Vök um allt vatn í klukkutíma Karl Lúðvíksson skrifar 2. maí 2015 16:32 Flottir urriðar úr Elliðavatni í morgun Mynd: KL Elliðavatn er vel sótt þessa dagana enda hefur sólin loksins sýnt sig og það laðar veiðimenn að vatninu. Hitatölurnar eru þó ekkert sérstakar en það hefur verið frekar svalt og víst er að vatnið er ennþá kalt. Þrátt fyrir þetta er fiskurinn að taka ágætlega, í það minnsta hjá þeim sem þekkja vatnið og vita hvar hann er á þessum tíma og hvernig er best að ná honum. Það var nokkuð um veiðimenn við vatnið í morgun en þeim fækkaði hratt þegar nær dróg hádegi enda voru fæstir að fá neitt. Við hittum þó fyrir þrjá sem voru búnir að týna upp fjóra fína fiska en þeir vildu síður gefa upp hvar nákvæmlega þeir fengu þá en allir tóku þeir litlar svartar púpur. Þeir kíktu í fyrsta urriðann sem þeir fengu og hann var fullur af kuðung svo þeir völdu flugur sem líktust þeim og þá fóru þeir að fá tökur ásamt því að ná þessum afla. Undirritaður var þó vitni að því, ásamt tveimur öðrum, sem hann hefur aldrei áður séð við vatnið þrátt fyrir að hafa veitt það frá unga aldri. Á grynningum Heiðmerkur megin var mikið busl og læti upp í harða landi sem leit út fyrir að tvær litlar endur vær að slást. En svo var ekki, þetta var stór urriði að elta hornsíli alveg upp í harða landi og var þetta vægast sagt mögnuð sjón. Augnabliki síðar horfum við á feykna boðaföll koma af vatninu að okkur. Þetta er algeng sjón á heitum dögum t.d. á Arnarvatnsheiði þegar bleikjan kemur upp í ós kaldra lækja en að sjá þetta 2. maí í Elliðavatni er eiginlega ótrúlegt. Það er greinilega gott líf í þessu uppáhalds vatni borgarbúa og á tímabili í morgun var hreinlega fiskur að vaka um allt vatn. Stangveiði Mest lesið Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði Loksins tekur Elliðavatn við sér Veiði
Elliðavatn er vel sótt þessa dagana enda hefur sólin loksins sýnt sig og það laðar veiðimenn að vatninu. Hitatölurnar eru þó ekkert sérstakar en það hefur verið frekar svalt og víst er að vatnið er ennþá kalt. Þrátt fyrir þetta er fiskurinn að taka ágætlega, í það minnsta hjá þeim sem þekkja vatnið og vita hvar hann er á þessum tíma og hvernig er best að ná honum. Það var nokkuð um veiðimenn við vatnið í morgun en þeim fækkaði hratt þegar nær dróg hádegi enda voru fæstir að fá neitt. Við hittum þó fyrir þrjá sem voru búnir að týna upp fjóra fína fiska en þeir vildu síður gefa upp hvar nákvæmlega þeir fengu þá en allir tóku þeir litlar svartar púpur. Þeir kíktu í fyrsta urriðann sem þeir fengu og hann var fullur af kuðung svo þeir völdu flugur sem líktust þeim og þá fóru þeir að fá tökur ásamt því að ná þessum afla. Undirritaður var þó vitni að því, ásamt tveimur öðrum, sem hann hefur aldrei áður séð við vatnið þrátt fyrir að hafa veitt það frá unga aldri. Á grynningum Heiðmerkur megin var mikið busl og læti upp í harða landi sem leit út fyrir að tvær litlar endur vær að slást. En svo var ekki, þetta var stór urriði að elta hornsíli alveg upp í harða landi og var þetta vægast sagt mögnuð sjón. Augnabliki síðar horfum við á feykna boðaföll koma af vatninu að okkur. Þetta er algeng sjón á heitum dögum t.d. á Arnarvatnsheiði þegar bleikjan kemur upp í ós kaldra lækja en að sjá þetta 2. maí í Elliðavatni er eiginlega ótrúlegt. Það er greinilega gott líf í þessu uppáhalds vatni borgarbúa og á tímabili í morgun var hreinlega fiskur að vaka um allt vatn.
Stangveiði Mest lesið Federal skotin loksins fáanleg aftur á Íslandi Veiði Með 47 rjúpur um opnunarhelgina Veiði Metsumar í Stóru Laxá - 795 laxar á land Veiði Síðasta skemmtikvöld SVFR Veiði Tarantino tók maríulaxinn í Hítará Veiði Sprenging í umsóknum um Elliðaárnar Veiði Misvísandi skilaboð frá LV varðandi útboð og hækkanir Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Verðlækkun í Rússnesku ánum Veiði Loksins tekur Elliðavatn við sér Veiði