María um flutninginn: „Mikið stress í gangi“ Bjarki Ármannsson skrifar 22. maí 2015 14:55 „Ég er náttúrulega ekki sátt með að hafa ekki farið áfram,“ segir María Ólafsdóttir, fulltrúi okkar Íslendinga í Eurovision-söngvakeppninni í ár. María, sem söng lagið Unbroken, var ekki meðal þeirra tíu flytjenda sem komust áfram úr hennar riðli í gærkvöldi. „Ég gerði mitt besta á þessum þremur mínútum,“ sagði María þegar Davíð Lúther hjá Silent náði af henni tali í dag. „Auðvitað var mikið stress í gangi, sem kemur alltaf niður á flutningnum. En ég reyndi samt að gera mitt besta.“Sjá einnig: Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Ólafs María segir flutning lagsins í beinni í gærkvöldi hafa verið næstbesta rennslið á laginu sem hópurinn náði, á eftir æfingunni fyrr um daginn. Hún segist hafa verið mjög meðvituð um það á meðan hún flutti lagið hve margir væru að horfa. „Ég reyndi að einbeita mér bara að myndavélunum en það er samt svo mikill hávaði í áhorfendunum að maður stuðast smá við það,“ segir hún. „En þetta var samt ótrúlega gaman og ég myndi taka þátt aftur ef ég fengi tækifæri til þess.“Sjá einnig: Eurovision-teymið ekki á leið heim strax „Við ætlum bara að nýta daginn, skoða okkur um og fara á keppnina á morgun,“ segir María, aðspurð um hvað taki nú við hjá Eurovision-hópnum þar til haldið er heim. Hún segist ætla að halda með ástralska laginu í lokakeppninni annað kvöld. „Ég fíla líka sænska lagið og svo dönsum við voða mikið með Ísraelanum þegar hann syngur,“ segir hún og hlær. „Þó svo það sé kannski ekki besti flutningurinn. Samt svona peppandi lag.“ María þakkar landsmönnum kærlega fyrir stuðninginn í viðtalinu, sem sjá má í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Íslendingar gera upp Eurovision: „Næst sendum við skeggjaða konu“ Samfélagsmiðlar loguðu á meðan á keppni stóð og langt fram á nótt. 22. maí 2015 09:45 „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22 Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Ólafs „Takk fyrir að vera frábær fulltrúi í þjóðaríþróttinni okkar.“ 22. maí 2015 13:24 María þurfti á vasaklút að halda eftir ræðu Valla Sport „Þú munt alltaf eiga risastóran stað í mínu hjarta.“ 21. maí 2015 23:14 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
„Ég er náttúrulega ekki sátt með að hafa ekki farið áfram,“ segir María Ólafsdóttir, fulltrúi okkar Íslendinga í Eurovision-söngvakeppninni í ár. María, sem söng lagið Unbroken, var ekki meðal þeirra tíu flytjenda sem komust áfram úr hennar riðli í gærkvöldi. „Ég gerði mitt besta á þessum þremur mínútum,“ sagði María þegar Davíð Lúther hjá Silent náði af henni tali í dag. „Auðvitað var mikið stress í gangi, sem kemur alltaf niður á flutningnum. En ég reyndi samt að gera mitt besta.“Sjá einnig: Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Ólafs María segir flutning lagsins í beinni í gærkvöldi hafa verið næstbesta rennslið á laginu sem hópurinn náði, á eftir æfingunni fyrr um daginn. Hún segist hafa verið mjög meðvituð um það á meðan hún flutti lagið hve margir væru að horfa. „Ég reyndi að einbeita mér bara að myndavélunum en það er samt svo mikill hávaði í áhorfendunum að maður stuðast smá við það,“ segir hún. „En þetta var samt ótrúlega gaman og ég myndi taka þátt aftur ef ég fengi tækifæri til þess.“Sjá einnig: Eurovision-teymið ekki á leið heim strax „Við ætlum bara að nýta daginn, skoða okkur um og fara á keppnina á morgun,“ segir María, aðspurð um hvað taki nú við hjá Eurovision-hópnum þar til haldið er heim. Hún segist ætla að halda með ástralska laginu í lokakeppninni annað kvöld. „Ég fíla líka sænska lagið og svo dönsum við voða mikið með Ísraelanum þegar hann syngur,“ segir hún og hlær. „Þó svo það sé kannski ekki besti flutningurinn. Samt svona peppandi lag.“ María þakkar landsmönnum kærlega fyrir stuðninginn í viðtalinu, sem sjá má í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Íslendingar gera upp Eurovision: „Næst sendum við skeggjaða konu“ Samfélagsmiðlar loguðu á meðan á keppni stóð og langt fram á nótt. 22. maí 2015 09:45 „Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22 Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Ólafs „Takk fyrir að vera frábær fulltrúi í þjóðaríþróttinni okkar.“ 22. maí 2015 13:24 María þurfti á vasaklút að halda eftir ræðu Valla Sport „Þú munt alltaf eiga risastóran stað í mínu hjarta.“ 21. maí 2015 23:14 Mest lesið Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Lífið Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Lífið Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Lífið Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Menning Allt um brjóstastækkun Simone Biles Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjá meira
Íslendingar gera upp Eurovision: „Næst sendum við skeggjaða konu“ Samfélagsmiðlar loguðu á meðan á keppni stóð og langt fram á nótt. 22. maí 2015 09:45
„Söng af mér rassgatið fyrir hönd Íslendinga“ María Ólafs segist ganga sátt frá Eurovision keppninni. 22. maí 2015 07:22
Stuðningskveðjum rignir yfir Maríu Ólafs „Takk fyrir að vera frábær fulltrúi í þjóðaríþróttinni okkar.“ 22. maí 2015 13:24
María þurfti á vasaklút að halda eftir ræðu Valla Sport „Þú munt alltaf eiga risastóran stað í mínu hjarta.“ 21. maí 2015 23:14