Selfoss vann dramatískan sigur í Suðurlandsslagnum á meðan Þór/KA vann auðveldan sigur á Þrótti í Pepsi-deild kvenna.
Það var hin 18 ára gamla Hrafnhildur Hauksdóttir sem tryggði Selfossi sigur gegn ÍBV á 90. mínútu leiksins. Sigur í fyrsta leik Dagnýjar Brynjarsdóttur með Selfossi en hún komst þó ekki á blað.
Selfoss komið á blað í deildinni eftir að hafa tapað fyrsta leik sínum. ÍBV gerði jafntefli í fyrstu umferð og er því áfram með eitt stig.
Þór/KA er með fjögur stig eftir sigurinn á Þrótti sem er án stiga og ekki búinn að skora í fyrstu leikjum sínum í deildinni.
Úrslit:
Selfoss-ÍBV 3-2
Guðmunda Brynja Óladóttir 2, Hrafnhildur Hauksdóttir - Sigríður Lára Garðarsdóttir, Cloe Lacasse.
Þróttur-Þór/KA 0-3
- Lára Einarsdóttir, Sandra María Jessen, Klara Lindberg.
Upplýsingar um markaskorara: urslit.net.
Hrafnhildur tryggði Selfossi sætan sigur
