Lífið

Sérfræðingar spá Maríu áfram í úrslitin

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
María stóð sig ákaflega vel á annarri æfingu í gær.
María stóð sig ákaflega vel á annarri æfingu í gær. Mynd/Facebook-síða Maríu Ólafs
Ísland verður eitt tíu landa sem fer áfram samkvæmt könnun ESC Today sem kallast „Big Poll experts“. Hin löndin sem fara áfram samkvæmt könnuninni eru Azerbaídjan, Kýpur, Írland, Ísrael, Lettland, Litháen, Noregur, Svíþjóð og Slóvenía.

Í „Big Poll experts“ tóku 31 sérfræðingar þátt en samkvæmt upplýsingum á ESC Today teljast til sérfræðinga blaðamenn sem fjalla um keppnina, aðilar sem taka þátt í keppninni á einhvern hátt og listamenn sem hafa tekið þátt í Eurovision. Síðastliðnar vikur hafa þessir sérfræðingar fengið að deila sérþekkingu sinni til þess að spá fyrir um útkomu keppninnar í ár. Hugmyndin að könnuninni kviknaði árið 2002 og er markmið hennar að vera sem nákvæmust. Þetta á ekki að vera vinsældakeppni.

Könnunin er systrakönnun „Big Poll“ en í henni taka þátt lesendur ESC Today. Úrslit úr þeirri könnun verða ljós stuttu fyrir hvert keppniskvöld.


Tengdar fréttir

María með lukkugrip

"Ég held að gripurinn muni pottþétt koma til með að veita mér mikla lukku.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×