Innlent

Vill rannsókn á réttmæti ofbeldis þingvarðar

Samúel Karl Ólason skrifar
Einar K. Guðfinnsson og Jón Þór Ólafsson.
Einar K. Guðfinnsson og Jón Þór Ólafsson. Vísir/Daníel/Vilhelm
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur óskað eftir því að Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, rannsaki réttmæti ofbeldis öryggisvarðar í dag. Atvik náðist á myndband í dag þar sem þingvörður sneri niður mótmælanda við Alþingishúsið.

Mótmælendur komu saman við Alþingi í dag til að mótmæla því að 888 dagar væru frá því að Alþingi samþykkti að rannsaka einkavæðingu bankanna. Á meðfylgjandi myndbandi sem Stundin birti í dag má sjá að þingvörður sem er að sprauta vatni á gangstéttina og að virðist, mótmælendur einnig, snýr einn mótmælendanna niður.

Jón Þór segir í bréfi sem hann sendi forseta Alþingis að öryggisverðir geti sökum starfs síns þurft að beita ofbeldi. Því sé mikilvægt að faglega sé staðið að því að meta réttmæti þess þegar ofbeldi hefur verið beitt.

„Óskað er eftir því að forseti Alþingis sem yfirmaður starfsmanna þingsins rannsaki málið. Í anda faglegra vinnubragða er jafnframt óskað eftir því að forsætisnefnd fari yfir málið og hafi þá m.a. til hliðsjónar gildi skrifstofu Alþingis: 'Þjónustulund, Fagmennska, Samvinna' og hæfniskröfur öryggisstarfsmanna Alþingis s.s. hæfni í mannlegum samskiptum og fáguð framkoma,“ segir í bréfi Jóns Þórs.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×