Ætla að gera allt til að bjarga Eurovision Aðalsteinn Kjartansson skrifar 14. apríl 2015 11:54 Hera segir ekki búið að finna plan B til að tryggja þátttöku Maríu Ólafs og félaga í Vín. Vísir/Stefán/Andri Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eurovision hjá RÚV, segist ekki óttast að Ísland verði dæmt úr leik í keppninni í ár vegna verkfalls lögfræðinga hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Bandalag háskólamanna sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þeim möguleika var velt upp en það hefur verið starfsmaður sýslumanns sem staðfestir niðurstöðu íslensku dómnefndarinnar.Sjá einnig: Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Ekki er búið að finna neitt plan B til að tryggja þátttöku Íslands en unnið er að því. „Ég veit að það getur komið til þess, ef menn eru ennþá í verkfalli þegar þetta er, þá verðum við að leita annara leiða. Ég veit það eru aðrir möguleikar en hverjir þeir eru, ég veit það ekki,“ segir Hera aðspurð um málið. „Við erum ekki komin með plan B ennþá. Við vonumst náttúrulega að þetta verkfall leysist.“ „Við þurfum náttúrulega að leita leiða og við þurfum að kanna hverjir aðrir mega vera vottar til að staðfesta að allt fari rétt fram. Við eigum bara eftir að kanna hvort það eru einhverjir aðrir sem geta sinnt þessu starfi,“ segir hún. Er íslenska teymið búið að vera í sambandi við skipuleggjendur keppninannar í Vínarborg? „Ekki enn. Við förum að gera það bráðlega.“ Tilkynna þarf um hver verður vottur dómnefndar fyrir lok mánaðarins. „Þetta er að renna út á tíma en að sjálfsögðu verður alltaf reynt að taka tillit til svona mála og það verður alveg örugglega fundin einhver lausn.“Sjá einnig: Hlustaðu á Maríu Ólafs syngja Euphoria Hera segist ekki óttast að Ísland verði ekki með í ár. „Nei ég er nú ekki komin svo langt að hafa áhyggjur af því en svo veit maður náttúrulega aldrei. Að sjálfsögðu munum við leita allra leiða til að það komi ekki til,“ segir Hera. Að öðru leyti segir hún undirbúninginn ganga vel. „Þetta verður prógram frá morgni til kvölds alla daga,“ segir hún. „Það er margt fólk sem þarf að ferja þarna út og koma fyrir en við erum bara ægilega spennt.“ Eurovision Tengdar fréttir Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Verkfall hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur víðtæk áhrif. 14. apríl 2015 11:05 Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Hera Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Eurovision hjá RÚV, segist ekki óttast að Ísland verði dæmt úr leik í keppninni í ár vegna verkfalls lögfræðinga hjá Sýslumannsembættinu í Reykjavík. Bandalag háskólamanna sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þeim möguleika var velt upp en það hefur verið starfsmaður sýslumanns sem staðfestir niðurstöðu íslensku dómnefndarinnar.Sjá einnig: Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Ekki er búið að finna neitt plan B til að tryggja þátttöku Íslands en unnið er að því. „Ég veit að það getur komið til þess, ef menn eru ennþá í verkfalli þegar þetta er, þá verðum við að leita annara leiða. Ég veit það eru aðrir möguleikar en hverjir þeir eru, ég veit það ekki,“ segir Hera aðspurð um málið. „Við erum ekki komin með plan B ennþá. Við vonumst náttúrulega að þetta verkfall leysist.“ „Við þurfum náttúrulega að leita leiða og við þurfum að kanna hverjir aðrir mega vera vottar til að staðfesta að allt fari rétt fram. Við eigum bara eftir að kanna hvort það eru einhverjir aðrir sem geta sinnt þessu starfi,“ segir hún. Er íslenska teymið búið að vera í sambandi við skipuleggjendur keppninannar í Vínarborg? „Ekki enn. Við förum að gera það bráðlega.“ Tilkynna þarf um hver verður vottur dómnefndar fyrir lok mánaðarins. „Þetta er að renna út á tíma en að sjálfsögðu verður alltaf reynt að taka tillit til svona mála og það verður alveg örugglega fundin einhver lausn.“Sjá einnig: Hlustaðu á Maríu Ólafs syngja Euphoria Hera segist ekki óttast að Ísland verði ekki með í ár. „Nei ég er nú ekki komin svo langt að hafa áhyggjur af því en svo veit maður náttúrulega aldrei. Að sjálfsögðu munum við leita allra leiða til að það komi ekki til,“ segir Hera. Að öðru leyti segir hún undirbúninginn ganga vel. „Þetta verður prógram frá morgni til kvölds alla daga,“ segir hún. „Það er margt fólk sem þarf að ferja þarna út og koma fyrir en við erum bara ægilega spennt.“
Eurovision Tengdar fréttir Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Verkfall hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur víðtæk áhrif. 14. apríl 2015 11:05 Mest lesið Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Lífið „Ég varð stjörf af hræðslu“ Lífið Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað Lífið „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Vilja stimpla sig inn með stæl Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Sjá meira
Þarf Ísland að draga sig úr Eurovision? Verkfall hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu hefur víðtæk áhrif. 14. apríl 2015 11:05