Nýju myndbandi með Hljómsveitt lekið á netið Anna Tara skrifar 18. maí 2015 01:56 Nýju myndbandi með Hljómsveitt við lagið Elska að fá það var lekið á netið fyrir tveimur sólarhringum síðan. Hljómsveitt ætlaði að frumsýna myndbandið á afmælisdegi Önnu Töru næsta miðvikudag en urðu hins vegar að breyta þeim áformum þegar ljóst var að myndbandinu hafði nú þegar verið lekið á deilingarsíðuna reddit.com. Hljómsveitt brást fljótt við og fjarlægði myndbandið en í þann stutta tíma sem það dvaldi á netinu vakti það strax mikil viðbrögð og þótti afar umdeilt. Þegar myndbandið við Elska að fá það var fjarlægt var Næs í rassinn sett í staðinn. Síðan þá hafa áhorfin rúmlega tvöfaldast á Næs í rassinn og í fyrsta skipti eru fleiri „like” en „dislike” á myndbandinu. Aðspurðar segjast þær spenntar fyrir heimsfrægðinni. Þær eru búnar að segja upp störfum sínum og eru á fullu í því að skipuleggja tónleika á erlendum stórhátíðum í sumar. Lagið er kröfusöngur um rétt kvenna til fullnægingar. Eftir margar óheppilegar kynlífsreynslur ákváðum við systur að við yrðum að grípa til örþrifaráða, segir Katrín Helga og Anna Tara bætir við að þó að Næs í rassinn hafi komið þeim á aukinn séns þá hefur athyglin nú liðið hjá að mestu nema á erlendri grundu. Þær vona að lagið skili tilætluðum árangri. Þær segja að laginu sé alls ekki beint að fyrrverandi elskhugum einungis því margar vinkonur þeirra hafa sömu sorgarsögu að segja. Eftir Næs í rassinn hrundu inn beiðnir um samstarf frá hæfustu tónlistarmönnum landsins og við völdum þá bestu úr, Egil Örn Rafnsson, Stefán Örn Gunnlaugsson, Björgvin Ívar Baldursson og Birki Rafn Gíslason, segir Anna Tara. Þær vilja skila sérstökum þökkum til Sölku Valsdóttur rappsystur þeirra úr Reykjavíkurdætrum fyrir að lána sér eiginmann sinn Almar Stein Atlason í myndbandið. „Hún hafði kennt honum vel”, segir Katrín Helga. Harmageddon Tengdar fréttir Hljómsveitt frumsýnir Næs í rassinn 9. október 2014 08:33 Mest lesið Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Kanye West biður öryggisverði um að fjarlægja tónleikagest Harmageddon Sannleikurinn: Jón Baldvin fékk Emmy verðlaunin fyrir bestan leik karlmanns í fórnarlambshlutverki Harmageddon Sannleikurinn: Gnarr vann stjórnmálin Harmageddon Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Með rokkið í blóðinu Harmageddon 5 bestu Eurovision-lögin sem unnu ekki undankeppnina á Íslandi Harmageddon Vösk framvarðarsveit ungra Sjálfstæðismanna Harmageddon "Það eru ekki allar stelpur svo heppnar að fæðast með píku" Harmageddon Ofbeldið bein afleiðing af þáttum eins og 70 mínútum og Jackass Harmageddon
Nýju myndbandi með Hljómsveitt við lagið Elska að fá það var lekið á netið fyrir tveimur sólarhringum síðan. Hljómsveitt ætlaði að frumsýna myndbandið á afmælisdegi Önnu Töru næsta miðvikudag en urðu hins vegar að breyta þeim áformum þegar ljóst var að myndbandinu hafði nú þegar verið lekið á deilingarsíðuna reddit.com. Hljómsveitt brást fljótt við og fjarlægði myndbandið en í þann stutta tíma sem það dvaldi á netinu vakti það strax mikil viðbrögð og þótti afar umdeilt. Þegar myndbandið við Elska að fá það var fjarlægt var Næs í rassinn sett í staðinn. Síðan þá hafa áhorfin rúmlega tvöfaldast á Næs í rassinn og í fyrsta skipti eru fleiri „like” en „dislike” á myndbandinu. Aðspurðar segjast þær spenntar fyrir heimsfrægðinni. Þær eru búnar að segja upp störfum sínum og eru á fullu í því að skipuleggja tónleika á erlendum stórhátíðum í sumar. Lagið er kröfusöngur um rétt kvenna til fullnægingar. Eftir margar óheppilegar kynlífsreynslur ákváðum við systur að við yrðum að grípa til örþrifaráða, segir Katrín Helga og Anna Tara bætir við að þó að Næs í rassinn hafi komið þeim á aukinn séns þá hefur athyglin nú liðið hjá að mestu nema á erlendri grundu. Þær vona að lagið skili tilætluðum árangri. Þær segja að laginu sé alls ekki beint að fyrrverandi elskhugum einungis því margar vinkonur þeirra hafa sömu sorgarsögu að segja. Eftir Næs í rassinn hrundu inn beiðnir um samstarf frá hæfustu tónlistarmönnum landsins og við völdum þá bestu úr, Egil Örn Rafnsson, Stefán Örn Gunnlaugsson, Björgvin Ívar Baldursson og Birki Rafn Gíslason, segir Anna Tara. Þær vilja skila sérstökum þökkum til Sölku Valsdóttur rappsystur þeirra úr Reykjavíkurdætrum fyrir að lána sér eiginmann sinn Almar Stein Atlason í myndbandið. „Hún hafði kennt honum vel”, segir Katrín Helga.
Harmageddon Tengdar fréttir Hljómsveitt frumsýnir Næs í rassinn 9. október 2014 08:33 Mest lesið Hefur fengið múslima til þess að endurhugsa afstöðu sína Harmageddon Kanye West biður öryggisverði um að fjarlægja tónleikagest Harmageddon Sannleikurinn: Jón Baldvin fékk Emmy verðlaunin fyrir bestan leik karlmanns í fórnarlambshlutverki Harmageddon Sannleikurinn: Gnarr vann stjórnmálin Harmageddon Októberfest SHÍ: Blanda af Airwaves og Þjóðhátíð Harmageddon Með rokkið í blóðinu Harmageddon 5 bestu Eurovision-lögin sem unnu ekki undankeppnina á Íslandi Harmageddon Vösk framvarðarsveit ungra Sjálfstæðismanna Harmageddon "Það eru ekki allar stelpur svo heppnar að fæðast með píku" Harmageddon Ofbeldið bein afleiðing af þáttum eins og 70 mínútum og Jackass Harmageddon
Sannleikurinn: Jón Baldvin fékk Emmy verðlaunin fyrir bestan leik karlmanns í fórnarlambshlutverki Harmageddon
Sannleikurinn: Jón Baldvin fékk Emmy verðlaunin fyrir bestan leik karlmanns í fórnarlambshlutverki Harmageddon