Fyrri undanúrslitakvöldið: Öll lögin og sagan á bak við þau Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. maí 2015 15:15 Sextán þjóðir etja kappi og komast tíu þeirra áfram. vísir/epa Fyrra undanúrslitakvöld Eurovision fer fram í kvöld. Sextán lönd etja kappi og komast tíu þeirra áfram. Helmingur atkvæða ræðst í símakosningu en hinn helmingurinn af atkvæðum dómnefndanna. Hér má sjá lögin tuttugu sem taka þátt í kvöld.MoldóvaI want your loveEduard RomanyutaMoldóva er tiltölulega ný í Eurovision. Moldóvar tóku fyrst þátt árið 2005 og hefur gengið ágætlega í keppninni. Flytjandinn heitir Eduard Romanyta og kemur frá Úkraínu. Hann er umkringdur leðurklæddum lögregluþjónum á sviðinu og sjálfur er hann ber að ofan í leðurbuxum.ArmeníaFace the shadowGenealogyTitli lagsins var breytt úr Don‘t deny í Face the shadow. Sagt er að það sé af pólitískum ástæðum í ljósi þess að hundrað ár eru liðin frá þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Hljómsveitin samanstendur af sex söngvurum frá fimm heimsálfum; Evrópu, Ameríu, Asíu, Afríku og Ástralíu. Öll eru þau af armenskum uppruna. BelgíaLoic NottetRhythm InsideHinn nítján ára Loic Nottet skaust upp stjörnuhimininn eftir að hafa unnið hug og hjörtu Belga í söngkeppninni The Voice. Hann samdi og útfærði lagið og atriðið sjálfur. Loic vakti jafnframt mikla athygli á dögunum þegar hann söng lagið Chandelier með Sia. Sia deildi flutningi hans á Twitter og hrósaði honum fyrir frábæra frammistöðu.HollandTrijntje OosterhuisWalk AlongTrijntje er vel þekkt djasssöngkona í heimalandi sínu. Hún hefur unnið til fjölmargra verðlauna og hefur sungið með þekktum söngvurum á borð við Andrea Bochelli og Lionel Richi. Lagið er samið af Anouk sem tók þátt í Eurovision með laginu Birds árið 2013.FinnlandPertti Kurikan NimipäivätAina Mun Pitää Pönkhljómsveitin Pertti Kurikan Nimipäivät var stofnuð árið 2009. Hún samanstendur af fjórum karlmönnum sem allir eiga það sameiginlegt að glíma við einhvers konar fötlun. Hljómsveitin er afar vinsæl í Finnlandi en einnig víðar því þeir hafa ferðast um Bandaríkin, Bretland, Þýskaland, Noreg, Kanada og Holland. Lagið er rúmlega ein og hálf mínúta að lengd, og þar af leiðandi það stysta í keppninni.GrikklandMaria Elena KyriakouOne Last Breath María Elena fæddist í Kýpur og byrjaði að syngja ung að aldri. Einungis tólf ára vann hún söngkeppni barna í Kýpur en tók menntun fram yfir sönginn. Hún er með gráðu í grískum bókmenntum og hugvísindum og hóf störf sem prófessor árið 2006. Árið 2014 sigraði hún í söngkeppninni the Voice of Greece. María Elena er móðir þriggja drengja.EistlandElina Born & Stig RästaGoodbye to Yesterday Elina er eistnesk sveitastúlka sem alla tíð hefur elskað að syngja. Fyrir þremur árum síðan var hún uppgötvuð af hinum vinsæla lagahöfundi Stig Rasta, sem syngur með henni framlag Eistlands. Hann rakst fyrir tilviljun á myndband af henni syngja lagið Cruz með Christinu Aguilera og segist hafa heillast upp úr skónum. Hún segist hafa brostið í grát þegar hún sá skilaboð frá Stig á Facebook.MakedóníaDaniel KajmakosiAutumn LeavesDaníel er 31 árs popp- og rokksöngvari, laga- og textahöfundur og spilar á gítar og píanó. Hann er búsettur í Vín og var skírður í höfuðið á Daniel Popovic, sem var fulltrúi Júgóslavíu í Eurovision árið 1983. Hann hefur tekið þátt í söng- og hæfileikakeppnum í Austurríki, Makedóníu og Búlgaríu en árið 2013 rættist draumurinn. Þá heillaði hann alla með fagurri rödd sinni í X Factor Adria.SerbíaBojana StamenovBeauty never lies Bojana er fædd árið 1986 og hefur sungið frá því hún var sjö ára. Hún lauk tónlistarnámi en hún segir söngferil sinn hafa hafist af alvöru eftir þátttöku hennar í Serbia‘s got talent. Skilaboð hennar til Eurovision-aðdáenda eru: „Aldrei gefast upp á því sem þið elskið eða þeim sem þið elskið, því ástin sigrar alltaf að lokum.“UngverjalandBoggieWars for nothingBoggie gaf út sína fyrstu plötu árið 2013. Hún vakti mikla athygli árið 2014 þegar hún gaf út myndband við lagið Nouveau Parfum. Það hefur nú fengið yfir þrjátíu milljón áhorf og er í þriðja sæti á Billboard djass listanum. Wars for nothing er friðarboðskapur sem Boggie samdi sjálf og segir hún textann hafa komið frá dýpstu hjartarótum.Hvíta-RússlandUzari&MaimunaTime Uzari er söngvari og lagahöfundur, fæddur og uppalinn í Minsk. Hann tók fyrst þátt í Eurovision árið 2011 en þá sem bakraddasöngvari hjá Anastaiu Vinnikova. Hann hefur þrívegis tekið þátt í undankeppni fyrir Eurovision í sínu heimalandi, en draumurinn rættist loks í ár. Maimuna er þekktur fiðluleikari í Hvíta-Rússlandi sem gefið hefur út tvær plötur.RússlandPolina GagarinaA million voices Polina er vel þekkt í sínu heimalandi, bæði sem söng- og leikkona. Nokkrir lagahöfundar komu að laga- og textagerðinni, meðal annars frá Rússlandi, Svíþjóð og Ástralíu.DanmörkAnti Social MediaThe way you are Hljómsveitin Anti Social Media var stofnuð fyrir rúmum þremur mánuðum. Fjórir skipa sveitina, tveir þeirra einungis nítján ára gamlir. Þeir segjast virkir á samfélagsmiðlum, þrátt fyrir að nafnið gefi annað til kynna.AlbaníaElhaida DaniI‘m alive Elhaida er 22 ára stjarna í heimalandi sínu, Albaníu, og Ítalíu. Hún vann The Voice í Ítalíu árið 2013 og hefur síðan þá látið mikið að sér kveða í tónlistarheiminum.RúmeníaVoltajDe La Capat/ All Over Again Hljómsveitin Voltaj hefur verið starfandi í yfir tuttugu ár. Lagið þeirra fjallar um erfiðar aðstæður í Rúmeníu þar sem mörg börn þurfa að horfa á eftir öðru foreldri sínu flytja nauðbeygðir til útlanda í leit að betri vinnu til að geta framfleytt fjölskyldunni. Lagið er sungið á ensku og rúmensku.GeorgíaNina SublattiWarrior Nina Sublatti stígur síðust á svið í kvöld. Hún kveðst vera mikill feministi og hlakkar til að leyfa Evrópu að heyra tónlistina sína, en lagið samdi hún sjálf. Eurovision Tengdar fréttir „Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“ „Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig,“ segir María Ólafsdóttir. 19. maí 2015 12:00 Sérfræðingar Eurovísis: Þetta eru bestu lögin í kvöld Eurovísir fékk til liðs við sig þrjá sérfræðinga í Eurovision úr Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva til að fara yfir lögin sem keppa í Eurovision í kvöld. 19. maí 2015 14:53 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Fyrra undanúrslitakvöld Eurovision fer fram í kvöld. Sextán lönd etja kappi og komast tíu þeirra áfram. Helmingur atkvæða ræðst í símakosningu en hinn helmingurinn af atkvæðum dómnefndanna. Hér má sjá lögin tuttugu sem taka þátt í kvöld.MoldóvaI want your loveEduard RomanyutaMoldóva er tiltölulega ný í Eurovision. Moldóvar tóku fyrst þátt árið 2005 og hefur gengið ágætlega í keppninni. Flytjandinn heitir Eduard Romanyta og kemur frá Úkraínu. Hann er umkringdur leðurklæddum lögregluþjónum á sviðinu og sjálfur er hann ber að ofan í leðurbuxum.ArmeníaFace the shadowGenealogyTitli lagsins var breytt úr Don‘t deny í Face the shadow. Sagt er að það sé af pólitískum ástæðum í ljósi þess að hundrað ár eru liðin frá þjóðarmorði Tyrkja á Armenum. Hljómsveitin samanstendur af sex söngvurum frá fimm heimsálfum; Evrópu, Ameríu, Asíu, Afríku og Ástralíu. Öll eru þau af armenskum uppruna. BelgíaLoic NottetRhythm InsideHinn nítján ára Loic Nottet skaust upp stjörnuhimininn eftir að hafa unnið hug og hjörtu Belga í söngkeppninni The Voice. Hann samdi og útfærði lagið og atriðið sjálfur. Loic vakti jafnframt mikla athygli á dögunum þegar hann söng lagið Chandelier með Sia. Sia deildi flutningi hans á Twitter og hrósaði honum fyrir frábæra frammistöðu.HollandTrijntje OosterhuisWalk AlongTrijntje er vel þekkt djasssöngkona í heimalandi sínu. Hún hefur unnið til fjölmargra verðlauna og hefur sungið með þekktum söngvurum á borð við Andrea Bochelli og Lionel Richi. Lagið er samið af Anouk sem tók þátt í Eurovision með laginu Birds árið 2013.FinnlandPertti Kurikan NimipäivätAina Mun Pitää Pönkhljómsveitin Pertti Kurikan Nimipäivät var stofnuð árið 2009. Hún samanstendur af fjórum karlmönnum sem allir eiga það sameiginlegt að glíma við einhvers konar fötlun. Hljómsveitin er afar vinsæl í Finnlandi en einnig víðar því þeir hafa ferðast um Bandaríkin, Bretland, Þýskaland, Noreg, Kanada og Holland. Lagið er rúmlega ein og hálf mínúta að lengd, og þar af leiðandi það stysta í keppninni.GrikklandMaria Elena KyriakouOne Last Breath María Elena fæddist í Kýpur og byrjaði að syngja ung að aldri. Einungis tólf ára vann hún söngkeppni barna í Kýpur en tók menntun fram yfir sönginn. Hún er með gráðu í grískum bókmenntum og hugvísindum og hóf störf sem prófessor árið 2006. Árið 2014 sigraði hún í söngkeppninni the Voice of Greece. María Elena er móðir þriggja drengja.EistlandElina Born & Stig RästaGoodbye to Yesterday Elina er eistnesk sveitastúlka sem alla tíð hefur elskað að syngja. Fyrir þremur árum síðan var hún uppgötvuð af hinum vinsæla lagahöfundi Stig Rasta, sem syngur með henni framlag Eistlands. Hann rakst fyrir tilviljun á myndband af henni syngja lagið Cruz með Christinu Aguilera og segist hafa heillast upp úr skónum. Hún segist hafa brostið í grát þegar hún sá skilaboð frá Stig á Facebook.MakedóníaDaniel KajmakosiAutumn LeavesDaníel er 31 árs popp- og rokksöngvari, laga- og textahöfundur og spilar á gítar og píanó. Hann er búsettur í Vín og var skírður í höfuðið á Daniel Popovic, sem var fulltrúi Júgóslavíu í Eurovision árið 1983. Hann hefur tekið þátt í söng- og hæfileikakeppnum í Austurríki, Makedóníu og Búlgaríu en árið 2013 rættist draumurinn. Þá heillaði hann alla með fagurri rödd sinni í X Factor Adria.SerbíaBojana StamenovBeauty never lies Bojana er fædd árið 1986 og hefur sungið frá því hún var sjö ára. Hún lauk tónlistarnámi en hún segir söngferil sinn hafa hafist af alvöru eftir þátttöku hennar í Serbia‘s got talent. Skilaboð hennar til Eurovision-aðdáenda eru: „Aldrei gefast upp á því sem þið elskið eða þeim sem þið elskið, því ástin sigrar alltaf að lokum.“UngverjalandBoggieWars for nothingBoggie gaf út sína fyrstu plötu árið 2013. Hún vakti mikla athygli árið 2014 þegar hún gaf út myndband við lagið Nouveau Parfum. Það hefur nú fengið yfir þrjátíu milljón áhorf og er í þriðja sæti á Billboard djass listanum. Wars for nothing er friðarboðskapur sem Boggie samdi sjálf og segir hún textann hafa komið frá dýpstu hjartarótum.Hvíta-RússlandUzari&MaimunaTime Uzari er söngvari og lagahöfundur, fæddur og uppalinn í Minsk. Hann tók fyrst þátt í Eurovision árið 2011 en þá sem bakraddasöngvari hjá Anastaiu Vinnikova. Hann hefur þrívegis tekið þátt í undankeppni fyrir Eurovision í sínu heimalandi, en draumurinn rættist loks í ár. Maimuna er þekktur fiðluleikari í Hvíta-Rússlandi sem gefið hefur út tvær plötur.RússlandPolina GagarinaA million voices Polina er vel þekkt í sínu heimalandi, bæði sem söng- og leikkona. Nokkrir lagahöfundar komu að laga- og textagerðinni, meðal annars frá Rússlandi, Svíþjóð og Ástralíu.DanmörkAnti Social MediaThe way you are Hljómsveitin Anti Social Media var stofnuð fyrir rúmum þremur mánuðum. Fjórir skipa sveitina, tveir þeirra einungis nítján ára gamlir. Þeir segjast virkir á samfélagsmiðlum, þrátt fyrir að nafnið gefi annað til kynna.AlbaníaElhaida DaniI‘m alive Elhaida er 22 ára stjarna í heimalandi sínu, Albaníu, og Ítalíu. Hún vann The Voice í Ítalíu árið 2013 og hefur síðan þá látið mikið að sér kveða í tónlistarheiminum.RúmeníaVoltajDe La Capat/ All Over Again Hljómsveitin Voltaj hefur verið starfandi í yfir tuttugu ár. Lagið þeirra fjallar um erfiðar aðstæður í Rúmeníu þar sem mörg börn þurfa að horfa á eftir öðru foreldri sínu flytja nauðbeygðir til útlanda í leit að betri vinnu til að geta framfleytt fjölskyldunni. Lagið er sungið á ensku og rúmensku.GeorgíaNina SublattiWarrior Nina Sublatti stígur síðust á svið í kvöld. Hún kveðst vera mikill feministi og hlakkar til að leyfa Evrópu að heyra tónlistina sína, en lagið samdi hún sjálf.
Eurovision Tengdar fréttir „Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“ „Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig,“ segir María Ólafsdóttir. 19. maí 2015 12:00 Sérfræðingar Eurovísis: Þetta eru bestu lögin í kvöld Eurovísir fékk til liðs við sig þrjá sérfræðinga í Eurovision úr Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva til að fara yfir lögin sem keppa í Eurovision í kvöld. 19. maí 2015 14:53 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
„Líf mitt er á krossgötum í augnablikinu“ „Ég fór úr því að lifa mjög miklu einkalífi yfir í að allt í einu vita allir allt um mann. Svo ég þarf að hafa fyrir því að halda persónulegum hlutum fyrir mig,“ segir María Ólafsdóttir. 19. maí 2015 12:00
Sérfræðingar Eurovísis: Þetta eru bestu lögin í kvöld Eurovísir fékk til liðs við sig þrjá sérfræðinga í Eurovision úr Félagi áhugafólks um Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva til að fara yfir lögin sem keppa í Eurovision í kvöld. 19. maí 2015 14:53