Sport

Ósannfærandi en samt sigur hjá Bolt

vísir/afp
Usain Bolt þótti ósannfærandi þegar hann sigraði 200 metra hlaup karla í Demantamótinu sem nú stendur yfir í New York. Hann hljóp á 20,29 sekúndum og rétt marði sigur á hinum 19 ára Zharnel Hughes frá Angvilla.

"Ég var ekkert alltof ánægður með tímann í dag. En æfingarnar hafa gengið vel og ég hlakka til restinnar af tímabilinu," sagði Bolt að hlaupinu loknu.

Bolt hefur enn ekki hlaupið 200 metrana á undir 20 sekúndum á þessu ári en Bandaríkjamaðurinn og helsti keppinautur Bolt, Justin Gatlin á besta tíma ársins, 19,68 sekúndur.

Tyson Gay sigraði 100 metra hlaup karla á Demantamótinu með því að hlaupa á 10,12 sekúndum. Gatlin á sömuleiðis besta tíma ársins í 100 metrum en hann hljóp á 9,74 sekúndum í Doha fyrr á þessu ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×