Lykilvitni í frelsissviptingarmáli veit lítið: Segist þó ekki óttast Skeljagrandabróður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2015 16:45 Kristján Markús Sívarsson í Héraðsdómi Reykjaness. vísir/vilhelm Félagi piltsins sem Kristján Markús Sívarsson og tveir 19 ára drengir eru ákærðir fyrir að ráðast á og svipta frelsi sínu í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd í ágúst í fyrra bar vitni í málinu í dag. Má segja að um lykilvitni sé að ræða þar sem maðurinn fór með piltinn í Vogana og var í húsinu þegar meint árás átti sér stað. Bar pilturinn fyrir dómi á föstudaginn að þessi félagi hans hefði ekki tekið þátt í ofbeldinu en þó séð hvað fram fór. Sagði pilturinn að hann hafi meðal annars fengið rafstuð í kynfæri, verið látinn drekka átta flöskur af smjörsýru og sleikja hundapiss og hráka af gólfinu á meðan á árásinni stóð.Ætluðu að fara í gleðskap í Vogunum Maðurinn sem kom með fórnarlambinu kvaðst fyrir dómi í dag muna að hafa farið með piltinum í Vogana. Hann mundi ekki klukkan hvað það hefði verið en að þeir hefðu tekið leigubíl. Aðspurður hvers vegna þeir fóru í Vogana sagði hann þá hafa ætlað að fara í gleðskap þar. Félaga hans hafi litist vel á það og þeir farið af stað. Hann kannaðist ekki við að Kristján hafi sagt honum að koma með fórnarlambið í Vogana í ákveðnum tilgangi. Þá var hann spurður að því hvað hafi gerst þegar þeir komu inn í húsið. Sagði maðurinn að hann hefði sest í stofuna og farið beint í tölvuna. Ekkert hafi komið fyrir piltinn sem Kristján á að hafa ráðist á í félagi við drengina tvo. Að minnsta kosti kvaðst maðurinn ekki vita til þess eða hafa séð neitt koma fyrir hann. Hann hafi til að mynda ekki séð Kristján kýla piltinn.„Ég er ekki sálfræðingur“ Hann sagði þó að hann hefði á einhverjum tímapunkti heyrt öskur og læti en hann hafi ekki vitað hver væri að kalla. Saksóknari í málinu spurði manninn í hvernig ástandi pilturinn hafi verið þegar þeir fóru. Sagði hann að þeir hefðu verið í svipuðu ástandi. Saksóknarinn spurði hann þá hvort að piltinum hafi liðið vel. „Ég er ekki sálfræðingur,“ svaraði maðurinn.Leita að þremur vitnum Var þá vitnað til lögregluskýrslu mannsins þar sem hann sagði piltinn hafa verið grátandi þegar þeir fóru. Kvaðst maðurinn ekki muna eftir því. Að lokum var hann spurður að því hvort hann óttaðist ákærðu í málinu. Svaraði hann því neitandi. Aðalmeðferð var í dag frestað um viku. Enn eiga þrjú vitni eftir að koma fyrir dóminn en erfiðlega hefur gengið að hafa upp á þeim. Er vonast til að þau finnist fyrir næsta mánudag svo ljúka megi vitnaleiðslum og í kjölfarið munnlegum málflutningi. Tengdar fréttir Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. 15. júní 2015 13:24 Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30 Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57 Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Félagi piltsins sem Kristján Markús Sívarsson og tveir 19 ára drengir eru ákærðir fyrir að ráðast á og svipta frelsi sínu í heimahúsi í Vogum á Vatnsleysuströnd í ágúst í fyrra bar vitni í málinu í dag. Má segja að um lykilvitni sé að ræða þar sem maðurinn fór með piltinn í Vogana og var í húsinu þegar meint árás átti sér stað. Bar pilturinn fyrir dómi á föstudaginn að þessi félagi hans hefði ekki tekið þátt í ofbeldinu en þó séð hvað fram fór. Sagði pilturinn að hann hafi meðal annars fengið rafstuð í kynfæri, verið látinn drekka átta flöskur af smjörsýru og sleikja hundapiss og hráka af gólfinu á meðan á árásinni stóð.Ætluðu að fara í gleðskap í Vogunum Maðurinn sem kom með fórnarlambinu kvaðst fyrir dómi í dag muna að hafa farið með piltinum í Vogana. Hann mundi ekki klukkan hvað það hefði verið en að þeir hefðu tekið leigubíl. Aðspurður hvers vegna þeir fóru í Vogana sagði hann þá hafa ætlað að fara í gleðskap þar. Félaga hans hafi litist vel á það og þeir farið af stað. Hann kannaðist ekki við að Kristján hafi sagt honum að koma með fórnarlambið í Vogana í ákveðnum tilgangi. Þá var hann spurður að því hvað hafi gerst þegar þeir komu inn í húsið. Sagði maðurinn að hann hefði sest í stofuna og farið beint í tölvuna. Ekkert hafi komið fyrir piltinn sem Kristján á að hafa ráðist á í félagi við drengina tvo. Að minnsta kosti kvaðst maðurinn ekki vita til þess eða hafa séð neitt koma fyrir hann. Hann hafi til að mynda ekki séð Kristján kýla piltinn.„Ég er ekki sálfræðingur“ Hann sagði þó að hann hefði á einhverjum tímapunkti heyrt öskur og læti en hann hafi ekki vitað hver væri að kalla. Saksóknari í málinu spurði manninn í hvernig ástandi pilturinn hafi verið þegar þeir fóru. Sagði hann að þeir hefðu verið í svipuðu ástandi. Saksóknarinn spurði hann þá hvort að piltinum hafi liðið vel. „Ég er ekki sálfræðingur,“ svaraði maðurinn.Leita að þremur vitnum Var þá vitnað til lögregluskýrslu mannsins þar sem hann sagði piltinn hafa verið grátandi þegar þeir fóru. Kvaðst maðurinn ekki muna eftir því. Að lokum var hann spurður að því hvort hann óttaðist ákærðu í málinu. Svaraði hann því neitandi. Aðalmeðferð var í dag frestað um viku. Enn eiga þrjú vitni eftir að koma fyrir dóminn en erfiðlega hefur gengið að hafa upp á þeim. Er vonast til að þau finnist fyrir næsta mánudag svo ljúka megi vitnaleiðslum og í kjölfarið munnlegum málflutningi.
Tengdar fréttir Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. 15. júní 2015 13:24 Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30 Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57 Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. 15. júní 2015 13:24
Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30
Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57
Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36