Tesla P85D gegn Porsche Panamera Finnur Thorlacius skrifar 4. júní 2015 09:14 Bílablaðamönnum Auto Express lék forvitni á að vita hvort Porsche Panamera Turbo S stæði uppí hárinu á Tesla Model S P85D, sem er með 691 hestafla rafmótorum. Panamera bíllinn er „aðeins“ 562 hestöfl og skortir því ein 129 hestöfl á Tesluna, en báðir bílarnir eru fjórhjóladrifnir. Við prófanir á bílunum var kannað hver væri sneggri í 100 km hraða, 100 mílna hraða (161 km klst.) og hver þeirra þyrfti styttri hemlunarvegalengd eftir þann væna hraða. Það merkilega var að Porsche Panamera bílinn sló Teslunni við á öllum sviðum. Hann var 3,4 sekúndur í 100 km/klst en Teslan 3,6. Í 100 mílna hraða var Panameran 8,2 sekúndur en Teslan 9,2. Hemlunarvegalengd Panamera var 90,8 metrar en 98,1 hjá Teslunni. Þessar niðurstöður komu blaðamönnum hressilega á óvart miðað við þær tölur sem gefnar eru upp frá framleiðendum beggja bílanna, en raunveruleikinn er víst eini sannleikurinn eins og fyrri daginn. Porsche er reyndar þekkt fyrir hógværð þegar kemur að því að gefa upp árangurstölur og gjarnan eru bílar þeirra sneggri en framleiðandinn greinir frá. Það öfuga á reyndar oft við aðra framleiðendur og alltof oft er ógerningur að ná uppgefnum árangurstölum. Þarna kom því eðli Porsche hvað skýrast í ljós og þess njóta aðeins eigendur Porsche bíla. Myndskeið af einvígi bílanna má sjá hér að ofan. Bílar video Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent
Bílablaðamönnum Auto Express lék forvitni á að vita hvort Porsche Panamera Turbo S stæði uppí hárinu á Tesla Model S P85D, sem er með 691 hestafla rafmótorum. Panamera bíllinn er „aðeins“ 562 hestöfl og skortir því ein 129 hestöfl á Tesluna, en báðir bílarnir eru fjórhjóladrifnir. Við prófanir á bílunum var kannað hver væri sneggri í 100 km hraða, 100 mílna hraða (161 km klst.) og hver þeirra þyrfti styttri hemlunarvegalengd eftir þann væna hraða. Það merkilega var að Porsche Panamera bílinn sló Teslunni við á öllum sviðum. Hann var 3,4 sekúndur í 100 km/klst en Teslan 3,6. Í 100 mílna hraða var Panameran 8,2 sekúndur en Teslan 9,2. Hemlunarvegalengd Panamera var 90,8 metrar en 98,1 hjá Teslunni. Þessar niðurstöður komu blaðamönnum hressilega á óvart miðað við þær tölur sem gefnar eru upp frá framleiðendum beggja bílanna, en raunveruleikinn er víst eini sannleikurinn eins og fyrri daginn. Porsche er reyndar þekkt fyrir hógværð þegar kemur að því að gefa upp árangurstölur og gjarnan eru bílar þeirra sneggri en framleiðandinn greinir frá. Það öfuga á reyndar oft við aðra framleiðendur og alltof oft er ógerningur að ná uppgefnum árangurstölum. Þarna kom því eðli Porsche hvað skýrast í ljós og þess njóta aðeins eigendur Porsche bíla. Myndskeið af einvígi bílanna má sjá hér að ofan.
Bílar video Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Erlent