Nokkur fjöldi fólks var kominn til að taka á móti nýju þjóðhetjunni sem vann Eurovision í Vínarborg í gærkvöldi.
Måns söng sigurlagið Heroes án undirleiks, en þó með aðstoð bakraddasöngvara, við mikla lukku gesta.
Måns var spurður hvort hann hefði áhuga á að stýra keppninni að ári. „Auðvitað myndi ég vilja það. Það væri mikill heiður ef ég fengi verkefnið,“ sagði Måns í samtali við sænska fjölmiðla.
Þetta var í sjötta sinn sem Svíar vinna Eurovision. Sjá má myndband af Måns á Arlanda að neðan.
Posted by SVT on Sunday, 24 May 2015