Skipherrann á Tý: "Ein konan var komin alveg á steypirinn“ Gissur Sigurðsson skrifar 15. apríl 2015 13:30 Halldór B. Nellett, skipherra á Tý. Mynd/Landhelgisgæslan Skipherrann á varðskipinu Tý segir að ítarleg og þaulæfð viðbragðsáætlun sé fyrir hendi um borð ef glæpamenn, sem stunda smygl á fólki á Miðjarðarhafi ætla að gerast of nærgöngulir. Þeir skutu viðvörunarskotum í fyrradag, til að endurheimta smyglbát, þegar búið var að bjarga fólkinu úr honum um borð í Tý og ítalskt skip. Smyglararnir komu á vettvang á hraðskreiðum fullkomnum báti , en þegar ítalska skipið gerði sig líklegt til að taka smyglbátinn í tog, fóru smyglararnir að skjóta viðvörunarskotum uns þeir fengu bátinn aftur. Þegar þetta gerðist var Týr í aðeins einnar sjómílna fjarlægð þannig að áhöfnin heyrði skothvellina greinilega og fylgdist með atburðarrásinni. Því vaknar sú spurning til Halldórs B. Nellett skipherra hvort herða þurfi öryggisviðbrögð um borð í ljósi þessa. „Ég á nú ekki von á að það breytist neitt. Við vinnum eftir ákveðinni viðbúnaðaráætlun og verklagsreglum og æfum það reglulega. Það er heldur engin launung á því að við erum með vopn hér um borð og teljum okkur vera vel undir þetta búnir. Svo við förum ekkert að breyta neinu sem við erum búnir að margæfa hér í allan vetur.“Þannig að þínir menn eru öruggir áfram? „Já, ég held að það megi alveg segja það. Við erum vel búnir, hvort sem það eru vopn eða annað þannig að þetta er í sjálfu sér ekkert til að hafa stórar áhyggjur af,“ segir Halldór. Týr er nú kominn til hafnar í Taranto á Ítalíu og voru 360 flóttamenn með í för sem áhöfnin bjargaði. Þeirra á meðal voru þrjár óléttar konur. „Ein var alveg komin á steypirinn og ég var nú farinn að hafa áhyggjur af því að það myndi kannski fjölga í hópnum en hún er ekki enn búin að eiga og er komin í land.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Týr aðstoðaði við björgun flóttafólks Menn á hraðbát skutu upp í loftið nærri skipinu sem áhöfn Týs var að aðstoða. 14. apríl 2015 16:45 „Hvert rými setið“ Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir að 320 flóttamenn vera í það mesta sem komist um borð í varðskipið. 5. apríl 2015 10:24 Um 400 flóttamenn taldir af á Miðjarðarhafi Báti hvolfdi við strendur Líbýu. 14. apríl 2015 22:43 Týr úr einni björgun í aðra Varðskipið Týr bjargaði í dag 342 flóttamönnum af litlum trébáti um 50 sjómílur norðvestur af Trípólí. Áhöfnin er nú farin í aðra björgunaraðgerð skammt frá. 13. apríl 2015 16:59 Smyglarar skutu af byssum sínum í grennd við Tý á Miðjarðarhafi Smyglarar sem sérhæfa sig í því að koma fólki yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu og að Evrópuströndum skutu af byssum sínum og tóku bát í tog sem flóttafólki hafði skömmu áður verið bjargað úr. Týr, skip Landhelgisgæslunnar, var statt á svæðinu og hafði skömmu áður tekið þátt í björgun fólksins, að því er segir í tilkynningu frá Frontex, landamærastofnun Evrópu. 15. apríl 2015 07:05 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Skipherrann á varðskipinu Tý segir að ítarleg og þaulæfð viðbragðsáætlun sé fyrir hendi um borð ef glæpamenn, sem stunda smygl á fólki á Miðjarðarhafi ætla að gerast of nærgöngulir. Þeir skutu viðvörunarskotum í fyrradag, til að endurheimta smyglbát, þegar búið var að bjarga fólkinu úr honum um borð í Tý og ítalskt skip. Smyglararnir komu á vettvang á hraðskreiðum fullkomnum báti , en þegar ítalska skipið gerði sig líklegt til að taka smyglbátinn í tog, fóru smyglararnir að skjóta viðvörunarskotum uns þeir fengu bátinn aftur. Þegar þetta gerðist var Týr í aðeins einnar sjómílna fjarlægð þannig að áhöfnin heyrði skothvellina greinilega og fylgdist með atburðarrásinni. Því vaknar sú spurning til Halldórs B. Nellett skipherra hvort herða þurfi öryggisviðbrögð um borð í ljósi þessa. „Ég á nú ekki von á að það breytist neitt. Við vinnum eftir ákveðinni viðbúnaðaráætlun og verklagsreglum og æfum það reglulega. Það er heldur engin launung á því að við erum með vopn hér um borð og teljum okkur vera vel undir þetta búnir. Svo við förum ekkert að breyta neinu sem við erum búnir að margæfa hér í allan vetur.“Þannig að þínir menn eru öruggir áfram? „Já, ég held að það megi alveg segja það. Við erum vel búnir, hvort sem það eru vopn eða annað þannig að þetta er í sjálfu sér ekkert til að hafa stórar áhyggjur af,“ segir Halldór. Týr er nú kominn til hafnar í Taranto á Ítalíu og voru 360 flóttamenn með í för sem áhöfnin bjargaði. Þeirra á meðal voru þrjár óléttar konur. „Ein var alveg komin á steypirinn og ég var nú farinn að hafa áhyggjur af því að það myndi kannski fjölga í hópnum en hún er ekki enn búin að eiga og er komin í land.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Týr aðstoðaði við björgun flóttafólks Menn á hraðbát skutu upp í loftið nærri skipinu sem áhöfn Týs var að aðstoða. 14. apríl 2015 16:45 „Hvert rými setið“ Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir að 320 flóttamenn vera í það mesta sem komist um borð í varðskipið. 5. apríl 2015 10:24 Um 400 flóttamenn taldir af á Miðjarðarhafi Báti hvolfdi við strendur Líbýu. 14. apríl 2015 22:43 Týr úr einni björgun í aðra Varðskipið Týr bjargaði í dag 342 flóttamönnum af litlum trébáti um 50 sjómílur norðvestur af Trípólí. Áhöfnin er nú farin í aðra björgunaraðgerð skammt frá. 13. apríl 2015 16:59 Smyglarar skutu af byssum sínum í grennd við Tý á Miðjarðarhafi Smyglarar sem sérhæfa sig í því að koma fólki yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu og að Evrópuströndum skutu af byssum sínum og tóku bát í tog sem flóttafólki hafði skömmu áður verið bjargað úr. Týr, skip Landhelgisgæslunnar, var statt á svæðinu og hafði skömmu áður tekið þátt í björgun fólksins, að því er segir í tilkynningu frá Frontex, landamærastofnun Evrópu. 15. apríl 2015 07:05 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Týr aðstoðaði við björgun flóttafólks Menn á hraðbát skutu upp í loftið nærri skipinu sem áhöfn Týs var að aðstoða. 14. apríl 2015 16:45
„Hvert rými setið“ Halldór B. Nellett, skipherra Týs, segir að 320 flóttamenn vera í það mesta sem komist um borð í varðskipið. 5. apríl 2015 10:24
Týr úr einni björgun í aðra Varðskipið Týr bjargaði í dag 342 flóttamönnum af litlum trébáti um 50 sjómílur norðvestur af Trípólí. Áhöfnin er nú farin í aðra björgunaraðgerð skammt frá. 13. apríl 2015 16:59
Smyglarar skutu af byssum sínum í grennd við Tý á Miðjarðarhafi Smyglarar sem sérhæfa sig í því að koma fólki yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu og að Evrópuströndum skutu af byssum sínum og tóku bát í tog sem flóttafólki hafði skömmu áður verið bjargað úr. Týr, skip Landhelgisgæslunnar, var statt á svæðinu og hafði skömmu áður tekið þátt í björgun fólksins, að því er segir í tilkynningu frá Frontex, landamærastofnun Evrópu. 15. apríl 2015 07:05