Handbolti

Einar Pétur í banni á morgun

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Einar Pétur vissi upp á sig skömmina í gær.
Einar Pétur vissi upp á sig skömmina í gær. vísir/valli
Haukar verða án hornamannsins Einars Péturs Péturssonar í öðrum leiknum gegn Aftureldingu um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta karla.

Einar fékk að líta rauða spjaldið undir lok fyrsta leiks liðanna í N1-höllinni í Mosfellsbæ í gærkvöldi fyrir að brjóta á Erni Inga Bjarkasyni.

Haukar voru einu marki yfir, 23-22, þegar fimm sekúndur voru eftir. Mosfellingar byrjuðu með boltann á miðjunni og um leið og leikurinn var flautaður á á ný braut Einar á Erni til að koma í veg fyrir að heimamenn næðu að jafna.

Brot Einars flokkast sem gróf óíþróttamannsleg framkoma og því þarf hann að fylgjast með félögum sínum úr stúkunni þegar liðin mætast öðru sinni á Ásvöllum á morgun.

Einar skoraði fimm mörk úr sjö skotum í leiknum í gær.


Tengdar fréttir

Tekur Morkunas Mosfellinga úr sambandi?

Giedrius Morkunas, markvörður Hauka, hefur spilað stórvel það sem af er í úrslitakeppni Olís-deildar karla í handbolta, en úrslitaeinvígið hefst í kvöld þegar Haukar sækja Aftureldingu heim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×