Vilborg um snjóflóðið á Everest: „Grúfðum okkur niður og óskuðum þess heitast að það næði ekki til okkar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 28. apríl 2015 10:11 Vilborg segir að fimm manns innan hennar hóps hafi farist í snjóflóði sem varð þegar skjálftinn reið yfir og níu slasast. „Það ríkir algjört neyðarástand hér í Nepal. Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að binda, misst hafa heimili og ástvini,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir í færslu á samskiptamiðlinum Facebook, en hún var á leið sinni upp Everest á laugardaginn þegar jarðskjálftinn í Nepal varð. Tala látinna er nú komin í 4.400 manns. Vilborg segir að fimm manns innan hennar hóps hafi farist í snjóflóði sem varð þegar skjálftinn reið yfir og níu slasast.Sjá einnig: Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest „Við syrgjum látna félaga og sendum fallegar hugsanir til hinna slösuðu. Sjálf er ég mjög þakklát fyrir að vera á lífi eftir þessar náttúruhamfarir. Ef að ég hefði verið stödd í tjaldinu mínu hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Kampurinn okkar er gjörónýtur.“ Hún segir að hópurinn hafi verið staddir í búðum eitt þegar stóri skjálftinn varð.Sjá einnig: Starfsmaður Google lést í snjóflóði á Everest„Ég lá í tjaldinu mínu að slappa af þegar ég fann titringinn, verandi á skriðjökli stökk ég út til að kanna hvað var um að vera. Erfitt var að átta sig á aðstæðum og fljótlega fórum við að heyra í snjóflóðum. Við stukkum inn í tjald og grúfðum okkur niður og óskuðum þess heitast að það næði ekki til okkar. Hjartað sló hratt og óttinn var yfirgnæfandi. Búðirnar sluppu og við sátum eftir í stóru púðurskýi, það næsta sem við heyrðum var að ekkert væri eftir af búðunum okkar niðri.“Sjá einnig: Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Hún segir að smá saman hafi fólkið áttað sig á þeirra skelfilegu mynd sem var um að ræða „Það var erfitt að vera fastur og geta lítið lagt af mörkum. Næstu klukkustundir og næsta nótt voru erfið. Ég hef aldrei verið jafn hrædd. Ég kom niður í base camp í gær og það vaf mikið àfall að sjá hvernig var umhorfs. Staðan í þorpunum í kringum okkur er mjög slæm. Við erum nú að hreinsa umhverfið okkar en ekki er ljóst hvenær við leggjum af stað til höfuðborgarinnar. Við erum skelkuð eftir atburði síðustu daga en að öðru leiti hraust.“Kæru vinir, eins og þið etv vitið ríkir algört neyðarástand hér í Nepal. Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að...Posted by Vilborg Arna Gissurardóttir on 28. apríl 2015 Jarðskjálfti í Nepal Nepal Vilborg Arna Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira
„Það ríkir algjört neyðarástand hér í Nepal. Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að binda, misst hafa heimili og ástvini,“ segir Vilborg Arna Gissurardóttir í færslu á samskiptamiðlinum Facebook, en hún var á leið sinni upp Everest á laugardaginn þegar jarðskjálftinn í Nepal varð. Tala látinna er nú komin í 4.400 manns. Vilborg segir að fimm manns innan hennar hóps hafi farist í snjóflóði sem varð þegar skjálftinn reið yfir og níu slasast.Sjá einnig: Skelfilegar aðstæður í grunnbúðum Everest „Við syrgjum látna félaga og sendum fallegar hugsanir til hinna slösuðu. Sjálf er ég mjög þakklát fyrir að vera á lífi eftir þessar náttúruhamfarir. Ef að ég hefði verið stödd í tjaldinu mínu hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum. Kampurinn okkar er gjörónýtur.“ Hún segir að hópurinn hafi verið staddir í búðum eitt þegar stóri skjálftinn varð.Sjá einnig: Starfsmaður Google lést í snjóflóði á Everest„Ég lá í tjaldinu mínu að slappa af þegar ég fann titringinn, verandi á skriðjökli stökk ég út til að kanna hvað var um að vera. Erfitt var að átta sig á aðstæðum og fljótlega fórum við að heyra í snjóflóðum. Við stukkum inn í tjald og grúfðum okkur niður og óskuðum þess heitast að það næði ekki til okkar. Hjartað sló hratt og óttinn var yfirgnæfandi. Búðirnar sluppu og við sátum eftir í stóru púðurskýi, það næsta sem við heyrðum var að ekkert væri eftir af búðunum okkar niðri.“Sjá einnig: Ótrúlegt myndband af snjóflóði í grunnbúðum Everest Hún segir að smá saman hafi fólkið áttað sig á þeirra skelfilegu mynd sem var um að ræða „Það var erfitt að vera fastur og geta lítið lagt af mörkum. Næstu klukkustundir og næsta nótt voru erfið. Ég hef aldrei verið jafn hrædd. Ég kom niður í base camp í gær og það vaf mikið àfall að sjá hvernig var umhorfs. Staðan í þorpunum í kringum okkur er mjög slæm. Við erum nú að hreinsa umhverfið okkar en ekki er ljóst hvenær við leggjum af stað til höfuðborgarinnar. Við erum skelkuð eftir atburði síðustu daga en að öðru leiti hraust.“Kæru vinir, eins og þið etv vitið ríkir algört neyðarástand hér í Nepal. Hjarta mitt slær með þeim sem eiga um sárt að...Posted by Vilborg Arna Gissurardóttir on 28. apríl 2015
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Vilborg Arna Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Sjá meira