CCP vel tekið á E3 Samúel Karl Ólason skrifar 24. júní 2015 22:00 Frá kynningu Sony á E3 þar sem EVE: Valkyrie var sýndur. Mynd/CCP Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP lét sig ekki vanta á E3, einni stærstu tölvuleikjaráðstefnu í heimi og fékk fyrirtækið hinar fínustu móttökur. Á ráðstefnunni, sem haldin var í San Francisco, kynnti CCP nýjasta leik sinn EVE: Valkyrie. Hann mun koma út fyrir Oculus Rift sem og Morpheus sýndarveruleikabúnað SONY fyrir PlayStation 4. EVE: Valkyrie er geimleikur þar sem spilaður er með sýndarveruleikabúnaði. Ráðgert er að hann komi út á fyrsta fjórðungi næsta árs. Hver erlendi miðillinn á fætur öðrum hefur fjallað um leikinn á E3 og virðast þeir allir vera sammála um að hann líti stórvel út. Á vefnum Shacknews segir til dæmis að ef einhver leikur eigi eftir að skilgreina þá sýndarveruleikatíma sem við stefnum á, sé það EVE: Valkyrie. Þar að auki segir blaðamaður ExtremeTech að EVE: Valkyrie hafi sannfært hann um kosti sýndarveruleika. Sömuleiðis segir blaðamaður Gizmodo að EVE: Valkyrie sé fremstur meðal þeirra leikja sem verið er að þróa fyrir sýndarveruleika. Fyrir tæpri viku síðan sagði Wired frá því að greiningaraðilar geri ráð fyrir því að markaðurinn fyrir sýndarveruleika verði orðinn gríðarlega stór strax á næsta ári. Fyrirtæki eins og Facebook, Microsoft og Sony hafa fjárfest miklar upphæðir í þróun tækninnar á síðustu árum. Leikjavísir Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira
Íslenska tölvuleikjafyrirtækið CCP lét sig ekki vanta á E3, einni stærstu tölvuleikjaráðstefnu í heimi og fékk fyrirtækið hinar fínustu móttökur. Á ráðstefnunni, sem haldin var í San Francisco, kynnti CCP nýjasta leik sinn EVE: Valkyrie. Hann mun koma út fyrir Oculus Rift sem og Morpheus sýndarveruleikabúnað SONY fyrir PlayStation 4. EVE: Valkyrie er geimleikur þar sem spilaður er með sýndarveruleikabúnaði. Ráðgert er að hann komi út á fyrsta fjórðungi næsta árs. Hver erlendi miðillinn á fætur öðrum hefur fjallað um leikinn á E3 og virðast þeir allir vera sammála um að hann líti stórvel út. Á vefnum Shacknews segir til dæmis að ef einhver leikur eigi eftir að skilgreina þá sýndarveruleikatíma sem við stefnum á, sé það EVE: Valkyrie. Þar að auki segir blaðamaður ExtremeTech að EVE: Valkyrie hafi sannfært hann um kosti sýndarveruleika. Sömuleiðis segir blaðamaður Gizmodo að EVE: Valkyrie sé fremstur meðal þeirra leikja sem verið er að þróa fyrir sýndarveruleika. Fyrir tæpri viku síðan sagði Wired frá því að greiningaraðilar geri ráð fyrir því að markaðurinn fyrir sýndarveruleika verði orðinn gríðarlega stór strax á næsta ári. Fyrirtæki eins og Facebook, Microsoft og Sony hafa fjárfest miklar upphæðir í þróun tækninnar á síðustu árum.
Leikjavísir Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Stiklusúpa: Allt það helsta sem kynnt var á Game awards NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Outer Worlds 2: Eitthvað sem vantar í annars fínan leik Fresta GTA 6 aftur og um hálft ár Sjá meira