Svona fer fyrir þeim sem leggja í stæði fatlaðra í Brasilíu Finnur Thorlacius skrifar 26. júní 2015 09:33 Heilbrigt fólk á ekki að leggja í stæði fatlaðra og nokkrir hafa fundið fyrir refsingum við slíku. Þó hafa ef til vill fáir lent í því sama og þessi bíleigandi sem lagði í stæði fatlaðra í Brasilíu. Vegfarandi sem varð vitni að því að bíleigandinn lagði þarna tók sig til og þakti bílinn með bláum límmiðum og ofan á þá hvíta límmiða sem mynduðu táknið sem er á stæðum fyrir fatlaða. Fyrir vikið sést ekki neitt í lakk bílsins og það er ekki fyrr en maðurinn snýr aftur og byrjar hamslaus af bræði að reyna að fjarlægja miðana sem sést að bíllinn er rauður. Á meðan hann reynir að fjarægja þá dundar lögreglumaður sér við að taka niður númer bílsins og sekta manninn sem á nú yfir höfða sér væna sekt að auki. Mynskeiðið sem hér fylgir af viðbrögðum eigandans og forvitni vegfarenda hefur nú þegar fengið nærri 2.000.000 áhorf á Youtube. Bílar video Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent
Heilbrigt fólk á ekki að leggja í stæði fatlaðra og nokkrir hafa fundið fyrir refsingum við slíku. Þó hafa ef til vill fáir lent í því sama og þessi bíleigandi sem lagði í stæði fatlaðra í Brasilíu. Vegfarandi sem varð vitni að því að bíleigandinn lagði þarna tók sig til og þakti bílinn með bláum límmiðum og ofan á þá hvíta límmiða sem mynduðu táknið sem er á stæðum fyrir fatlaða. Fyrir vikið sést ekki neitt í lakk bílsins og það er ekki fyrr en maðurinn snýr aftur og byrjar hamslaus af bræði að reyna að fjarlægja miðana sem sést að bíllinn er rauður. Á meðan hann reynir að fjarægja þá dundar lögreglumaður sér við að taka niður númer bílsins og sekta manninn sem á nú yfir höfða sér væna sekt að auki. Mynskeiðið sem hér fylgir af viðbrögðum eigandans og forvitni vegfarenda hefur nú þegar fengið nærri 2.000.000 áhorf á Youtube.
Bílar video Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent