Umgengni við veiðistaði á Elliðavatni oft hrikalega léleg Karl Lúðvíksson skrifar 23. maí 2015 13:25 GIrnisflækja við Helluvatn Mynd: Eiður Kristjánsson Veiðimenn eru upp til fyrirmyndar hvað varðar umgengni við ár og vötn en því miður eru einhverjir sem hafa ekki tileinkað sér góða umgengni við veiðistaði. Þetta er ákaflega misjafnt eftir veiðistöðum í vatninu en verst er umgengnin þó við Riðhól/Bleikjutanga þar sem oft liggja bjórdósir og plastflöskur á dreif og víða sést í rusl sem hefur verið troðið í holur. Á Þingnesi er þetta oft ekkert skárra og sama má segja um Helluvatn en þar á bílastæðinu hafa reglulega fundist sprautunálar sem setur menn og málleysingja í hættu. Girnisflækur liggja oft við bakkana, sígarettustubbar á víð og dreif ásamt öðru drasli sem unnendur svæðisins vilja ekki sjá við þessa fallegu staði. Í fyrra tóku nokkrir veiðimenn og veiðikonur sig til og týndu upp rusl við bakkana og miðað við það sóðaskap sem sést við vatnið núna er líklega ekki vanþörf á því að hvetja veiðimenn til að taka smá labb við sinn uppáhaldsveiðistað með plastpoka að vopni og týna upp rusl sem þar má finna. Á sama tíma verðum við að hvetja veiðimenn til að sýna landi og veiðisvæðum tilheyrandi virðingu með því að ganga betur um veiðistaðina okkar. Stangveiði Mest lesið Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Leirvogsá komin aftur til SVFR Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði 4 laxar á land við opnun Grímsár Veiði Nýr 10 ára samningur um Breiðdalsá Veiði Fjórtán laxar á Jöklusvæðinu Veiði Hópur kvenna heldur til Eistlands á skotveiðar Veiði Góð veiði í Steinsmýrarvötnum Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði
Veiðimenn eru upp til fyrirmyndar hvað varðar umgengni við ár og vötn en því miður eru einhverjir sem hafa ekki tileinkað sér góða umgengni við veiðistaði. Þetta er ákaflega misjafnt eftir veiðistöðum í vatninu en verst er umgengnin þó við Riðhól/Bleikjutanga þar sem oft liggja bjórdósir og plastflöskur á dreif og víða sést í rusl sem hefur verið troðið í holur. Á Þingnesi er þetta oft ekkert skárra og sama má segja um Helluvatn en þar á bílastæðinu hafa reglulega fundist sprautunálar sem setur menn og málleysingja í hættu. Girnisflækur liggja oft við bakkana, sígarettustubbar á víð og dreif ásamt öðru drasli sem unnendur svæðisins vilja ekki sjá við þessa fallegu staði. Í fyrra tóku nokkrir veiðimenn og veiðikonur sig til og týndu upp rusl við bakkana og miðað við það sóðaskap sem sést við vatnið núna er líklega ekki vanþörf á því að hvetja veiðimenn til að taka smá labb við sinn uppáhaldsveiðistað með plastpoka að vopni og týna upp rusl sem þar má finna. Á sama tíma verðum við að hvetja veiðimenn til að sýna landi og veiðisvæðum tilheyrandi virðingu með því að ganga betur um veiðistaðina okkar.
Stangveiði Mest lesið Ísbjörn tekur háf, stöng og fisk af veiðimanni! Veiði Leirvogsá komin aftur til SVFR Veiði Veiðiflugur með hnýtingarnámskeið í janúar Veiði 4 laxar á land við opnun Grímsár Veiði Nýr 10 ára samningur um Breiðdalsá Veiði Fjórtán laxar á Jöklusvæðinu Veiði Hópur kvenna heldur til Eistlands á skotveiðar Veiði Góð veiði í Steinsmýrarvötnum Veiði Veiðivötn komin í 18.415 fiska Veiði Lokatölur að koma úr flestum ánum Veiði