Skipherrann á Tý: "Ein konan var komin alveg á steypirinn“ Gissur Sigurðsson skrifar 15. apríl 2015 13:30 Halldór B. Nellett, skipherra á Tý. Mynd/Landhelgisgæslan Skipherrann á varðskipinu Tý segir að ítarleg og þaulæfð viðbragðsáætlun sé fyrir hendi um borð ef glæpamenn, sem stunda smygl á fólki á Miðjarðarhafi ætla að gerast of nærgöngulir. Þeir skutu viðvörunarskotum í fyrradag, til að endurheimta smyglbát, þegar búið var að bjarga fólkinu úr honum um borð í Tý og ítalskt skip. Smyglararnir komu á vettvang á hraðskreiðum fullkomnum báti , en þegar ítalska skipið gerði sig líklegt til að taka smyglbátinn í tog, fóru smyglararnir að skjóta viðvörunarskotum uns þeir fengu bátinn aftur. Þegar þetta gerðist var Týr í aðeins einnar sjómílna fjarlægð þannig að áhöfnin heyrði skothvellina greinilega og fylgdist með atburðarrásinni. Því vaknar sú spurning til Halldórs B. Nellett skipherra hvort herða þurfi öryggisviðbrögð um borð í ljósi þessa. „Ég á nú ekki von á að það breytist neitt. Við vinnum eftir ákveðinni viðbúnaðaráætlun og verklagsreglum og æfum það reglulega. Það er heldur engin launung á því að við erum með vopn hér um borð og teljum okkur vera vel undir þetta búnir. Svo við förum ekkert að breyta neinu sem við erum búnir að margæfa hér í allan vetur.“Þannig að þínir menn eru öruggir áfram? „Já, ég held að það megi alveg segja það. Við erum vel búnir, hvort sem það eru vopn eða annað þannig að þetta er í sjálfu sér ekkert til að hafa stórar áhyggjur af,“ segir Halldór. Týr er nú kominn til hafnar í Taranto á Ítalíu og voru 360 flóttamenn með í för sem áhöfnin bjargaði. Þeirra á meðal voru þrjár óléttar konur. „Ein var alveg komin á steypirinn og ég var nú farinn að hafa áhyggjur af því að það myndi kannski fjölga í hópnum en hún er ekki enn búin að eiga og er komin í land.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Týr aðstoðaði við björgun flóttafólks Menn á hraðbát skutu upp í loftið nærri skipinu sem áhöfn Týs var að aðstoða. 14. apríl 2015 16:45 „Hvert rými setið“ Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir að 320 flóttamenn vera í það mesta sem komist um borð í varðskipið. 5. apríl 2015 10:24 Um 400 flóttamenn taldir af á Miðjarðarhafi Báti hvolfdi við strendur Líbýu. 14. apríl 2015 22:43 Týr úr einni björgun í aðra Varðskipið Týr bjargaði í dag 342 flóttamönnum af litlum trébáti um 50 sjómílur norðvestur af Trípólí. Áhöfnin er nú farin í aðra björgunaraðgerð skammt frá. 13. apríl 2015 16:59 Smyglarar skutu af byssum sínum í grennd við Tý á Miðjarðarhafi Smyglarar sem sérhæfa sig í því að koma fólki yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu og að Evrópuströndum skutu af byssum sínum og tóku bát í tog sem flóttafólki hafði skömmu áður verið bjargað úr. Týr, skip Landhelgisgæslunnar, var statt á svæðinu og hafði skömmu áður tekið þátt í björgun fólksins, að því er segir í tilkynningu frá Frontex, landamærastofnun Evrópu. 15. apríl 2015 07:05 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Skipherrann á varðskipinu Tý segir að ítarleg og þaulæfð viðbragðsáætlun sé fyrir hendi um borð ef glæpamenn, sem stunda smygl á fólki á Miðjarðarhafi ætla að gerast of nærgöngulir. Þeir skutu viðvörunarskotum í fyrradag, til að endurheimta smyglbát, þegar búið var að bjarga fólkinu úr honum um borð í Tý og ítalskt skip. Smyglararnir komu á vettvang á hraðskreiðum fullkomnum báti , en þegar ítalska skipið gerði sig líklegt til að taka smyglbátinn í tog, fóru smyglararnir að skjóta viðvörunarskotum uns þeir fengu bátinn aftur. Þegar þetta gerðist var Týr í aðeins einnar sjómílna fjarlægð þannig að áhöfnin heyrði skothvellina greinilega og fylgdist með atburðarrásinni. Því vaknar sú spurning til Halldórs B. Nellett skipherra hvort herða þurfi öryggisviðbrögð um borð í ljósi þessa. „Ég á nú ekki von á að það breytist neitt. Við vinnum eftir ákveðinni viðbúnaðaráætlun og verklagsreglum og æfum það reglulega. Það er heldur engin launung á því að við erum með vopn hér um borð og teljum okkur vera vel undir þetta búnir. Svo við förum ekkert að breyta neinu sem við erum búnir að margæfa hér í allan vetur.“Þannig að þínir menn eru öruggir áfram? „Já, ég held að það megi alveg segja það. Við erum vel búnir, hvort sem það eru vopn eða annað þannig að þetta er í sjálfu sér ekkert til að hafa stórar áhyggjur af,“ segir Halldór. Týr er nú kominn til hafnar í Taranto á Ítalíu og voru 360 flóttamenn með í för sem áhöfnin bjargaði. Þeirra á meðal voru þrjár óléttar konur. „Ein var alveg komin á steypirinn og ég var nú farinn að hafa áhyggjur af því að það myndi kannski fjölga í hópnum en hún er ekki enn búin að eiga og er komin í land.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Týr aðstoðaði við björgun flóttafólks Menn á hraðbát skutu upp í loftið nærri skipinu sem áhöfn Týs var að aðstoða. 14. apríl 2015 16:45 „Hvert rými setið“ Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir að 320 flóttamenn vera í það mesta sem komist um borð í varðskipið. 5. apríl 2015 10:24 Um 400 flóttamenn taldir af á Miðjarðarhafi Báti hvolfdi við strendur Líbýu. 14. apríl 2015 22:43 Týr úr einni björgun í aðra Varðskipið Týr bjargaði í dag 342 flóttamönnum af litlum trébáti um 50 sjómílur norðvestur af Trípólí. Áhöfnin er nú farin í aðra björgunaraðgerð skammt frá. 13. apríl 2015 16:59 Smyglarar skutu af byssum sínum í grennd við Tý á Miðjarðarhafi Smyglarar sem sérhæfa sig í því að koma fólki yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu og að Evrópuströndum skutu af byssum sínum og tóku bát í tog sem flóttafólki hafði skömmu áður verið bjargað úr. Týr, skip Landhelgisgæslunnar, var statt á svæðinu og hafði skömmu áður tekið þátt í björgun fólksins, að því er segir í tilkynningu frá Frontex, landamærastofnun Evrópu. 15. apríl 2015 07:05 Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Fleiri fréttir Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Sjá meira
Týr aðstoðaði við björgun flóttafólks Menn á hraðbát skutu upp í loftið nærri skipinu sem áhöfn Týs var að aðstoða. 14. apríl 2015 16:45
„Hvert rými setið“ Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir að 320 flóttamenn vera í það mesta sem komist um borð í varðskipið. 5. apríl 2015 10:24
Týr úr einni björgun í aðra Varðskipið Týr bjargaði í dag 342 flóttamönnum af litlum trébáti um 50 sjómílur norðvestur af Trípólí. Áhöfnin er nú farin í aðra björgunaraðgerð skammt frá. 13. apríl 2015 16:59
Smyglarar skutu af byssum sínum í grennd við Tý á Miðjarðarhafi Smyglarar sem sérhæfa sig í því að koma fólki yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu og að Evrópuströndum skutu af byssum sínum og tóku bát í tog sem flóttafólki hafði skömmu áður verið bjargað úr. Týr, skip Landhelgisgæslunnar, var statt á svæðinu og hafði skömmu áður tekið þátt í björgun fólksins, að því er segir í tilkynningu frá Frontex, landamærastofnun Evrópu. 15. apríl 2015 07:05