Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: Piltinum hótað lífláti ef hann segði frá Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. júní 2015 13:24 Kristján Markús Sívarsson vísir/vilhelm Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. Í einu málanna er Kristján ákærður ásamt Marteini Jóhannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðsson fyrir líkamsárás og frelsissviptingu á heimili fórnarlambsins Kópavogi í febrúar í fyrra. Þá er Kristján jafnframt ákærður ásamt tveimur 19 ára drengjum fyrir líkamsárás og frelsissviptingu gegn 18 ára pilti í húsnæði í Vogum á Vatnsleysuströnd í fyrra. Faðir Kristjáns, Sívar Bragason, kom fyrir dóminn í dag og kom þá fram að Sívar er með lögheimili í umræddu húsi þar sem meint árás átti sér stað.Sprautunálar á víð og dreif og mikið af smjörsýruLögreglumaður sem kom á vettvang í Vogunum og skrifaði frumskýrslu í málinu sagði mikla óreiðu og óþrifnað hafa verið í húsinu. Þá hafi sprautunálar verið víðs vegar um húsið auk þess sem lögreglan fann rafbyssu og haglabyssu. Þar að auki var mikið af smjörsýru í hylkjum á staðnum að sögn lögreglumannsins og blóðblettir hér og þar. Pilturinn sem kærði árásina hélt því meðal annars fram fyrir dómi á föstudaginn að hann hefði fengið rafstuð í kynfæri með þeim afleiðingum að hann pissaði á sig, hann hafi verið látinn sleikja frunsu á Kristjáni og drekka átta flöskur af smjörsýru.„Eins og maður sem er að sleppa úr höndum mannræningja”Bæði faðir piltsins og lögreglumennirnir sem tóku á móti honum þegar hann kom á lögreglustöðina eftir árásina voru sammála um að pilturinn hafi verið í miklu uppnámi. Faðir piltsins lýsti því að sonur hans hefði hringt í hann um hádegisbil og beðið hann um að koma að sækja sig. „Hann var bara í sjokki. Ef ég man rétt þá sagði hann “Þeir ætla að drepa mig.” [...] Ég bruna á Miklubrautina, rétt hjá Hagkaup, og þar er hann eins og maður sem er að sleppa úr höndum mannræningja; í rusli,” sagði pabbi piltsins. Hann sagði son sinn hafa lýst því sem hafði gerst; að hann hefi verið tekinn upp í bíl eftir miðnætti og keyrður í áttina til Keflavíkur. Þar hafi hann verið pyntur, sprautað í hann einhverjum óþverra og hann látinn drekka einhvern óþverra.Fór í meðferð til að forðast árásarmennina„Hann var þarna eitthvað skemmtiatriði og honum var hótað því að hann yrði drepinn ef hann myndi segja frá þessu. Hann var í miklu áfalli. [...] Hann þorði ekki út úr húsi í tvær vikur. [...] Hann var mjög óttasleginn og hræddur um að hótununum yrði framfylgt.” Fram hafði komið við skýrslutöku yfir piltinum að hann hefði farið í meðferð í kjölfar árásarinnar. Aðspurður um við hverju hann fór í meðferð sagði faðir hans það vera einkamál sonarins en sagði þó þetta: „Hann fór fyrst og fremst í meðferð af því hann óttaðist að vera á ferðinni, til að forðast það að þessir menn myndu geta náð í hann.”„Óð um eins og dýr í búri”Einn af lögreglumönnunum sem tók á móti piltinum og föður hans á lögreglustöðinni í Grafarholti sagði piltinn hafa verið í rosalegu uppnámi og varla viðræðuhæfan til skýrslutöku. Hann hafi grátið á milli þess sem það kom í slitrum hvað hefði komið fyrir. Aðspurður hvort að pilturinn hefði verið í miklu eða litlu uppnámi sagði lögreglumaðurinn: „Já, það er ekki oft sem maður sér fólk í svona uppnámi. Hann grét bara sáran, féll á hækjur sér og setti höfuðið í hendur sér og óð um eins og dýr í búri. [...] Það var augljóst að hann hafði orðið fyrir einhverju.” Tengdar fréttir Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30 Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57 Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36 Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Sjá meira
Fjöldi manns hefur komið og borið vitni í Héraðsdómi Reykjaness í morgun en þar fer fram aðalmeðferð í nokkrum málum þar sem Kristján Markús Sívarsson er ákærður. Í einu málanna er Kristján ákærður ásamt Marteini Jóhannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðsson fyrir líkamsárás og frelsissviptingu á heimili fórnarlambsins Kópavogi í febrúar í fyrra. Þá er Kristján jafnframt ákærður ásamt tveimur 19 ára drengjum fyrir líkamsárás og frelsissviptingu gegn 18 ára pilti í húsnæði í Vogum á Vatnsleysuströnd í fyrra. Faðir Kristjáns, Sívar Bragason, kom fyrir dóminn í dag og kom þá fram að Sívar er með lögheimili í umræddu húsi þar sem meint árás átti sér stað.Sprautunálar á víð og dreif og mikið af smjörsýruLögreglumaður sem kom á vettvang í Vogunum og skrifaði frumskýrslu í málinu sagði mikla óreiðu og óþrifnað hafa verið í húsinu. Þá hafi sprautunálar verið víðs vegar um húsið auk þess sem lögreglan fann rafbyssu og haglabyssu. Þar að auki var mikið af smjörsýru í hylkjum á staðnum að sögn lögreglumannsins og blóðblettir hér og þar. Pilturinn sem kærði árásina hélt því meðal annars fram fyrir dómi á föstudaginn að hann hefði fengið rafstuð í kynfæri með þeim afleiðingum að hann pissaði á sig, hann hafi verið látinn sleikja frunsu á Kristjáni og drekka átta flöskur af smjörsýru.„Eins og maður sem er að sleppa úr höndum mannræningja”Bæði faðir piltsins og lögreglumennirnir sem tóku á móti honum þegar hann kom á lögreglustöðina eftir árásina voru sammála um að pilturinn hafi verið í miklu uppnámi. Faðir piltsins lýsti því að sonur hans hefði hringt í hann um hádegisbil og beðið hann um að koma að sækja sig. „Hann var bara í sjokki. Ef ég man rétt þá sagði hann “Þeir ætla að drepa mig.” [...] Ég bruna á Miklubrautina, rétt hjá Hagkaup, og þar er hann eins og maður sem er að sleppa úr höndum mannræningja; í rusli,” sagði pabbi piltsins. Hann sagði son sinn hafa lýst því sem hafði gerst; að hann hefi verið tekinn upp í bíl eftir miðnætti og keyrður í áttina til Keflavíkur. Þar hafi hann verið pyntur, sprautað í hann einhverjum óþverra og hann látinn drekka einhvern óþverra.Fór í meðferð til að forðast árásarmennina„Hann var þarna eitthvað skemmtiatriði og honum var hótað því að hann yrði drepinn ef hann myndi segja frá þessu. Hann var í miklu áfalli. [...] Hann þorði ekki út úr húsi í tvær vikur. [...] Hann var mjög óttasleginn og hræddur um að hótununum yrði framfylgt.” Fram hafði komið við skýrslutöku yfir piltinum að hann hefði farið í meðferð í kjölfar árásarinnar. Aðspurður um við hverju hann fór í meðferð sagði faðir hans það vera einkamál sonarins en sagði þó þetta: „Hann fór fyrst og fremst í meðferð af því hann óttaðist að vera á ferðinni, til að forðast það að þessir menn myndu geta náð í hann.”„Óð um eins og dýr í búri”Einn af lögreglumönnunum sem tók á móti piltinum og föður hans á lögreglustöðinni í Grafarholti sagði piltinn hafa verið í rosalegu uppnámi og varla viðræðuhæfan til skýrslutöku. Hann hafi grátið á milli þess sem það kom í slitrum hvað hefði komið fyrir. Aðspurður hvort að pilturinn hefði verið í miklu eða litlu uppnámi sagði lögreglumaðurinn: „Já, það er ekki oft sem maður sér fólk í svona uppnámi. Hann grét bara sáran, féll á hækjur sér og setti höfuðið í hendur sér og óð um eins og dýr í búri. [...] Það var augljóst að hann hafði orðið fyrir einhverju.”
Tengdar fréttir Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30 Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57 Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36 Mest lesið „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Trump yngri á leið til Grænlands Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Fleiri fréttir Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Sjá meira
Frelsissvipting í Vogum á Vatnsleysuströnd: „Þeir létu mig drekka átta flöskur af smjörsýru” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni og tveimur 19 ára drengjum var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness eftir hádegi í dag. 12. júní 2015 21:30
Líkamsárás í Kópavogi: „Ég var allur í blóði og íbúðin eins og eftir stríðsástand” Aðalmeðferð í máli ákæruvaldsins gegn Kristjáni Markúsi Sívarssyni, Marteini Jóannssyni og Ríkharði Júlíusi Ríkharðssyni var framhaldið í Héraðsdómi Reykjaness í morgun. 12. júní 2015 11:57
Líkamsárás í Kópavogi: Ætlaði ekki að hringja á lögregluna heldur fremja sjálfsmorð Maður sem ráðist var á í febrúar í fyrra segist enn glíma við andleg og líkamleg eftirköst árásarinnar. 12. júní 2015 15:36