Um tvö hundruð milljónir manns horfðu á Eurovision keppnina í sjónvarpi. Það er um tveimur milljónum fleiri en árið 2014.
Eurovision-keppnin fór fram í Vín í Austurríki en þetta var í 60. skipti sem keppnin var haldin. María Ólafsdóttir tók lagið Unbroken fyrir hönd Íslendinga en hún komst ekki áfram upp úr undanúrslitakvöldinu.
Bein sjónvarpsútsending var í þrígang, þann 19., 21. og 23. maí. Alls horfði 197 milljónir á þessar þrjár útsendinga, sem eins og áður segir er tveimur milljónum fleiri en í fyrra.

