Benedikt gekk vel í gær og á ágætis möguleika á að komast í tíu manna úrslit.
Í fyrstu greininn sem gekk út á að bera 120 kílóa sekk og tvö 160 kílóa lyftaradekk, bar Benedikt sekkinn og annað dekkið. Einungis einn maður kláraði greinina í hans riðli. Þá lenti hann í þriðja sæti í seinni grein gærdagsins sem heitir Norsehammer og gengur út á að lyfta þremur hömrum sem eru 140 til 170 kíló.
Andri Reyr Vignisson og Einar Magnús Ólafíuson verða augu og eyru Vísis í Kuala Lumpur. Fylgist vel með umfjöllun Vísis um keppnina Sterkasti maður heims 2015.