Ungir hlauparar endurbyggja skóla í Nepal Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júní 2015 17:04 Nemendur í Kársnesskóla söfnuðu 100 þúsund krónum. Kársneshlaup Kársnesskóla var haldið 5. júní síðastliðinn en um er að ræða góðgerðarhlaup sem á að hvetja til hreyfingar í nærumhverfi nemenda. Alls söfnuðust 100.000 krónur og rann ágóðinn til SOS Barnaþorpanna. Fjármagnið mun nýtast til endurbyggingar skóla á þeim svæðum sem urðu verst úti í jarðskjálftanum mikla sem reið yfir Nepal í lok apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SOS Barnahjálp. Kennarar, starfsfólk og nemendur skólans tóku þátt í Kársneshlaupinu og var þeim frjálst að hlaupa, skokka og/eða ganga. Nemendur í 1. og 2. bekk hlupu á Vallargerðisvelli eins marga hringi og þeir vildu. En nemendur í 3. til 9. bekk hlupu á Kópavogsvelli. Hlaupavegalengdirnar voru 800 metrar, 1,6 og 2 km en samkvæmt hlaupanefnd Kársnesskóla voru veðurguðirnir krökkunum hliðhollir og spennan í hámarki þegar barist var um þrjú efstu sætin. Alþjóðasamtök SOS Barnaþorpanna kölluðu eftir allt að einum og hálfum milljarði króna vegna neyðaraðstoðar í Nepal næstu 3-5 árin en samtökin hafa sinnt neyðaraðstoð á svæðinu síðan jarðskjálftinn reið yfir. Neyðin á skjálftasvæðinu er enn gríðarleg og mikið uppbyggingarstarf framundan. Ásamt því að setja upp neyðarskýli og dreifa nauðsynjum veita sérfræðingar samtakanna áfallahjálp og fjórtán barnvæn svæði eru opin. Þá áforma samtökin einnig að byggja að minnsta kosti 300 ný heimili fyrir fjölskyldur sem misstu allt sitt í skjálftanum ásamt því að fjórir ríkisreknir skólar verða endurbyggðir. Þá hafa SOS Barnaþorpin tekið við börnum sem misstu foreldra sína eða urðu viðskila við þá í hamförunum. Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Kársneshlaup Kársnesskóla var haldið 5. júní síðastliðinn en um er að ræða góðgerðarhlaup sem á að hvetja til hreyfingar í nærumhverfi nemenda. Alls söfnuðust 100.000 krónur og rann ágóðinn til SOS Barnaþorpanna. Fjármagnið mun nýtast til endurbyggingar skóla á þeim svæðum sem urðu verst úti í jarðskjálftanum mikla sem reið yfir Nepal í lok apríl. Þetta kemur fram í tilkynningu frá SOS Barnahjálp. Kennarar, starfsfólk og nemendur skólans tóku þátt í Kársneshlaupinu og var þeim frjálst að hlaupa, skokka og/eða ganga. Nemendur í 1. og 2. bekk hlupu á Vallargerðisvelli eins marga hringi og þeir vildu. En nemendur í 3. til 9. bekk hlupu á Kópavogsvelli. Hlaupavegalengdirnar voru 800 metrar, 1,6 og 2 km en samkvæmt hlaupanefnd Kársnesskóla voru veðurguðirnir krökkunum hliðhollir og spennan í hámarki þegar barist var um þrjú efstu sætin. Alþjóðasamtök SOS Barnaþorpanna kölluðu eftir allt að einum og hálfum milljarði króna vegna neyðaraðstoðar í Nepal næstu 3-5 árin en samtökin hafa sinnt neyðaraðstoð á svæðinu síðan jarðskjálftinn reið yfir. Neyðin á skjálftasvæðinu er enn gríðarleg og mikið uppbyggingarstarf framundan. Ásamt því að setja upp neyðarskýli og dreifa nauðsynjum veita sérfræðingar samtakanna áfallahjálp og fjórtán barnvæn svæði eru opin. Þá áforma samtökin einnig að byggja að minnsta kosti 300 ný heimili fyrir fjölskyldur sem misstu allt sitt í skjálftanum ásamt því að fjórir ríkisreknir skólar verða endurbyggðir. Þá hafa SOS Barnaþorpin tekið við börnum sem misstu foreldra sína eða urðu viðskila við þá í hamförunum.
Jarðskjálfti í Nepal Nepal Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira