Lífið

Veðurskipið Líma og Iceland Airwaves á ferð um landið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frítt verður inn á alla tónleika.
Frítt verður inn á alla tónleika.
Veðurskipið Líma og Iceland Airwaves verða á ferð um landið 10. til 14. júní. Iceland Airwaves blæs til tónleika hringinn í kringum landið í júní. Ferðin ber yfirskriftina „Veðurskipið Líma“ og með í för verða Emmsjé Gauti, Agent Fresco, dj flugvél og geimskip. 

Auk þess munu sigurvegararnir úr Músíktilraunum Rythmatik koma fram sem sérstakir gestir í Bolungarvík. Frítt verður inn á alla tónleika og verða eftirtaldir staðir heimsóttir auk Bolungarvíkur:

Grenivík, Raufarhöfn, Breiðdalsvík og Reykjanesbær. Miðar á Iceland Airwaves verða gefnir heppnum tónleikagestum á hverjum stað. Tónleikarnir eru í samstarfi við Rás 2, Exton, Egils Appelsín og Hertz.

10. júní Bolungarvík – Félagsheimilið

11. júní Grenivík – Grenivíkurskóli

12. júní Raufarhöfn – Félagsheimilið Hnitbjörg

13. júní Breiðdalsvík – Frystihúsið

14. júní Reykjanesbær – Hljómahöllin






Fleiri fréttir

Sjá meira


×