Góðir hálendisvegir eru besta umhverfisverndin Kristján Már Unnarsson skrifar 19. apríl 2015 21:40 Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd, - hálendið eigi ekki að vera einkaland jeppamanna og fjallaferðafélaga. Landsnet og Vegagerðin kynntu í haust áform um uppbyggingu Sprengisandsvegar í tengslum við lagningu háspennulínu. Vegagerðin hætti hins vegar við allt saman í nýliðinni viku og lýsti því yfir að nýr vegur yfir Sprengisand yrði ekki lagður í nánustu framtíð. Trausti Valsson, skipulagsfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, hefur í nokkrum bókum fjallað um kosti hálendisvega en fyrstu blaðagrein sína um viðfangsefnið ritaði hann árið 1977. Trausti segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að gríðarleg stytting vegalengda milli landshluta fengist með því að fara um hálendið. Þannig yrðu íbúar í uppsveitum Suðurlands og Norðurlands nágrannar.Sunnlendingar og Norðlendingar yrðu nágrannar með góðum vegi yfir Sprengisand, segir Trausti.Ýmis samtök hafa hins vegar mótmælt hálendisvegi. „Þetta fer svona illa í fólk af því að það er verið að tala um þessa raflínu. Fólk vill ekki þarna raflínu og ég ekki heldur,“ segir Trausti. Hann telur að stjórnvöld verði að kosta því til að plægja háspennulínuna niður í Sprengisand meðfram Hofsjökli. Til að það sé unnt þurfi að leggja sæmilegan veg. „Þá erum við um leið komin með þennan hálendisveg, Sprengisandsveg, sem er alveg stórkostlegt í mínum skilningi.“ Trausti telur að andstaða gegn hálendisvegi ráðist af sérhagsmunum og kveðst vel skilja jeppaeigendur. „Þeir eru með þetta svæði í dag að verulegum hluta sem prívatsvæði þar sem þeir eru í þessum jeppaleikjum sínum. Það myndi bara vera leiðinlegt fyrir þá að vera að fá einhverja almenna borgara að setjast að í sæluhúsum og eitthvað. Þá eru þeir ekki lengur með þetta sem prívatsvæði lengur. En þarna eru alltaf svona þessir einkahagsmunir og þeir hafa hátt, þessir sérhagsmunahópar.“ Sama gildi um hluta ferðaþjónustunnar og nefnir Trausti fjallaferðafélögin, sem sérstaklega geri út á gönguferðir. „Þeir eru náttúrlega með því að það séu helst engir vegir þarna.“Frá Sprengisandsvegi. Hálendið á ekki að vera einkasvæði jeppaeigenda og fjallaferðafélaga, að mati Trausta Valssonar.Trausti telur raunar brýnt að fá góða hálendisvegi til að hindra frekari skaða út frá slóðunum. Með auknum fjölda ferðamanna blasi við að umferð aukist á hálendisslóðunum. „Þá verða þarna geysilegar umhverfisskemmdir. Þannig að stærsta umhverfisverndarráðstöfun sem við getum gert er að leggja góða vegi.“ Þá segir hann hálendisveg helsta lykillinn að því að dreifa ferðamönnum meira um landið. „Ef menn hafa einhvern áhuga á því, til dæmis Norður- og Austurland, sem myndu græða mikið á Sprengisandsvegi, með vegalengdastyttingum og sköpun nýrra hringleiða, þá verða að koma vegabætur til að koma öllum þessum fjölda ferðamanna lengra út á land.“ Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira
Trausti Valsson, prófessor í skipulagsfræði, segir að stórkostlegt yrði að fá uppbyggðan Sprengisandsveg með varanlegu slitlagi, það yrði umhverfisvernd, - hálendið eigi ekki að vera einkaland jeppamanna og fjallaferðafélaga. Landsnet og Vegagerðin kynntu í haust áform um uppbyggingu Sprengisandsvegar í tengslum við lagningu háspennulínu. Vegagerðin hætti hins vegar við allt saman í nýliðinni viku og lýsti því yfir að nýr vegur yfir Sprengisand yrði ekki lagður í nánustu framtíð. Trausti Valsson, skipulagsfræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, hefur í nokkrum bókum fjallað um kosti hálendisvega en fyrstu blaðagrein sína um viðfangsefnið ritaði hann árið 1977. Trausti segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að gríðarleg stytting vegalengda milli landshluta fengist með því að fara um hálendið. Þannig yrðu íbúar í uppsveitum Suðurlands og Norðurlands nágrannar.Sunnlendingar og Norðlendingar yrðu nágrannar með góðum vegi yfir Sprengisand, segir Trausti.Ýmis samtök hafa hins vegar mótmælt hálendisvegi. „Þetta fer svona illa í fólk af því að það er verið að tala um þessa raflínu. Fólk vill ekki þarna raflínu og ég ekki heldur,“ segir Trausti. Hann telur að stjórnvöld verði að kosta því til að plægja háspennulínuna niður í Sprengisand meðfram Hofsjökli. Til að það sé unnt þurfi að leggja sæmilegan veg. „Þá erum við um leið komin með þennan hálendisveg, Sprengisandsveg, sem er alveg stórkostlegt í mínum skilningi.“ Trausti telur að andstaða gegn hálendisvegi ráðist af sérhagsmunum og kveðst vel skilja jeppaeigendur. „Þeir eru með þetta svæði í dag að verulegum hluta sem prívatsvæði þar sem þeir eru í þessum jeppaleikjum sínum. Það myndi bara vera leiðinlegt fyrir þá að vera að fá einhverja almenna borgara að setjast að í sæluhúsum og eitthvað. Þá eru þeir ekki lengur með þetta sem prívatsvæði lengur. En þarna eru alltaf svona þessir einkahagsmunir og þeir hafa hátt, þessir sérhagsmunahópar.“ Sama gildi um hluta ferðaþjónustunnar og nefnir Trausti fjallaferðafélögin, sem sérstaklega geri út á gönguferðir. „Þeir eru náttúrlega með því að það séu helst engir vegir þarna.“Frá Sprengisandsvegi. Hálendið á ekki að vera einkasvæði jeppaeigenda og fjallaferðafélaga, að mati Trausta Valssonar.Trausti telur raunar brýnt að fá góða hálendisvegi til að hindra frekari skaða út frá slóðunum. Með auknum fjölda ferðamanna blasi við að umferð aukist á hálendisslóðunum. „Þá verða þarna geysilegar umhverfisskemmdir. Þannig að stærsta umhverfisverndarráðstöfun sem við getum gert er að leggja góða vegi.“ Þá segir hann hálendisveg helsta lykillinn að því að dreifa ferðamönnum meira um landið. „Ef menn hafa einhvern áhuga á því, til dæmis Norður- og Austurland, sem myndu græða mikið á Sprengisandsvegi, með vegalengdastyttingum og sköpun nýrra hringleiða, þá verða að koma vegabætur til að koma öllum þessum fjölda ferðamanna lengra út á land.“
Samgöngur Umhverfismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Sjá meira