Körfubolti

LeBron James jafnaði Michael Jordan í nótt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
LeBron James.
LeBron James. Vísir/Getty
LeBron James var mjög flottur í nótt þegar Cleveland Cavaliers vann sinn annan leik í röð á móti Chicago Bulls og komst í 3-2 í undanúrslitaeinvígi liðanna í Austurdeild úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta.

LeBron James var með 38 stig, 12 fráköst, 6 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 3 varin skot í leiknum og það sem vakti mikla athygli; engan tapaðan bolta á 41 mínútu. James hafði tapað samtals 15 boltum í tveimur leikjum á undan.

LeBron James er nú aðeins einum sigri frá því að komast í úrslit Austurdeildarinnar fimmta árið í röð.

James jafnaði Michael Jordan í nótt en þeir eru jafnir á listanum yfir flesta leiki með að minnsta kosti 30 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar í úrslitakeppni. Þetta var leikur númer 51 hjá LeBron þar sem hann nær þessum lágmörkum í þremur stærstu tölfræðiþáttum leiksins.

LeBron James hefur farið fyrir sínu liði í einvíginu á móti Chicago Bulls þar sem hann er með 28,4 stig, 11,4 fráköst og 8,4 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann hefur reyndar aðeins hitt úr 12,5 prósent þriggja stiga skota sinna en er að finna aðrar leiðir til þess að skora.

Hér fyrir neðan eru nokkrar tölfræðistaðreyndir um frammistöðu LeBron James í nótt frá tölfræðingunum á ESPN.

NBA

Tengdar fréttir

Flautukörfuhelgi í NBA | Myndbönd af sigurkörfunum þremur

Það var nóg af dramatík í leikjum helgarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í körfubolta en þrjú leikkvöld í röð tryggðu menn sínum liðum sigurinn með því að smella niður lokaskoti leiksins rétt áður en leiktíminn rann út.

NBA: Annar stórsigurinn í röð og Clippers er komið í 3-1 | Myndbönd

Los Angeles Clippers er komið í frábæra stöðu í undanúrslitum Vesturdeildar NBA-deildarinnar í körfubolta eftir 33 stiga sigri á Houston Rockets í fjórða leik liðanna í nótt. Clippers er 3-1 yfir og vantar bara einn sigur í viðbót til þess að komast áfram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×