„Það gekk bara nokkuð vel. Það komu um borð læknar, hjúkrunarfólk og lögregla: Þau yfirheyrðu hvern einasta einstakling áður en þeir fóru í land og skoðuðu ástandið á þeim eins og þeir gera samkvæmt ítölskum heilbrigðisreglum. Þetta tók svona um tvo og hálfan tíma.“
Áhöfnin á Tý fór aftur út í eftirlit nú í morgun en fyrst þurfti að gera skipið klárt og bæta á matarbirgðir.
„Við erum ekki með matarbirgðir fyrir 320 manns. Sjálfir erum við 18 þannig að við þurftum aðeins að bæta við vistirnar. Við verðum í venjubundnu eftirliti djúpt suður af Ítalíu eins og við höfum gert. Þetta getur komið með nánast engum fyrirvara þannig að við erum bara tilbúnir.“
Verkefni Týs í Miðjarðarhafinu fer nú senn að ljúka en samkvæmt áætlun verður lagt af stað heim til Íslands þann 20. maí næstkomandi. Skipið er svo væntanlegt til Reykjavíkur um fyrsta júní.


