Útrýming blasir við 16% tegunda Jarðar Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 4. maí 2015 19:41 Útrýming blasir við rúmlega sextán prósentum af plöntu- og dýrategundum Jarðar grípi þjóðarleiðtogar ekki til tafarlausra aðgerða til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda og freisti þess að halda loftslagsbreytingum í skefjum. Í umræðunni um áhrif loftslagsbreytinga eigum við til með að einblína á hlutskipti mannskepnunnar, hvernig samfélög mannanna taka breytingum með hækkandi sjávarstöðu, súrnun sjávar og öfgum í veðráttu. Á síðustu áratugum hafa hundruð rannsókna verið gerðar á afdrifum plöntu- og dýralífs með breytingum á loftslagi.Óttast er að þessi sjaldgæfa tegund pokarottu (Hemibelideus lemuroides) muni deyja út með áframhaldandi loftslagsbreytingum. Það tekur hana örfáar klukkustundir að drepast í breyttu hitastigi.VÍSIR/WIKIPEDIANý rannsókn, sem birt var í vísindatímaritinu Science á dögunum, tekur saman niðurstöður úr rúmlega 130 slíkum rannsóknum. Samkvæmt niðurstöðunum er 1 af hverjum 6 tegundum Jarðar í hættu á útrýmingu ef þjóðarleiðtogum mistekst að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þessi sviðsmynd byggir á að meðalhitastig Jarðar hækki um 4 gráður. Lítil hætta er á stórfelldum útdauða í Norður-Ameríku og Evrópu eða á bilinu 5-6%. Rannsóknarhöfundar benda á að frekari rannsókna sé þörf á dýralífi í Asíu en áætla að hætta á útdauða þar sé í kringum 8-9%. Svartast er útlitið þegar Eyjaálfa og Suður-Ameríka eru annars vegar, 14-23%. Hér er miðað við útdauða fyrir aldarlok.Snorri Baldursson, líffræðingur.VÍSIR/ANDRIÍ raun er það eðlilegt að tegundir komi og fari. Slíkt hefur gerst fimm til sex sinnum í jarðsögunni, það er, að stórfelldur og hraður útdauði eigi sér stað. Það hefur, hingað til, ávallt gerst í kjölfar náttúrulegra ferla eða atburða. „Útdauði tegunda er auðvitað ekki nýtt fyrirbæri,“ segir Snorri Baldursson, líffræðingur. „En það sem kveikir í mönnum núna er þessi mikli hraði sem er á þessu, hraði sem getur orðið meiri ef loftslags hlýnar.“ „Núna er þetta fyrst og fremst af mannavöldum, vegna aukins útblásturs koltvísýrings.“Þegar upplifa tegundir vítt og breitt um heiminn gríðarlegt álag í kjölfar skógarhöggs, mengunar og ofveiði. Rannsóknarhöfundar benda á að áhrif loftslagsbreytinga bætist ofan á þegar erfiða stöðu dýra- og plöntulífs Jarðar. Þjóðarleiðtogar koma saman í París í desember til að koma á nýju, bindandi samkomulagi um losun gróðurhúsalofttegunda þar sem markmiðið er að halda hlýnun Jarðar innan við tvær gráður (miðað við meðalhitastig fyrir iðnbyltingu).Þessi sviðsmynd byggir á að meðalhitastig Jarðar hækki um 4 gráður.VÍSIRTakist þetta eru horfurnar betri fyrir dýralíf, en alvarlegar engu að síður. 1 af hverjum 20 tegundum verður þá í hættu á útrýmingu. „Ef að þjóðir heims taka sig saman um að draga verulega úr útstreymi koltvísýrings þá er auðvitað hægt að hægja á þessu ferli. En þú stoppar ekki þennan vagn einn, tveir og þrír. Þetta er eins og olíuflutningaskip, það tekur tíma að draga úr þessari uppsöfnun koltvísýrings.“Svartast er útlitið þegar Eyjaálfa og Suður-Ameríka eru annars vegar, 14-23%.VÍSIR/GETTY„Jafnvel þó að menn hætti nú þegar að blása út þá heldur áfram að hlýna einhver ár eða áratugi í viðbót. En það er auðvitað hægt að draga verulega úr þessari hættu með því að taka hraustlega á þessum málum,“ segir Snorri. Fyrir rúmu ári birtist rannsókn í Science þar sem sýnt var fram á að útrýming plöntu- og dýrategunda hefur aldrei mælst jafn hröð og um þessar mundir. Plöntu- og dýrategundur hverfa nú úr vistkerfi Jarðar þúsund sinnum hraðar í dag en þær gerður áður en mannskepnan fór að láta til sín taka. Loftslagsmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira
Útrýming blasir við rúmlega sextán prósentum af plöntu- og dýrategundum Jarðar grípi þjóðarleiðtogar ekki til tafarlausra aðgerða til að stemma stigu við losun gróðurhúsalofttegunda og freisti þess að halda loftslagsbreytingum í skefjum. Í umræðunni um áhrif loftslagsbreytinga eigum við til með að einblína á hlutskipti mannskepnunnar, hvernig samfélög mannanna taka breytingum með hækkandi sjávarstöðu, súrnun sjávar og öfgum í veðráttu. Á síðustu áratugum hafa hundruð rannsókna verið gerðar á afdrifum plöntu- og dýralífs með breytingum á loftslagi.Óttast er að þessi sjaldgæfa tegund pokarottu (Hemibelideus lemuroides) muni deyja út með áframhaldandi loftslagsbreytingum. Það tekur hana örfáar klukkustundir að drepast í breyttu hitastigi.VÍSIR/WIKIPEDIANý rannsókn, sem birt var í vísindatímaritinu Science á dögunum, tekur saman niðurstöður úr rúmlega 130 slíkum rannsóknum. Samkvæmt niðurstöðunum er 1 af hverjum 6 tegundum Jarðar í hættu á útrýmingu ef þjóðarleiðtogum mistekst að stemma stigu við loftslagsbreytingum. Þessi sviðsmynd byggir á að meðalhitastig Jarðar hækki um 4 gráður. Lítil hætta er á stórfelldum útdauða í Norður-Ameríku og Evrópu eða á bilinu 5-6%. Rannsóknarhöfundar benda á að frekari rannsókna sé þörf á dýralífi í Asíu en áætla að hætta á útdauða þar sé í kringum 8-9%. Svartast er útlitið þegar Eyjaálfa og Suður-Ameríka eru annars vegar, 14-23%. Hér er miðað við útdauða fyrir aldarlok.Snorri Baldursson, líffræðingur.VÍSIR/ANDRIÍ raun er það eðlilegt að tegundir komi og fari. Slíkt hefur gerst fimm til sex sinnum í jarðsögunni, það er, að stórfelldur og hraður útdauði eigi sér stað. Það hefur, hingað til, ávallt gerst í kjölfar náttúrulegra ferla eða atburða. „Útdauði tegunda er auðvitað ekki nýtt fyrirbæri,“ segir Snorri Baldursson, líffræðingur. „En það sem kveikir í mönnum núna er þessi mikli hraði sem er á þessu, hraði sem getur orðið meiri ef loftslags hlýnar.“ „Núna er þetta fyrst og fremst af mannavöldum, vegna aukins útblásturs koltvísýrings.“Þegar upplifa tegundir vítt og breitt um heiminn gríðarlegt álag í kjölfar skógarhöggs, mengunar og ofveiði. Rannsóknarhöfundar benda á að áhrif loftslagsbreytinga bætist ofan á þegar erfiða stöðu dýra- og plöntulífs Jarðar. Þjóðarleiðtogar koma saman í París í desember til að koma á nýju, bindandi samkomulagi um losun gróðurhúsalofttegunda þar sem markmiðið er að halda hlýnun Jarðar innan við tvær gráður (miðað við meðalhitastig fyrir iðnbyltingu).Þessi sviðsmynd byggir á að meðalhitastig Jarðar hækki um 4 gráður.VÍSIRTakist þetta eru horfurnar betri fyrir dýralíf, en alvarlegar engu að síður. 1 af hverjum 20 tegundum verður þá í hættu á útrýmingu. „Ef að þjóðir heims taka sig saman um að draga verulega úr útstreymi koltvísýrings þá er auðvitað hægt að hægja á þessu ferli. En þú stoppar ekki þennan vagn einn, tveir og þrír. Þetta er eins og olíuflutningaskip, það tekur tíma að draga úr þessari uppsöfnun koltvísýrings.“Svartast er útlitið þegar Eyjaálfa og Suður-Ameríka eru annars vegar, 14-23%.VÍSIR/GETTY„Jafnvel þó að menn hætti nú þegar að blása út þá heldur áfram að hlýna einhver ár eða áratugi í viðbót. En það er auðvitað hægt að draga verulega úr þessari hættu með því að taka hraustlega á þessum málum,“ segir Snorri. Fyrir rúmu ári birtist rannsókn í Science þar sem sýnt var fram á að útrýming plöntu- og dýrategunda hefur aldrei mælst jafn hröð og um þessar mundir. Plöntu- og dýrategundur hverfa nú úr vistkerfi Jarðar þúsund sinnum hraðar í dag en þær gerður áður en mannskepnan fór að láta til sín taka.
Loftslagsmál Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Sjá meira