Alda Dís: Tilfinning sem ég get ekki lýst Stefán Árni Pálsson skrifar 12. apríl 2015 22:30 Alda Dís var að vonum ánægð eftir sigurinn í kvöld. vísir/andri marínó „Ég hugsaði bara að ég trúði ekki að ég væri hérna,“ segir Alda Dís Arnardóttir um það hvað hún hugsaði þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent. Alda bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent en úrslitakvöldið fór fram í Talent-höllinni við Korputorg. „Mér leið fyrst rosalega vel að vera bara í topp tveimur en síðan þegar ljóst varð að ég hafði unnið þá kom kom einhver tilfinning yfir mig sem ég get ekki lýst með orðum.“ Alda söng lagið Chandelier með Sia á úrslitakvöldinu í sinni eigin útgáfu. Hún hlaut mikið lof dómaranna og frá áhorfendum í sal. Hún er hæfileikaríkasti Íslendingur dagsins í dag samkvæmt áhorfendum Stöðvar 2.Sjá einnig: Alda Dís sigurvegari Ísland Got Talent„Síðasta vika hefur verið uppfull af æfingum og maður hefur þurft að fara í fullt af viðtölum og gríðarlega mikið að gera hjá manni. Þetta var samt virkilega skemmtileg vika og ég hef lært svo mikið á undanförnum dögum.“ Söngkonan er 22 ára og kemur frá Hellissandi. Hún komst beint í undanúrslit úr áheyrnarprufum þáttanna þegar Þorgerður Katrín þrýsti á gullhnappinn. Alda segist aldrei hafa efast um sjálfan sig í þessari keppni.vísir/andri marinó„Allir í Snæfellsbæ hafa staðið þétt við bakið á mér og það er ómetanlegt.“ En hvað ætlar Alda Dís að gera við þær tíu milljónir sem hún vann í kvöld? „Ég hugsa að ég noti peninginn í eitthvað tengt tónlistinni, nám, stúdíótímar eða eitthvað slíkt. Mig langar ótrúlega mikið að gefa út plötu og það hefur alltaf verið draumurinn minn. Það er vonandi næsta skref hjá mér, að gefa út lag.“ Hér að neðan má sjá þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent árið 2015.Hér að neðan má síðan sjá þegar Alda tók lagið eftir að ljóst var að hún hafði unnið keppnina. Þann 15. mars varð Alda Dís sú fyrsta til þess að tryggja sér sæti í úrslitum Ísland Got Talent en hún komst upp úr fyrsta undanúrslitakvöldi þáttarins af þremur. Alda Dís vakti þá mikla athygli þegar hún kom fyrst fram í þáttunum sökum söngraddar sinnar og fór svo að Þorgerður Katrín þrýsti á gullhnappinn. Alda Dís komst því beint í undanúrslitin.Hér að neðan má sjá atriðið sem tryggði Öldu sæti í úrslitaþættinum. Alda Dís gerði sérstakt kynningarmyndband um sjálfan sig á sínum tíma og má sjá það myndband hér að neðan. Hér að neðan má sjá umræðuna um keppnina á samskiptamiðlinum Twitter. Þar eru alltaf líflegar umræður og fólk hefur oft á tíðum harðar skoðanir. #igt2 Tweets Tweets by @islandgottalent Ísland Got Talent Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira
„Ég hugsaði bara að ég trúði ekki að ég væri hérna,“ segir Alda Dís Arnardóttir um það hvað hún hugsaði þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent. Alda bar sigur úr býtum í annarri þáttaröð Ísland Got Talent en úrslitakvöldið fór fram í Talent-höllinni við Korputorg. „Mér leið fyrst rosalega vel að vera bara í topp tveimur en síðan þegar ljóst varð að ég hafði unnið þá kom kom einhver tilfinning yfir mig sem ég get ekki lýst með orðum.“ Alda söng lagið Chandelier með Sia á úrslitakvöldinu í sinni eigin útgáfu. Hún hlaut mikið lof dómaranna og frá áhorfendum í sal. Hún er hæfileikaríkasti Íslendingur dagsins í dag samkvæmt áhorfendum Stöðvar 2.Sjá einnig: Alda Dís sigurvegari Ísland Got Talent„Síðasta vika hefur verið uppfull af æfingum og maður hefur þurft að fara í fullt af viðtölum og gríðarlega mikið að gera hjá manni. Þetta var samt virkilega skemmtileg vika og ég hef lært svo mikið á undanförnum dögum.“ Söngkonan er 22 ára og kemur frá Hellissandi. Hún komst beint í undanúrslit úr áheyrnarprufum þáttanna þegar Þorgerður Katrín þrýsti á gullhnappinn. Alda segist aldrei hafa efast um sjálfan sig í þessari keppni.vísir/andri marinó„Allir í Snæfellsbæ hafa staðið þétt við bakið á mér og það er ómetanlegt.“ En hvað ætlar Alda Dís að gera við þær tíu milljónir sem hún vann í kvöld? „Ég hugsa að ég noti peninginn í eitthvað tengt tónlistinni, nám, stúdíótímar eða eitthvað slíkt. Mig langar ótrúlega mikið að gefa út plötu og það hefur alltaf verið draumurinn minn. Það er vonandi næsta skref hjá mér, að gefa út lag.“ Hér að neðan má sjá þegar tilkynnt var um sigurvegara Ísland got Talent árið 2015.Hér að neðan má síðan sjá þegar Alda tók lagið eftir að ljóst var að hún hafði unnið keppnina. Þann 15. mars varð Alda Dís sú fyrsta til þess að tryggja sér sæti í úrslitum Ísland Got Talent en hún komst upp úr fyrsta undanúrslitakvöldi þáttarins af þremur. Alda Dís vakti þá mikla athygli þegar hún kom fyrst fram í þáttunum sökum söngraddar sinnar og fór svo að Þorgerður Katrín þrýsti á gullhnappinn. Alda Dís komst því beint í undanúrslitin.Hér að neðan má sjá atriðið sem tryggði Öldu sæti í úrslitaþættinum. Alda Dís gerði sérstakt kynningarmyndband um sjálfan sig á sínum tíma og má sjá það myndband hér að neðan. Hér að neðan má sjá umræðuna um keppnina á samskiptamiðlinum Twitter. Þar eru alltaf líflegar umræður og fólk hefur oft á tíðum harðar skoðanir. #igt2 Tweets Tweets by @islandgottalent
Ísland Got Talent Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Lífið Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Gagnrýni Skilnaðar-toppur í París Tíska og hönnun Götulistamaðurinn Jójó látinn Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Ungir Sjálfstæðismenn samankomnir á sambandsþingi Fréttatía vikunnar: Play, fiskbúðingur og stjörnuskilnaður Gerður í Blush hennar helsta fyrirmynd Útbjó lágkolvetna prógram fyrir systur sína sem léttist strax og fékk meiri orku Sjá meira