Hrútar frumsýnd á Íslandi í kvöld Linda Blöndal skrifar 25. maí 2015 19:30 Verðlaunamyndin Hrútar verður frumsýnd hér á landi norður í Reykjadal í kvöld. Stöð tvö hitti sigurreifa menn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Íslandsfrumsýningin í kvöldAðstandendur myndarinnar eru nýlentir á Íslandi eftir mikla sigurför á kvikmyndahátíðinni í Cannes og leiðin leið beint norður með flugi á staðinn þar sem myndin er tekin upp og þar verður Íslandsfrumsýningin. Myndin fékk eins og kunnugt er um helgina Un Certain Regard verðlaunin fyrir unga og upprennandi leikstjóra, sem eru með Gullpálmanum önnur aðalverðlaun hátíðarinnar. Þetta er í fyrsta sinn í 68 ára sögu keppninnar sem íslensk kvikmynd í fullri lengd vinnur til verðlauna í Cannes en vonir standa þó helst til að Íslendingum falli hún ekki síður vel.Við hæfi að sýna sveitinum fyrstSigurður Sigurjónsson leikari sagði þegar hann beið eftir flugi á Reykjavíkurflugvelli í dag það það væri við hæfi að frumsýna fyrir norðan. „Já, það er algjörlega við hæfi að frumsýna þetta fyrir sveitunga okkar og þá sem að störfuðu með okkur við myndina og hrútana og kindurnar í sveitinni. Þar eigum við að byrja", sagði hann við stöð tvö sem hitti kvikmyndagerðarmennina á vellinum. En hvar verður hvíta tjaldið í sveitinni? Grímur Hákonarsson, leikstjóri sagði ágætan sal til reiðu. „Þetta verður sýnt í kvikmyndahúsi á Laugum. Ég hef að vísu aldrei komið þangað en þetta er víst hundrað manna salur og það mæta allir sveitungar þarna sem voru að vinna í myndinni. „Leik núna á mínum heimavelli"Aðspurðir hvernig væri að koma úr stjörnurykinu í Cannes og beint norður sögðu Grímur og Sigurjón það takast ágætlega að koma sér aftur niður á jörðina. „Með fullri virðingu fyrir Cannes þá kann ég afskaplega vel við það. Nú er ég að leika á mínum heimavelli fyrir mitt fólk. Þannig að ég kann því vel", sagði Sigurjón og benti á látlausan klæðnað sinn. Gott að hvíla sig á stjörnulífinu„Það verður gott að hvíla sig aðeins á hvítvíninu en þetta er búið að vera algjört ævintýri þarna úti en við erum aðeins búnir að klæða okkur niður á við, erum við hæfi hér og nú. En þetta er búið að vera frábært og frábærar viðtökur. En myndin er fyrst og fremst fyrir Íslendinga og það sem við viljum helst af öllu er að fólk fari á hana", sagði Grímur. Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Sjá meira
Verðlaunamyndin Hrútar verður frumsýnd hér á landi norður í Reykjadal í kvöld. Stöð tvö hitti sigurreifa menn á Reykjavíkurflugvelli í dag. Íslandsfrumsýningin í kvöldAðstandendur myndarinnar eru nýlentir á Íslandi eftir mikla sigurför á kvikmyndahátíðinni í Cannes og leiðin leið beint norður með flugi á staðinn þar sem myndin er tekin upp og þar verður Íslandsfrumsýningin. Myndin fékk eins og kunnugt er um helgina Un Certain Regard verðlaunin fyrir unga og upprennandi leikstjóra, sem eru með Gullpálmanum önnur aðalverðlaun hátíðarinnar. Þetta er í fyrsta sinn í 68 ára sögu keppninnar sem íslensk kvikmynd í fullri lengd vinnur til verðlauna í Cannes en vonir standa þó helst til að Íslendingum falli hún ekki síður vel.Við hæfi að sýna sveitinum fyrstSigurður Sigurjónsson leikari sagði þegar hann beið eftir flugi á Reykjavíkurflugvelli í dag það það væri við hæfi að frumsýna fyrir norðan. „Já, það er algjörlega við hæfi að frumsýna þetta fyrir sveitunga okkar og þá sem að störfuðu með okkur við myndina og hrútana og kindurnar í sveitinni. Þar eigum við að byrja", sagði hann við stöð tvö sem hitti kvikmyndagerðarmennina á vellinum. En hvar verður hvíta tjaldið í sveitinni? Grímur Hákonarsson, leikstjóri sagði ágætan sal til reiðu. „Þetta verður sýnt í kvikmyndahúsi á Laugum. Ég hef að vísu aldrei komið þangað en þetta er víst hundrað manna salur og það mæta allir sveitungar þarna sem voru að vinna í myndinni. „Leik núna á mínum heimavelli"Aðspurðir hvernig væri að koma úr stjörnurykinu í Cannes og beint norður sögðu Grímur og Sigurjón það takast ágætlega að koma sér aftur niður á jörðina. „Með fullri virðingu fyrir Cannes þá kann ég afskaplega vel við það. Nú er ég að leika á mínum heimavelli fyrir mitt fólk. Þannig að ég kann því vel", sagði Sigurjón og benti á látlausan klæðnað sinn. Gott að hvíla sig á stjörnulífinu„Það verður gott að hvíla sig aðeins á hvítvíninu en þetta er búið að vera algjört ævintýri þarna úti en við erum aðeins búnir að klæða okkur niður á við, erum við hæfi hér og nú. En þetta er búið að vera frábært og frábærar viðtökur. En myndin er fyrst og fremst fyrir Íslendinga og það sem við viljum helst af öllu er að fólk fari á hana", sagði Grímur.
Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Innlent Fleiri fréttir Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Sjá meira