RÚV ohf getur ekki selt eitthvað sem það ekki á Jakob Bjarnar skrifar 29. maí 2015 15:07 Vigdís spyr hvort verið geti að fjármálaráðherra sé meðvitaður um þetta, því fyrirvarar á fyrirhugaðri sölu byggingaréttar eru margþættir. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir ekki koma til greina að RÚV ohf selji eitthvað sem það ekki á. „Í fyrsta lagi verður fjármálaráðherra að svara fyrir það hvort hann hafi gefið „go“ á þetta. En eins og þetta lítur út fyrir mér þá eru almennar reglur þær að ekki er hægt að selja það sem maður ekki á. Þetta er ansi bratt af RÚV ohf. að slá eignarhaldi sínu á þetta með þessum hætti.“Hver á eiginlega lóðina?RÚV ohf. auglýsti nýverið byggingarétt á lóðinni við Efstaleiti til sölu. Sala þessi er skilgreind sem liður í endurfjármögnun fjölmiðilsins en reyndar er málum blandið hver eigandi lóðarinnar er. Samkvæmt fasteignamati ríkisins er Ríkisútvarpið skráð fyrir eigninni á lóðinni, en Reykjarvíkurborg á lóðina. Samkvæmt skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar á ríkið reyndar lóðina, en ekki Reykjavík – sem þó er aðili málsins; með því að efna, í samstarfi við RÚV, til samkeppni um skipulag á svæðinu. Borghildur Sturludóttir hjá borginni segir Reykjavíkurborg eignast hluta byggingaréttar með þessu, Orkuveitan þarf jafnframt að hafa aðkomu að málinu vegna fráveituröra sem eru þarna undir. Og fyrir liggur að það þarf að breyta aðalskipulagi. Nánari eftirgrennslan Vísis leiddi svo í ljós að samkvæmt fasteignamati er RÚV ohf eigandi lóðarinnar að öllu leyti, en ekki hluta. En, það sem miða verður við hlýtur að vera þessi klásúla í sölulýsingu: „Sem fyrr er getið er hluti lóðarréttindanna, þ.e. 6.000 fm. lóðarhluti á norðanverðri lóðinni, talinn vera í eigu ríkissjóðs. Ráðgert er, að óbreyttu, að í fjáraukalögum fyrir árið 2015 fáist heimild til að selja þann hluta lóðarréttindanna sem er ekki í eigu RÚV og á því verði sem ræðst af söluferli þessu. Fáist ekki slík lagaheimild í fjáraukalögum ársins 2015 skal samningurinn takmarkast við þau lóðarréttindi sem tilheyra RÚV ...“ Við þetta vakna ýmsar spurningar; hvort eðlilegt sé að selja byggingarétt sem ekki er fyrir hendi, en lóðin er skilgreind sem viðskipta- og þjónustulóð? Er eðlilegt að selja byggingarétt áður en frá slíku hefur verið gengið í aðalskipulagi? Og, er eðlilegt að málið sé ekki komið á borð formanns fjárlaganefndar? Vigdís segist hafa verið að frétta af þessu núna og hún furðar sig á þessu verklagi.Rekstrarvandinn talinn léttvægur „Á sínum tíma fengu þeir lóð og svo húsið. Og samið var um lífeyrisskuldbindingar á nákvæmlega þeim grunni,“ segir formaður fjárlagnefndar. Og heldur áfram: „En, nú ætla þeir að selja án þess að greiða upp þær skuldir. Það er þá búið að víkja af leið, rof í það ferli sem sett var af stað þegar RÚV var ohf-að; það er að hús og lóð myndi ganga uppí lífeyrisskuldbindingar. Allt var þetta á þeim grunni og allir meðvitaðir um hvað þetta þýddi. En, svo hafa þeir verið að safna skuldum, greiða ekki af lífeyrisskuldbindingum og ætlast til þess að skattgreiðendur komi með aukið fjármagn inn í ohf-ið.“ Vigdís segir nú komin fram sú krafa frá forsvarsmönnum RÚV ohf að útvarpsgjaldið lækki ekki á næsta ári. „Sem þeir þó hafa vitað í tvö ár að stæði til, samkvæmt lögum. Og þeir hafa ekkert trimmað niður reksturinn heldur taka mjög léttvægt á rekstrarvandanum og fara svo fram á að skattgreiðendur leggi enn frekara fjármagn til rekstursins, en eru þó að fá hæsta framlag í sögu sinni samkvæmt fjárlögum 2015. Þar sem við erum að skila öllu útvarpsgjaldinu til RÚV og skerðum það ekki eins og gert var í tíð síðustu ríkisstjórnar.“RÚV eignaumsýslufyrirtæki ríkiseignaEn, nú er vísað til fjáraukalaga ársins 2015, þá varðandi fyrirvara og þú ert formaður fjárlagnefndar. Ættir þú ekki að vera upplýst og meðvituð um málið? „Jú, raunverulega. Þess vegna er mikilvægt að fá að vita hvort fjármálaráðherra sé meðvitaður um þetta? Ekki er hægt að panta eitthvað svona út í loftið inní fjáraukalög. Ég vissi ekki af þessu fyrr en nú, að þetta væri með þessum hætti. Þetta er afar einkennilegt að RÚV sé orðið eignaumsýslufyrirtæki ríkiseigna. Það nær ekki nokkurri átt. Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu máli. Þetta er fullkomið valdaframsal ef fjármálaráðuneytið hefur falið RÚV að fara fram með þessum hætti, og þar með jafnmikil valdbeiting að fara inná valdsvið fjármálaráðuneytisins,“ segir Vigdís. Tengdar fréttir Sukk og svínarí ríkisfyrirtækja í skálkaskjóli ohf-unar Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlagnefndar vill að snúið verði af braut ohf-unar ríkisfyrirtækja; segir ríkið ekki geta sinnt eftirlitshlutverki sínu og stjórnendur hagi sér ósæmilega. 12. mars 2015 10:50 Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegast að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir ekki koma til greina að RÚV ohf selji eitthvað sem það ekki á. „Í fyrsta lagi verður fjármálaráðherra að svara fyrir það hvort hann hafi gefið „go“ á þetta. En eins og þetta lítur út fyrir mér þá eru almennar reglur þær að ekki er hægt að selja það sem maður ekki á. Þetta er ansi bratt af RÚV ohf. að slá eignarhaldi sínu á þetta með þessum hætti.“Hver á eiginlega lóðina?RÚV ohf. auglýsti nýverið byggingarétt á lóðinni við Efstaleiti til sölu. Sala þessi er skilgreind sem liður í endurfjármögnun fjölmiðilsins en reyndar er málum blandið hver eigandi lóðarinnar er. Samkvæmt fasteignamati ríkisins er Ríkisútvarpið skráð fyrir eigninni á lóðinni, en Reykjarvíkurborg á lóðina. Samkvæmt skipulagsfulltrúa Reykjavíkurborgar á ríkið reyndar lóðina, en ekki Reykjavík – sem þó er aðili málsins; með því að efna, í samstarfi við RÚV, til samkeppni um skipulag á svæðinu. Borghildur Sturludóttir hjá borginni segir Reykjavíkurborg eignast hluta byggingaréttar með þessu, Orkuveitan þarf jafnframt að hafa aðkomu að málinu vegna fráveituröra sem eru þarna undir. Og fyrir liggur að það þarf að breyta aðalskipulagi. Nánari eftirgrennslan Vísis leiddi svo í ljós að samkvæmt fasteignamati er RÚV ohf eigandi lóðarinnar að öllu leyti, en ekki hluta. En, það sem miða verður við hlýtur að vera þessi klásúla í sölulýsingu: „Sem fyrr er getið er hluti lóðarréttindanna, þ.e. 6.000 fm. lóðarhluti á norðanverðri lóðinni, talinn vera í eigu ríkissjóðs. Ráðgert er, að óbreyttu, að í fjáraukalögum fyrir árið 2015 fáist heimild til að selja þann hluta lóðarréttindanna sem er ekki í eigu RÚV og á því verði sem ræðst af söluferli þessu. Fáist ekki slík lagaheimild í fjáraukalögum ársins 2015 skal samningurinn takmarkast við þau lóðarréttindi sem tilheyra RÚV ...“ Við þetta vakna ýmsar spurningar; hvort eðlilegt sé að selja byggingarétt sem ekki er fyrir hendi, en lóðin er skilgreind sem viðskipta- og þjónustulóð? Er eðlilegt að selja byggingarétt áður en frá slíku hefur verið gengið í aðalskipulagi? Og, er eðlilegt að málið sé ekki komið á borð formanns fjárlaganefndar? Vigdís segist hafa verið að frétta af þessu núna og hún furðar sig á þessu verklagi.Rekstrarvandinn talinn léttvægur „Á sínum tíma fengu þeir lóð og svo húsið. Og samið var um lífeyrisskuldbindingar á nákvæmlega þeim grunni,“ segir formaður fjárlagnefndar. Og heldur áfram: „En, nú ætla þeir að selja án þess að greiða upp þær skuldir. Það er þá búið að víkja af leið, rof í það ferli sem sett var af stað þegar RÚV var ohf-að; það er að hús og lóð myndi ganga uppí lífeyrisskuldbindingar. Allt var þetta á þeim grunni og allir meðvitaðir um hvað þetta þýddi. En, svo hafa þeir verið að safna skuldum, greiða ekki af lífeyrisskuldbindingum og ætlast til þess að skattgreiðendur komi með aukið fjármagn inn í ohf-ið.“ Vigdís segir nú komin fram sú krafa frá forsvarsmönnum RÚV ohf að útvarpsgjaldið lækki ekki á næsta ári. „Sem þeir þó hafa vitað í tvö ár að stæði til, samkvæmt lögum. Og þeir hafa ekkert trimmað niður reksturinn heldur taka mjög léttvægt á rekstrarvandanum og fara svo fram á að skattgreiðendur leggi enn frekara fjármagn til rekstursins, en eru þó að fá hæsta framlag í sögu sinni samkvæmt fjárlögum 2015. Þar sem við erum að skila öllu útvarpsgjaldinu til RÚV og skerðum það ekki eins og gert var í tíð síðustu ríkisstjórnar.“RÚV eignaumsýslufyrirtæki ríkiseignaEn, nú er vísað til fjáraukalaga ársins 2015, þá varðandi fyrirvara og þú ert formaður fjárlagnefndar. Ættir þú ekki að vera upplýst og meðvituð um málið? „Jú, raunverulega. Þess vegna er mikilvægt að fá að vita hvort fjármálaráðherra sé meðvitaður um þetta? Ekki er hægt að panta eitthvað svona út í loftið inní fjáraukalög. Ég vissi ekki af þessu fyrr en nú, að þetta væri með þessum hætti. Þetta er afar einkennilegt að RÚV sé orðið eignaumsýslufyrirtæki ríkiseigna. Það nær ekki nokkurri átt. Það verður fróðlegt að fylgjast með þessu máli. Þetta er fullkomið valdaframsal ef fjármálaráðuneytið hefur falið RÚV að fara fram með þessum hætti, og þar með jafnmikil valdbeiting að fara inná valdsvið fjármálaráðuneytisins,“ segir Vigdís.
Tengdar fréttir Sukk og svínarí ríkisfyrirtækja í skálkaskjóli ohf-unar Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlagnefndar vill að snúið verði af braut ohf-unar ríkisfyrirtækja; segir ríkið ekki geta sinnt eftirlitshlutverki sínu og stjórnendur hagi sér ósæmilega. 12. mars 2015 10:50 Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegast að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Sukk og svínarí ríkisfyrirtækja í skálkaskjóli ohf-unar Vigdís Hauksdóttir formaður fjárlagnefndar vill að snúið verði af braut ohf-unar ríkisfyrirtækja; segir ríkið ekki geta sinnt eftirlitshlutverki sínu og stjórnendur hagi sér ósæmilega. 12. mars 2015 10:50
Vigdís mun krefjast aukins niðurskurðar á RÚV Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, hefur kallað yfirstjórn Ríkisútvarpsins ohf á sinn fund vegna grafalvarlegrar stöðu stofnunarinnar, sem er yfirskuldsett. 2. október 2014 11:36