Bragðmikill fiskréttur með ólífusalsa 17. apríl 2015 09:23 Visir/EvaLaufey Bragðmikill fiskréttur með kartöflu og sellerímús. Það er best að byrja á því að útbúa kartöflumúsina.Kartöflu – og sellerímús1 sellerírót, skorin í teninga8-10 kartöflur2 - 3 msk smjörmjólk, magn eftir smekk hver og einssykursalt og piparAðferð: Fyrsta skref er að afhýða sellerírót og sjóða bæði rótina í karöflur í söltu vatni. Gætið þess að sjóða sellerírót og kartöflur í sitt hvorum pottinum. Hvort tveggja soðið þar til mjúkt. Vatninu hellt af og kartöflur eru afhýddar. Sellerírót og kartöflum er stappað saman. Volgri mjólk og smjöri bætt út í, bragðbætið með salti og pipar. Stappið saman þar til þið náið þeirri áferð sem þið kjósið. Leyfið kartöflumúsina á standa í pottinum við vægan hita á meðan þið útbúið fiskinn og ólífusalsa.Þorskurinn800 g þorskhnakkar, skorinn í 200 g steikurÓlífuolíuSalt og piparAðferð: Þorskhnakkar eru besti hluti þorsksins og jafnast á við fína steik. Byrjið á að skera flökin í jafn stóra bita. Hitið olíu á pönnu og steikið fiskinn á hvorri hlið í þrjár til fjórar mínútur. Kryddið til með salti og pipar. Þegar fiskurinn er alveg að verða klár þá byrjið þið að bæta ólífusalsa saman við.Tómat – og olífusalsaBragðmikið salsa sem fer vel með fiskinum.5 vorlaukar, smátt saxaðirHandfylli svartar ólífur, í bitumHandfylli sólþurrkaðir tómatar, í bitum2 – 3 msk furuhnetur, ristaðarFerskt steinselja, smátt söxuðAðferð: Skerið vorlaukinn niður, ólífur í tvennt og sólþurrkuðu tómatana í bita. Bætið öllu ú á pönnuna með og steikið í 1 – 2 mínútur, bætið steinselju og smjöri út á pönnuna í lokin en smjörið gerir réttinn enn bragðbetri.Ekki missa af Matargleði Evu á fimmtudagskvöldum klukkan 20.10 á Stöð 2. Kartöflumús Sjávarréttir Uppskriftir Þorskur Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið
Bragðmikill fiskréttur með kartöflu og sellerímús. Það er best að byrja á því að útbúa kartöflumúsina.Kartöflu – og sellerímús1 sellerírót, skorin í teninga8-10 kartöflur2 - 3 msk smjörmjólk, magn eftir smekk hver og einssykursalt og piparAðferð: Fyrsta skref er að afhýða sellerírót og sjóða bæði rótina í karöflur í söltu vatni. Gætið þess að sjóða sellerírót og kartöflur í sitt hvorum pottinum. Hvort tveggja soðið þar til mjúkt. Vatninu hellt af og kartöflur eru afhýddar. Sellerírót og kartöflum er stappað saman. Volgri mjólk og smjöri bætt út í, bragðbætið með salti og pipar. Stappið saman þar til þið náið þeirri áferð sem þið kjósið. Leyfið kartöflumúsina á standa í pottinum við vægan hita á meðan þið útbúið fiskinn og ólífusalsa.Þorskurinn800 g þorskhnakkar, skorinn í 200 g steikurÓlífuolíuSalt og piparAðferð: Þorskhnakkar eru besti hluti þorsksins og jafnast á við fína steik. Byrjið á að skera flökin í jafn stóra bita. Hitið olíu á pönnu og steikið fiskinn á hvorri hlið í þrjár til fjórar mínútur. Kryddið til með salti og pipar. Þegar fiskurinn er alveg að verða klár þá byrjið þið að bæta ólífusalsa saman við.Tómat – og olífusalsaBragðmikið salsa sem fer vel með fiskinum.5 vorlaukar, smátt saxaðirHandfylli svartar ólífur, í bitumHandfylli sólþurrkaðir tómatar, í bitum2 – 3 msk furuhnetur, ristaðarFerskt steinselja, smátt söxuðAðferð: Skerið vorlaukinn niður, ólífur í tvennt og sólþurrkuðu tómatana í bita. Bætið öllu ú á pönnuna með og steikið í 1 – 2 mínútur, bætið steinselju og smjöri út á pönnuna í lokin en smjörið gerir réttinn enn bragðbetri.Ekki missa af Matargleði Evu á fimmtudagskvöldum klukkan 20.10 á Stöð 2.
Kartöflumús Sjávarréttir Uppskriftir Þorskur Mest lesið Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Lífið Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Lífið McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Lífið Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Lífið Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið Oft upplifir fólk leiða og depurð eftir gott sumarfrí Áskorun Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Lífið Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti Lífið Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Lífið