Smyglarar skutu af byssum sínum í grennd við Tý á Miðjarðarhafi 15. apríl 2015 07:05 Frá björgunaraðgerðum Týs á Miðjarðarhafi á dögunum. mynd/landhelgisgæslan Smyglarar sem sérhæfa sig í því að koma fólki yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu og að Evrópuströndum skutu af byssum sínum og tóku bát í tog sem flóttafólki hafði skömmu áður verið bjargað úr. Týr, skip Landhelgisgæslunnar, var statt á svæðinu og hafði skömmu áður tekið þátt í björgun fólksins, að því er segir í tilkynningu frá Frontex, landamærastofnun Evrópu. Í frétt á heimasíðu Landhelgisgæslunnar segir að áhöfn Týs hafi heyrt skothvellina en það var statt tæpa sjómílu frá dráttarbátnum. Áhöfnin fylgdist því með atburðarrásinni úr fjarlægð. Atvikið átti sér stað eftir að ítalskt björgunarskip og Týr, skip landhelgisgæslunnar hafði bjargað tvöhundruð og fimmtíu manns sem voru um borð í báti. Eftir að fólkið var komið um borð í ítalska skipið birtust menn á hraðbátum og sigldu í átt að skipunum og skutu úr byssum sínum upp í lofið, að því er segir í frétt um málið á heimasíðu Frontex. Þeir hafi síðan komið taug í dráttarbátinn og tekið hann með sér, og er það sagt til merkis um að smyglararnir séu að verða uppiskroppa með báta. Óttast er að um fjögurhundruð flóttamenn hafi drukknað undan ströndum Líbíu í gær skömmu eftir að fyrrgreint atvik átti sér stað. Ítalska strandgæslan bjargaði 144 á mánudag og hóf þegar umfangsmikla leit að fleirum enda var talið að mun fleiri hefðu verið um borð. Þeir sem komust um borð í björgunarskip segja nú að allt að fimmhundruð og fimmtíu hafi verið um borð í bátnum þegar hann fórst. Flóttamannatímabilið er í þann mund að hefjast og nú þegar er straumurinn gríðarlegur frá Líbíu og yfir til Evrópu. Síðustu fimm daga hefur rúmlega sjöþúsund manns verið bjargað á hafsvæðinu. Flóttamenn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira
Smyglarar sem sérhæfa sig í því að koma fólki yfir Miðjarðarhafið frá Líbíu og að Evrópuströndum skutu af byssum sínum og tóku bát í tog sem flóttafólki hafði skömmu áður verið bjargað úr. Týr, skip Landhelgisgæslunnar, var statt á svæðinu og hafði skömmu áður tekið þátt í björgun fólksins, að því er segir í tilkynningu frá Frontex, landamærastofnun Evrópu. Í frétt á heimasíðu Landhelgisgæslunnar segir að áhöfn Týs hafi heyrt skothvellina en það var statt tæpa sjómílu frá dráttarbátnum. Áhöfnin fylgdist því með atburðarrásinni úr fjarlægð. Atvikið átti sér stað eftir að ítalskt björgunarskip og Týr, skip landhelgisgæslunnar hafði bjargað tvöhundruð og fimmtíu manns sem voru um borð í báti. Eftir að fólkið var komið um borð í ítalska skipið birtust menn á hraðbátum og sigldu í átt að skipunum og skutu úr byssum sínum upp í lofið, að því er segir í frétt um málið á heimasíðu Frontex. Þeir hafi síðan komið taug í dráttarbátinn og tekið hann með sér, og er það sagt til merkis um að smyglararnir séu að verða uppiskroppa með báta. Óttast er að um fjögurhundruð flóttamenn hafi drukknað undan ströndum Líbíu í gær skömmu eftir að fyrrgreint atvik átti sér stað. Ítalska strandgæslan bjargaði 144 á mánudag og hóf þegar umfangsmikla leit að fleirum enda var talið að mun fleiri hefðu verið um borð. Þeir sem komust um borð í björgunarskip segja nú að allt að fimmhundruð og fimmtíu hafi verið um borð í bátnum þegar hann fórst. Flóttamannatímabilið er í þann mund að hefjast og nú þegar er straumurinn gríðarlegur frá Líbíu og yfir til Evrópu. Síðustu fimm daga hefur rúmlega sjöþúsund manns verið bjargað á hafsvæðinu.
Flóttamenn Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi Sjá meira