75 ára afmælisblað Veiðimannsins komið út Karl Lúðvíksson skrifar 27. júní 2015 12:00 75 ára afmælisblað Veiðimannsins er komið út. Í þessu 200. tölublaði málgagns stangveiðimanna er komið víða við en blaðið kom fyrst út í Reykjavík árið 1940 enda var fullt tilefni til eins og lesa mátti um í fyrsta blaðinu. „Það er nú orðinn álitlegur hópur manna hér á landi, sem hefur ánægju af því að fara á veiðar í ám og vötnum í frístundum sínum, enda er lax- og silungsveiði ein af skemmtilegustu íþróttum, sem þekkjast, og þeir, sem einu sinni byrja og komast upp á lag með að veiða sér til skemmtunar, hætta því seint, meðan nokkur tök eru á, og gleyma aldrei ánægjunni, sem þessi íþrótt hefur veitt þeim.“ Veiðimaðurinn hefur frá upphafi verið sameiginlegt málgagn stangveiðimanna, vettvangur til að deila skemmtilegum veiðisögum og miðla fróðleik um íþróttina sem dregur landsmenn á bakka vatnanna ár eftir ár. Stofnendum SVFR fannst á upphafsárum Veiðimannsins að veiðimenn gætu bætt tækni sína eins og getið var um í fyrsta tölublaðinu. „Þá hefir viðvaningsháttur byrjenda og kæruleysi veiðimanna í veiðiferðum með stöng valdið margskonar erfiðleikum og tjóni, sem óhjákvæmilega spillir eðlilegri þróun þessarar íþróttar. Til þess að draga úr þessum og ýmsum fleiri örðugleikum, er laxveiðimenn hafa við að etja, var Stangaveiðifélag Reykjavíkur stofnað.“ Einn af hverjum þremur íslendinga stundar stangveiði í dag og veiðimenn þrífast á sögum og að læra af reynslu hvers annars. Það gerir Veiðimaðurinn líka og vonandi líkar lesendum vel við þær sögur sem eru bornar á borð í tölublaði nr. 200. Í blaðinu er m.a. fjallað um fimm heitustu veiðistaðina í Elliðaánum, rýnt í veiðisumarið 2015, boðið er upp á veiðistaðalýsingu á Haukadalsá, Pálmi Gunnarsson fjallar um þurrfluguveiði, við rifjum upp sögu Englendinganna á bökkum Langár á Mýrum upp úr aldamótunum 1900, fjöllum um innreið dróna í veiðiheiminn, tökum út tískustraumana í veiðinni, tölum við sjálfstæða konu sem veiðir helst ekki á rauðar flugur vegna pólitískra skoðana, heyrum af krókódíl í Langá, segjum þér allt sem þú þarft að vita um jeppadekk og kynnum til leiks þrjár nýjar flugur sem nauðsynlegt er að hafa með í boxinu í sumar þegar veiða á lax, bleikju og urriða. Það eru gamlir kunningjar sem kíkja í heimsókn á forsíðu Veiðimannsins að þessu sinni. Halldór Baldursson kallar þar fram með penna sínum eftirminnilega borgarstjóra Reykjavíkur á bakka Elliðaánna sem sýna þverpólitíska samstöðu og renna fyrir lax með bros á vör. Blaðið er á leið til félagsmanna SVFR og áskrifenda en það verður hægt að nálgast í lausasölu í verslunum Eymundsson, Hagkaups og N1. Mest lesið Að skjóta rjúpu með 22 cal Veiði Rólegt í Tungufljóti; talsvert af sjóbirtingi við Syðri-Hólma Veiði Núna er tíminn til að fara á kastnámskeið Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði
75 ára afmælisblað Veiðimannsins er komið út. Í þessu 200. tölublaði málgagns stangveiðimanna er komið víða við en blaðið kom fyrst út í Reykjavík árið 1940 enda var fullt tilefni til eins og lesa mátti um í fyrsta blaðinu. „Það er nú orðinn álitlegur hópur manna hér á landi, sem hefur ánægju af því að fara á veiðar í ám og vötnum í frístundum sínum, enda er lax- og silungsveiði ein af skemmtilegustu íþróttum, sem þekkjast, og þeir, sem einu sinni byrja og komast upp á lag með að veiða sér til skemmtunar, hætta því seint, meðan nokkur tök eru á, og gleyma aldrei ánægjunni, sem þessi íþrótt hefur veitt þeim.“ Veiðimaðurinn hefur frá upphafi verið sameiginlegt málgagn stangveiðimanna, vettvangur til að deila skemmtilegum veiðisögum og miðla fróðleik um íþróttina sem dregur landsmenn á bakka vatnanna ár eftir ár. Stofnendum SVFR fannst á upphafsárum Veiðimannsins að veiðimenn gætu bætt tækni sína eins og getið var um í fyrsta tölublaðinu. „Þá hefir viðvaningsháttur byrjenda og kæruleysi veiðimanna í veiðiferðum með stöng valdið margskonar erfiðleikum og tjóni, sem óhjákvæmilega spillir eðlilegri þróun þessarar íþróttar. Til þess að draga úr þessum og ýmsum fleiri örðugleikum, er laxveiðimenn hafa við að etja, var Stangaveiðifélag Reykjavíkur stofnað.“ Einn af hverjum þremur íslendinga stundar stangveiði í dag og veiðimenn þrífast á sögum og að læra af reynslu hvers annars. Það gerir Veiðimaðurinn líka og vonandi líkar lesendum vel við þær sögur sem eru bornar á borð í tölublaði nr. 200. Í blaðinu er m.a. fjallað um fimm heitustu veiðistaðina í Elliðaánum, rýnt í veiðisumarið 2015, boðið er upp á veiðistaðalýsingu á Haukadalsá, Pálmi Gunnarsson fjallar um þurrfluguveiði, við rifjum upp sögu Englendinganna á bökkum Langár á Mýrum upp úr aldamótunum 1900, fjöllum um innreið dróna í veiðiheiminn, tökum út tískustraumana í veiðinni, tölum við sjálfstæða konu sem veiðir helst ekki á rauðar flugur vegna pólitískra skoðana, heyrum af krókódíl í Langá, segjum þér allt sem þú þarft að vita um jeppadekk og kynnum til leiks þrjár nýjar flugur sem nauðsynlegt er að hafa með í boxinu í sumar þegar veiða á lax, bleikju og urriða. Það eru gamlir kunningjar sem kíkja í heimsókn á forsíðu Veiðimannsins að þessu sinni. Halldór Baldursson kallar þar fram með penna sínum eftirminnilega borgarstjóra Reykjavíkur á bakka Elliðaánna sem sýna þverpólitíska samstöðu og renna fyrir lax með bros á vör. Blaðið er á leið til félagsmanna SVFR og áskrifenda en það verður hægt að nálgast í lausasölu í verslunum Eymundsson, Hagkaups og N1.
Mest lesið Að skjóta rjúpu með 22 cal Veiði Rólegt í Tungufljóti; talsvert af sjóbirtingi við Syðri-Hólma Veiði Núna er tíminn til að fara á kastnámskeið Veiði Búið að opna fyrir úthlutun til félagsmanna SVFR Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Bleikjur í Elliðaánum Veiði Fiskstofnar Þjórsár og göngur þeirra Veiði Góð opnun í Laxárdalnum Veiði Góðu tímibili lokið í Steinsmýrarvötnum Veiði Nýtt Sportveiðiblað komið út Veiði