Hollywood stjarna í gufunni í Vesturbæjarlaug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2015 20:56 Nýi potturinn í Vesturbæjarlauginni hefur ekki bara fjölgað gestum heldur sækja Hollywood stjörnur í auknum mæli í laugina. Vísir/Daníel Hjartaknúsarinn og leikarinn Alexander Skarsgård er mættur til Íslands. Borgarbúar urðu leikarans varir í dag en hann lét meðal annars sjá sig í Vesturbæjarlauginni þar sem hann skellti sér í gufu. Huginn Ragnarsson, aðdáandi sjónvarpsþáttanna True Blood sem Skarsgård leikur í, segist hafa peppast smá þegar leikarinn sænski mætti í gufuna líkt og sjá má að neðan. Huginn segir í samtali við Vísi strax hafa þekkt þann sænska. Skarsgård er hávaxinn en auk þess mjög massaður að sögn Hugins. Skarsgård var í félagi við sænskan vin sinn að því er Hugin heyrðist. Ekki minnkaði aðdáunin á leikaranum þegar sá sænski skellti sér í kalda pottinn sem er um tíu gráður.Ekki liggur fyrir hver tilgangur ferðar Skarsgård til Íslands er.Vísir/GettySænski hjartaknúsarinn þekkir vel til á Íslandi en hann kom hingað í vikufrí sumarið 2013. Þá var markmið hans að fara í gönguferð og slappa af án allra raftækja. Hann gerði það svo sannarlega en hann skellti sér á Hornstrandir um miðjan júlí. Kom hann við á Ísafirði, snæddi á Tjöruhúsinu og kom við á Húsinu síðar um kvöldið. Daginn eftir hélt hann áleiðis í fyrirhugaða göngu. Skarsgård, sem er á 39. aldursári, er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem vampíran Eric Northman í True Bllod, Meekus í kvikmyndinni Zoolander og Brad Colbert í sjónvarpsþáttunum Generation Kill.Gamli True Blood aðdáandi peppaðist smá þegar Alexander Skarsgård mætti í gufuna í Vesturbæjarlaug!— Huginn Ragnarsson (@Huginn90) May 19, 2015 Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira
Hjartaknúsarinn og leikarinn Alexander Skarsgård er mættur til Íslands. Borgarbúar urðu leikarans varir í dag en hann lét meðal annars sjá sig í Vesturbæjarlauginni þar sem hann skellti sér í gufu. Huginn Ragnarsson, aðdáandi sjónvarpsþáttanna True Blood sem Skarsgård leikur í, segist hafa peppast smá þegar leikarinn sænski mætti í gufuna líkt og sjá má að neðan. Huginn segir í samtali við Vísi strax hafa þekkt þann sænska. Skarsgård er hávaxinn en auk þess mjög massaður að sögn Hugins. Skarsgård var í félagi við sænskan vin sinn að því er Hugin heyrðist. Ekki minnkaði aðdáunin á leikaranum þegar sá sænski skellti sér í kalda pottinn sem er um tíu gráður.Ekki liggur fyrir hver tilgangur ferðar Skarsgård til Íslands er.Vísir/GettySænski hjartaknúsarinn þekkir vel til á Íslandi en hann kom hingað í vikufrí sumarið 2013. Þá var markmið hans að fara í gönguferð og slappa af án allra raftækja. Hann gerði það svo sannarlega en hann skellti sér á Hornstrandir um miðjan júlí. Kom hann við á Ísafirði, snæddi á Tjöruhúsinu og kom við á Húsinu síðar um kvöldið. Daginn eftir hélt hann áleiðis í fyrirhugaða göngu. Skarsgård, sem er á 39. aldursári, er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem vampíran Eric Northman í True Bllod, Meekus í kvikmyndinni Zoolander og Brad Colbert í sjónvarpsþáttunum Generation Kill.Gamli True Blood aðdáandi peppaðist smá þegar Alexander Skarsgård mætti í gufuna í Vesturbæjarlaug!— Huginn Ragnarsson (@Huginn90) May 19, 2015
Mest lesið Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Dagur er líka listunnandi Lífið Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Lífið Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Fleiri fréttir Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Sjá meira