Glæpasaga úr íslenskri sveit: Frönskumælandi glæpapar heldur hreppnum í heljargreipum Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2015 14:49 "Hún er með ljóst axlasítt hár og er með lokk í vörinni í þau skipti sem ég hef séð hana hefur hún verið í vínrauðri kápu. Hann er grannur og dökkhærður. Þau eru með lítið mosagrænt tjald sem þau hafast við í.“ Myndir af Facebooksíðu hópsins Í síðustu viku var brotist inn í Kaupfélagið í Norðfirði í Árneshreppi. Þarna, nánast á hjara veraldar, búa fáir og tíðindalítið. Fljótlega bárust böndin að frönskumælandi pari, puttaferðalöngum og tjaldbúum. Þau höfðu slegið upp tjaldi sínu þar á staðnum. Í raun kom komu engir aðrir til greina sem þeir seku. Og, þegar kölluð var til lögregla og hún yfirheyrði parið, játuðu þau umsvifalaust á sig verknaðinn. Lögreglan fylgdi parinu í Kaupfélagið þar sem það baðst afsökunar, greiddi 50 þúsund krónur fyrir þann varning sem þau höfðu stolið og fyrir skemmdir og báðust afsökunar.Heimafólk farið að læsa bílum og húsumTaldi lögregla málinu þar með lokið, fyrir sína parta en, svo er ekki, því ekkert fararsnið er á parinu sem er enn á staðnum, hreppsbúum til sárrar armæðu. Segja má að parið haldi hreppnum í heljargreipum. Linda Guðmundsdóttir er útibússtjóri í Kaupfélaginu í Norðurfirði. Hún sagði innbrotið hafa verið aðfararnótt þriðjudags í síðustu viku og parið hafi látið það uppi að það hyggist dvelja þarna áfram allt fram í september. Innbrot þarna eiga sér engin fordæmi, lífið í sveitinni hefur hingað til verið friðsælt og græskulaust. Linda segir að fólk fylgist vel með parinu, hvert fótmál, og öryggistilfinningin sem áður einkenndi lífið í Árneshreppi er farin fyrir lítið. „Þetta skapar óöryggi, allir eru á tánum, allir læsa bílum sínum og húsum, og fylgist með þeim til að vita hvar þau eru stödd,“ segir Linda.Strandir eru afskekkt sveit, og áður friðsæl.Með ljóst axlasítt hár og lokk í vörinniOg í lokuðum Facebookhópi ræða sveitungar hina uggvænlegu stöðu mála og ástandið almennt. Einn pósturinn er svohljóðandi og lýsandi fyrir skelfinguna sem gripið hefur um sig: „Sæl öll. Ákvað að henda hérna inn pósti vegna þess að eins og þið hafið öll heyrt var brotist inn í kaupfélagið hérna í Norðurfirði í síðustu viku og parið sem braust inn er enn á svæðinu. Í kvöld fundust heilmikið af matarbirgðum sem þau voru búin að koma fyrir hérna rétt hjá lauginni. Þau eru búin að vera hérna á svæðinu síðustu daga og nú eru þau búin að taka upp tjaldið sitt og sáust síðast stefna inn í Norðurfjörð. Ég á ekki myndir af þeim en þetta er frönskumælandi par, hún er með ljóst axlasítt hár og er með lokk í vörinni í þau skipti sem ég hef séð hana hefur hún verið í vínrauðri kápu. Hann er grannur og dökkhærður. Þau eru með lítið mosagrænt tjald sem þau hafast við í. Bið ykkur að hafa vakandi auga með þessu liði þannig að þau nái ekki að valda frekari skaða.“ Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sjá meira
Í síðustu viku var brotist inn í Kaupfélagið í Norðfirði í Árneshreppi. Þarna, nánast á hjara veraldar, búa fáir og tíðindalítið. Fljótlega bárust böndin að frönskumælandi pari, puttaferðalöngum og tjaldbúum. Þau höfðu slegið upp tjaldi sínu þar á staðnum. Í raun kom komu engir aðrir til greina sem þeir seku. Og, þegar kölluð var til lögregla og hún yfirheyrði parið, játuðu þau umsvifalaust á sig verknaðinn. Lögreglan fylgdi parinu í Kaupfélagið þar sem það baðst afsökunar, greiddi 50 þúsund krónur fyrir þann varning sem þau höfðu stolið og fyrir skemmdir og báðust afsökunar.Heimafólk farið að læsa bílum og húsumTaldi lögregla málinu þar með lokið, fyrir sína parta en, svo er ekki, því ekkert fararsnið er á parinu sem er enn á staðnum, hreppsbúum til sárrar armæðu. Segja má að parið haldi hreppnum í heljargreipum. Linda Guðmundsdóttir er útibússtjóri í Kaupfélaginu í Norðurfirði. Hún sagði innbrotið hafa verið aðfararnótt þriðjudags í síðustu viku og parið hafi látið það uppi að það hyggist dvelja þarna áfram allt fram í september. Innbrot þarna eiga sér engin fordæmi, lífið í sveitinni hefur hingað til verið friðsælt og græskulaust. Linda segir að fólk fylgist vel með parinu, hvert fótmál, og öryggistilfinningin sem áður einkenndi lífið í Árneshreppi er farin fyrir lítið. „Þetta skapar óöryggi, allir eru á tánum, allir læsa bílum sínum og húsum, og fylgist með þeim til að vita hvar þau eru stödd,“ segir Linda.Strandir eru afskekkt sveit, og áður friðsæl.Með ljóst axlasítt hár og lokk í vörinniOg í lokuðum Facebookhópi ræða sveitungar hina uggvænlegu stöðu mála og ástandið almennt. Einn pósturinn er svohljóðandi og lýsandi fyrir skelfinguna sem gripið hefur um sig: „Sæl öll. Ákvað að henda hérna inn pósti vegna þess að eins og þið hafið öll heyrt var brotist inn í kaupfélagið hérna í Norðurfirði í síðustu viku og parið sem braust inn er enn á svæðinu. Í kvöld fundust heilmikið af matarbirgðum sem þau voru búin að koma fyrir hérna rétt hjá lauginni. Þau eru búin að vera hérna á svæðinu síðustu daga og nú eru þau búin að taka upp tjaldið sitt og sáust síðast stefna inn í Norðurfjörð. Ég á ekki myndir af þeim en þetta er frönskumælandi par, hún er með ljóst axlasítt hár og er með lokk í vörinni í þau skipti sem ég hef séð hana hefur hún verið í vínrauðri kápu. Hann er grannur og dökkhærður. Þau eru með lítið mosagrænt tjald sem þau hafast við í. Bið ykkur að hafa vakandi auga með þessu liði þannig að þau nái ekki að valda frekari skaða.“
Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Fleiri fréttir Sendu inn tilnefningu til manns ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Sjá meira