Innlent

Týr bjargar flóttamönnum í Miðjarðarhafi

Samúel Karl Ólason skrifar
Áhöfn Týs hefur komið fjölmörgum flóttamönum til bjargar í Miðjarðarhafi. Þessi mynd var tekin í fyrri aðgerð.
Áhöfn Týs hefur komið fjölmörgum flóttamönum til bjargar í Miðjarðarhafi. Þessi mynd var tekin í fyrri aðgerð. Mynd/LHG
Varðskipið Týr tekur nú þátt í björgunaraðgerðum í Miðjarðarhafi þar sem um 200 flóttamenn eru bjarglausir á fiskibáti. Báturinn er staðsettur um 30 sjómílur norður af Líbýu og eru þrír aðrir bátar á svæðinu.

Neyðarkall barst frá bátnum snemma í morgun, samkvæmt tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Allt flóttafólkið verður tekið um borð í Tý og stendur til að halda með það til Ítalíu þegar björgunaraðgerðum er lokið.

Talsverðar annir hafa verið á þessu svæði undanfarið samkvæmt Landhelgisgæslunni. Í gær tók Týr þátt í annarri aðgerð þar sem bátur með flóttafólki snéri við til Líbýu eftir að hafa sent út neyðarkall á svipuðum slóðum og báturinn í dag.

Týr mun sinna leit og björgun og landamæragæslu á þessu svæði fram í miðjan maí en ráðgert er að skipið komi til Ísland í lok maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×