Skortur á pólitískri samstöðu kom í veg fyrir sættir í landsdómsmálinu Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 6. júní 2015 19:30 Vilji var til þess hjá bæði íslenskum stjórnvöldum og Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að leita sátta um landsdómsmálið og fella þannig niður kæru hans til Mannréttindadómstóls Evrópu. Skortur á pólitískri samstöðu kom í veg fyrir að sáttaumleitanir bæru árangur. Geir H. Haarde kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu þann 21. október 2012 þar sem hann taldi ríkið meðal annars hafa brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. Vísaði hann í kærunni til dæma um stórlega aðfinnsluverð vinnubrögð Alþingis, saksóknara þess og Landsdóms. Mannréttindadómstóllinn óskaði þann 26. nóvember 2013 eftir afstöðu íslenskra stjórnvalda til kærunnar og sex spurningar lagðar fram. Í svari íslenskra stjórnvalda, sem fréttastofa hefur undir höndum, er gerð krafa um að öllum kæruatriðum verði vísað frá dómi eða þeim hafnað, þar sem ekki hefði verið brotið gegn mannréttindum Geirs. Málið var tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálftæðisflokks þann 7. apríl í fyrra. Í minnisblaði ríkisstjórnarinnar um málið kemur fram að vilji var til þess hjá báðum aðilum, bæði Geir og íslenskum stjórnvöldum, að leita sátta um málið. Þá segir í minnisblaði ríkisstjórnarinnar: „Í erindi dómstólsins er þess einnig farið á leit að stjórnvöld lýsi viðhorfi sínu til að ljúka málinu með sátt við kæranda. Af hálfu stjórnvalda og kæranda hefur áhersla verið lögð á að um slíka sátt myndi þurfa að ríkja breið pólitísk samstaða. Sáttaumleitanir á þeim forsendum hafa hins vegar ekki borið árangur.“ Ekki var því pólitísk samstaða um að leita sátta í málinu og fella þannig niður kæru Geirs til Mannréttindadómstólsins. Dómstóllinn hefur ekki tekið ákvörðun um að taka málið til efnismeðferðar en samkvæmt upplýsingum frá dómstólnum er niðurstöðu að vænta á næstu mánuðum. Landsdómur Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
Vilji var til þess hjá bæði íslenskum stjórnvöldum og Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, að leita sátta um landsdómsmálið og fella þannig niður kæru hans til Mannréttindadómstóls Evrópu. Skortur á pólitískri samstöðu kom í veg fyrir að sáttaumleitanir bæru árangur. Geir H. Haarde kærði íslenska ríkið til Mannréttindadómstóls Evrópu þann 21. október 2012 þar sem hann taldi ríkið meðal annars hafa brotið gegn ákvæðum Mannréttindasáttmála Evrópu er lúta að réttlátri málsmeðferð fyrir dómi. Vísaði hann í kærunni til dæma um stórlega aðfinnsluverð vinnubrögð Alþingis, saksóknara þess og Landsdóms. Mannréttindadómstóllinn óskaði þann 26. nóvember 2013 eftir afstöðu íslenskra stjórnvalda til kærunnar og sex spurningar lagðar fram. Í svari íslenskra stjórnvalda, sem fréttastofa hefur undir höndum, er gerð krafa um að öllum kæruatriðum verði vísað frá dómi eða þeim hafnað, þar sem ekki hefði verið brotið gegn mannréttindum Geirs. Málið var tekið fyrir á ríkisstjórnarfundi ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálftæðisflokks þann 7. apríl í fyrra. Í minnisblaði ríkisstjórnarinnar um málið kemur fram að vilji var til þess hjá báðum aðilum, bæði Geir og íslenskum stjórnvöldum, að leita sátta um málið. Þá segir í minnisblaði ríkisstjórnarinnar: „Í erindi dómstólsins er þess einnig farið á leit að stjórnvöld lýsi viðhorfi sínu til að ljúka málinu með sátt við kæranda. Af hálfu stjórnvalda og kæranda hefur áhersla verið lögð á að um slíka sátt myndi þurfa að ríkja breið pólitísk samstaða. Sáttaumleitanir á þeim forsendum hafa hins vegar ekki borið árangur.“ Ekki var því pólitísk samstaða um að leita sátta í málinu og fella þannig niður kæru Geirs til Mannréttindadómstólsins. Dómstóllinn hefur ekki tekið ákvörðun um að taka málið til efnismeðferðar en samkvæmt upplýsingum frá dómstólnum er niðurstöðu að vænta á næstu mánuðum.
Landsdómur Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira