Stórleikur sumarins í Kópavoginum í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júní 2015 06:00 Fanndís er komin með fimm mörk í fjórum leikjum í Pepsi-deildinni. vísir/ernir Stórleikur 5. umferðar Pepsi-deildar kvenna fer fram á Kópavogsvelli í kvöld þegar Breiðablik og Stjarnan mætast. Einu stigi munar á liðunum fyrir leikinn; Blikar verma toppsætið með tíu stig, jafnmörg og Þór/KA en með betri markatölu, en Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru í 3. sæti með níu stig. Þetta er annar leikur liðanna á fimm dögum en þau mættust einnig í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. Þar hafði Stjarnan betur í mjög jöfnum leik, 2-1. Þetta var þriðji sigur Stjörnunnar á Breiðabliki í röð en Garðbæingar unnu Blika einnig í úrslitaleik Lengjubikarsins og í Meistarakeppni KSÍ áður en Íslandsmótið hófst.Erum að nálgast þær „Hann leggst mjög vel í mig, maður er í þessu til að spila svona leiki,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið fyrir leikinn mikilvæga í kvöld. Fanndís, sem hefur skorað fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum Blika í deildinni, segir að liðið þurfi að halda mistökum í lágmarki gegn Íslandsmeisturum í kvöld og býst við svipuðum leik og á föstudaginn. „Það var mjög jafn baráttuleikur og það var mikið um tæklingar og peysutog og annað slíkt. Við settum svolítið á þær og mér fannst við hættulegri aðilinn,“ sagði Fanndís. „Við þurfum að passa markið okkar og ef við höldum hreinu er nóg að skora eitt,“ bætti hún við en Breiðablik hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í deildinni, líkt og Stjarnan. Breiðablik lenti í 2. sæti í Pepsi-deildinni í fyrra, átta stigum á eftir meisturum Stjörnunnar. Fanndísi finnst Blikakonur sífellt vera að nálgast Garðbæinga sem hafa unnið þrjá Íslandsmeistaratitla á síðustu fjórum árum. „Já, miklu nær. Við vorum ekkert langt frá þeim í fyrra og þetta er alltaf að jafnast,“ sagði Fanndís er nokkuð sátt með stigasöfnun Blika til þessa þótt hún hefði viljað ná í öll stigin þrjú gegn KR en leikur liðanna í 3. umferðinni endaði með jafntefli.Ásgerður hefur lyft Íslandsbikarnum sem fyrirliði Stjörnunnar síðustu tvö ár.vísir/daníelVið erum á pari „Þetta er klárlega stærsti leikur sumarins, allavega enn sem komið er,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún býst við hörkuleik í kvöld líkt og Fanndís: „Þótt við séum búnar að vinna þær þrívegis með skömmu millibili hafa þetta allt verið hörkuleikir. Ég held að þetta verði svipaður leikur og á föstudaginn þar sem það var mikið um tæklingar og læti. Ég vona bara að Garðar vinur minn mæti aftur,“ sagði Ásgerður í léttum dúr. Henni verður þó ekki að ósk sinni því Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leikinn. Stjarnan er sem áður sagði búin að ná í níu stig í deildinni. Meistararnir byrjuðu á því að vinna KR og Fylki en töpuðu svo 1-2 fyrir Selfossi í 3. umferð. Það var fyrsta tap Stjörnunnar síðan í 1. umferðinni 2014, þegar liðið tapaði einmitt fyrir Breiðabliki. Stjörnukonur svöruðu svo fyrir tapið með öruggum 4-0 sigri á Val í síðustu umferð. „Við erum á pari. Það er aldrei gaman að tapa og sérstaklega ekki á heimavelli. En ég held að öll lið hafi gott af því að tapa og það þarf að kunna það eins og að vinna,“ sagði Ásgerður og bætti því við Stjörnukonur hefðu hvorki hugsað né talað mikið um þessa taplausu hrinu. Fyrirliðinn fékk nasaþefinn af atvinnumennsku í vetur þegar hún spilaði um þriggja mánaða skeið með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni. Hún segir dvölina hafa verið góða reynslu og jafnframt að munurinn á íslensku deildinni og þeirri sænsku sé mikill. „Það er miklu meiri munur á deildunum en ég bjóst við og við hérna heima höldum. Ég æfði eins og atvinnumaður þarna úti og það var helsti munurinn, að geta alltaf æft klukkan þrjú á daginn,“ sagði Ásgerður en stefnir hún aftur út í atvinnumennsku? „Ég veit það ekki alveg, ég hugsa bara um Stjörnuna núna. Ef ég hefði verið 21 árs hefði ég örugglega ekki komið heim en maður þarf að pæla í fleiri hlutum,“ sagði Ásgerður að lokum. Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi. Þá verður einnig hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Bikarmeistararnir mæta norðanstúlkum | Selfoss og ÍBV mætast í Suðurlandsskjálfta Dregið var í 8-liða úrslit Borgunarbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag. 8. júní 2015 12:18 Sjáðu þrumufleyg Hörpu sem skaut Stjörnunni í 8-liða úrslit Stjarnan sló Breiðablik út úr 16-liða úrslitum Borgunarbikars-kvenna með 2-1 sigri í leik liðanna á Samsung-vellinum í Garðabæ í gærkvöldi. Liðunum er báðum spáð mikilli velgengni á tímabilinu. 6. júní 2015 11:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 2-1 | Bikarmeistararnir verða í pottinum þgar dregið verður Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari í miklum baráttuleik. 5. júní 2015 14:53 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Sjá meira
Stórleikur 5. umferðar Pepsi-deildar kvenna fer fram á Kópavogsvelli í kvöld þegar Breiðablik og Stjarnan mætast. Einu stigi munar á liðunum fyrir leikinn; Blikar verma toppsætið með tíu stig, jafnmörg og Þór/KA en með betri markatölu, en Íslandsmeistarar Stjörnunnar eru í 3. sæti með níu stig. Þetta er annar leikur liðanna á fimm dögum en þau mættust einnig í 16 liða úrslitum Borgunarbikarsins á föstudaginn. Þar hafði Stjarnan betur í mjög jöfnum leik, 2-1. Þetta var þriðji sigur Stjörnunnar á Breiðabliki í röð en Garðbæingar unnu Blika einnig í úrslitaleik Lengjubikarsins og í Meistarakeppni KSÍ áður en Íslandsmótið hófst.Erum að nálgast þær „Hann leggst mjög vel í mig, maður er í þessu til að spila svona leiki,“ sagði Fanndís Friðriksdóttir, leikmaður Breiðabliks, þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið fyrir leikinn mikilvæga í kvöld. Fanndís, sem hefur skorað fimm mörk í fyrstu fjórum leikjum Blika í deildinni, segir að liðið þurfi að halda mistökum í lágmarki gegn Íslandsmeisturum í kvöld og býst við svipuðum leik og á föstudaginn. „Það var mjög jafn baráttuleikur og það var mikið um tæklingar og peysutog og annað slíkt. Við settum svolítið á þær og mér fannst við hættulegri aðilinn,“ sagði Fanndís. „Við þurfum að passa markið okkar og ef við höldum hreinu er nóg að skora eitt,“ bætti hún við en Breiðablik hefur aðeins fengið á sig tvö mörk í deildinni, líkt og Stjarnan. Breiðablik lenti í 2. sæti í Pepsi-deildinni í fyrra, átta stigum á eftir meisturum Stjörnunnar. Fanndísi finnst Blikakonur sífellt vera að nálgast Garðbæinga sem hafa unnið þrjá Íslandsmeistaratitla á síðustu fjórum árum. „Já, miklu nær. Við vorum ekkert langt frá þeim í fyrra og þetta er alltaf að jafnast,“ sagði Fanndís er nokkuð sátt með stigasöfnun Blika til þessa þótt hún hefði viljað ná í öll stigin þrjú gegn KR en leikur liðanna í 3. umferðinni endaði með jafntefli.Ásgerður hefur lyft Íslandsbikarnum sem fyrirliði Stjörnunnar síðustu tvö ár.vísir/daníelVið erum á pari „Þetta er klárlega stærsti leikur sumarins, allavega enn sem komið er,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, í samtali við Fréttablaðið í gær. Hún býst við hörkuleik í kvöld líkt og Fanndís: „Þótt við séum búnar að vinna þær þrívegis með skömmu millibili hafa þetta allt verið hörkuleikir. Ég held að þetta verði svipaður leikur og á föstudaginn þar sem það var mikið um tæklingar og læti. Ég vona bara að Garðar vinur minn mæti aftur,“ sagði Ásgerður í léttum dúr. Henni verður þó ekki að ósk sinni því Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leikinn. Stjarnan er sem áður sagði búin að ná í níu stig í deildinni. Meistararnir byrjuðu á því að vinna KR og Fylki en töpuðu svo 1-2 fyrir Selfossi í 3. umferð. Það var fyrsta tap Stjörnunnar síðan í 1. umferðinni 2014, þegar liðið tapaði einmitt fyrir Breiðabliki. Stjörnukonur svöruðu svo fyrir tapið með öruggum 4-0 sigri á Val í síðustu umferð. „Við erum á pari. Það er aldrei gaman að tapa og sérstaklega ekki á heimavelli. En ég held að öll lið hafi gott af því að tapa og það þarf að kunna það eins og að vinna,“ sagði Ásgerður og bætti því við Stjörnukonur hefðu hvorki hugsað né talað mikið um þessa taplausu hrinu. Fyrirliðinn fékk nasaþefinn af atvinnumennsku í vetur þegar hún spilaði um þriggja mánaða skeið með Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni. Hún segir dvölina hafa verið góða reynslu og jafnframt að munurinn á íslensku deildinni og þeirri sænsku sé mikill. „Það er miklu meiri munur á deildunum en ég bjóst við og við hérna heima höldum. Ég æfði eins og atvinnumaður þarna úti og það var helsti munurinn, að geta alltaf æft klukkan þrjú á daginn,“ sagði Ásgerður en stefnir hún aftur út í atvinnumennsku? „Ég veit það ekki alveg, ég hugsa bara um Stjörnuna núna. Ef ég hefði verið 21 árs hefði ég örugglega ekki komið heim en maður þarf að pæla í fleiri hlutum,“ sagði Ásgerður að lokum. Leikur Breiðabliks og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Vísi. Þá verður einnig hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Bikarmeistararnir mæta norðanstúlkum | Selfoss og ÍBV mætast í Suðurlandsskjálfta Dregið var í 8-liða úrslit Borgunarbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag. 8. júní 2015 12:18 Sjáðu þrumufleyg Hörpu sem skaut Stjörnunni í 8-liða úrslit Stjarnan sló Breiðablik út úr 16-liða úrslitum Borgunarbikars-kvenna með 2-1 sigri í leik liðanna á Samsung-vellinum í Garðabæ í gærkvöldi. Liðunum er báðum spáð mikilli velgengni á tímabilinu. 6. júní 2015 11:00 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 2-1 | Bikarmeistararnir verða í pottinum þgar dregið verður Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari í miklum baráttuleik. 5. júní 2015 14:53 Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Körfubolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Sjá meira
Bikarmeistararnir mæta norðanstúlkum | Selfoss og ÍBV mætast í Suðurlandsskjálfta Dregið var í 8-liða úrslit Borgunarbikars kvenna í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag. 8. júní 2015 12:18
Sjáðu þrumufleyg Hörpu sem skaut Stjörnunni í 8-liða úrslit Stjarnan sló Breiðablik út úr 16-liða úrslitum Borgunarbikars-kvenna með 2-1 sigri í leik liðanna á Samsung-vellinum í Garðabæ í gærkvöldi. Liðunum er báðum spáð mikilli velgengni á tímabilinu. 6. júní 2015 11:00
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 2-1 | Bikarmeistararnir verða í pottinum þgar dregið verður Stjarnan stóð uppi sem sigurvegari í miklum baráttuleik. 5. júní 2015 14:53
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn