en ekki í dómarasætinu #igt2 — Vigdís Pála Halldórs (@vigdispala) March 29, 2015 „Við greiðum allan kostnað við dansinn úr eigin vasa,“ segir Hanna Rún og bætir við að þau séu njóti mikillar blessuna þar sem fjölskyldur þeirra aðstoði eftir fremsta megni. „Við ætluðum okkur ekkert að taka þátt í þessu til að byrja með en vorum beðin um að koma inn. Þannig gengum við að því vísu að mega réttilega vera með,“ segir Hanna Rún. Netheimar hafa logað síðan parið dansaði og fólk ekki legið á skoðunum sínum. Sumir hverjir hafa lagt að jöfnu þátttöku parsins við að ef Bubbi Morthens hefði sjálfur stigið á svið sem þátttakandi í keppninni og gert sig líklegan til sigurs. Hanna Rún segir afar sárt hvernig fólk leyfi sér að tala um hana og Nikita, en þau hafi ekkert unnið sér til saka og þvert á móti, þau séu eins og aðrir að reyna að koma sér á kortið. „Við urðum að velja á milli Evrópumeistaramótsins og Ísland got talent vegna erfiðra flugaðstæðna um helgina. Úr varð að síðarnefnda keppnin varð fyrir valinu, ég sé mikið eftir því núna,“ útskýrir hún. Hanna Rún bendir jafnframt á að það hljóti að segja alla söguna, þar sem tíu milljóna króna verðlaunaféð hafi dregið þau að en til að fjármagna dansinn og komast upp um flokk verði þau að hafa til þess peninga. Staðan sé töluvert öðruvísi ef um atvinnudansara sé að ræða. „Það var gaman að geta glatt einhverja þarna úti sem höfðu gaman af okkur, en ég er farin að hallast að því að margir íslendingar séu afbrýðisamir og kunni einfaldlega ekki að samgleðjast. Þeir njóta þess að tala um það sem miður fer og hafa ekki hátt um það sem gengur vel.“
Ísland Got Talent Mest lesið Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl Lífið Upplifir skotin oftast sem hrós Tíska og hönnun Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Lífið Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Lífið Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Tónlist „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun Óða boðflennan fangelsuð Lífið Fleiri fréttir Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Óða boðflennan fangelsuð Stjörnulífið: Kvaddi kollvikin í Istanbúl „Peningar hafa þann eiginleika að hafa vald yfir okkur“ Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Sjá meira