Gestir Airwaves skilja eftir á annan milljarð króna hér á landi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. júlí 2015 14:25 Frá tónleikum The War On Drugs á síðustu Airwaves hátíð. vísir/ernir ÚTÓN hefur líkt og síðastliðin fjögur ár gert könnun á eyðslu erlendra gesta á Iceland Airwaves. Könnunin var framkvæmd á síðustu hátíð og eru helstu niðurstöður þær að gestir eyða meira og gista lengur en síðustu ár. Árið 2005 var gerð samnorræn könnun þar sem meðal annars var kannað hversu miklu fé erlendir gestir Iceland Airwaves-hátíðarinnar verðu á höfuðborgarsvæðinu á meðan á dvöl þeirra stóð. ÚTÓN endurtók könnunina árið 2010 í þeim tilgangi að kanna hvort útgjöld erlendra gesta hefðu breyst á þeim fimm árum sem liðin voru frá því að könnunin var gerð fyrst. Ákveðið var að halda uppteknum hætti og framkvæma könnunina aftur árin 2011 til og með 2014. Helstu niðurstöður fyrir hátíðina 2014 eru þær að ferða-, gisti- og miðakostnaður hefur í heild lækkað. Hins vegar hefur erlendum gestum fjölgað á milli ára og gistinætur eru fleiri. Þetta skilaði sér í heildarneyslu alls 1.620 m.kr. sem er 420 m.kr. aukning frá árinu áður. Einnig var reiknaður út tekjumargfaldari, en í hagfræði er hann notaður til að reikna út heildaráhrif þess þegar ný innspýting fjármagns kemur inn í lokað hagkerfi. Útreikningar könnunarinnar (tekjumargfaldarinn) eru byggðir á ritgerð Ævars Rafns Hafþórssonar til BA prófs í Hagfræði árið 2013: Hagræn áhrif Iceland Airwaves 2012. Margföldunaráhrif. Þegar tekið er til greina margföldunaráhrif eru heildartekjur af erlendum gestum innan Reykjavíkur á bilinu 2,7 til tæplega 3 milljarðar króna. Þessum fjármunum er að mestu varið í veitingastaði og kaffihús, þar á eftir í afþreyingu ýmiskonar og í þriðja lagi í verslun. Tekið skal fram að eyðsla utan höfuðborgarsvæðisins og eyðsla íslenskra gesta er ekki tekin með í reikninginn. Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Lét húðflúra Íslandskort á handlegginn á sér Belgarnir Tito, Benua og Antoine voru hæstánægðir með dvöl sína hér á landi sögðust skemmta sér hið besta. Tito var að koma á sína aðra hátíð en félagarnir eru í fyrsta sinn. 8. nóvember 2014 15:03 „Ekki mikil menning ef öll hús eru minjagripaverslanir eða hótel“ Framleiðslustjóri Airwaves hefur áhyggjur af þróun miðbæjarins en segir að hátíðin muni spjara sig. 6. júlí 2015 15:18 Fólkið á Airwaves: Kom frá Bandaríkjunum til að starfa sem sjálfboðaliði á Airwaves Eins og gestir hátíðarinnar hafa eflast tekið eftir eru margir starfsmenn Iceland Airwaves ungt fólk frá útlöndum. 8. nóvember 2014 15:00 Fólkið á Airwaves: Ekki orðinn nógu fullur fyrir hösslið Kevin Velasco frá Seattle er í heimsókn hjá Ben Crowe sem er í meistaranámi í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. 6. nóvember 2014 13:15 Fólkið á Airwaves: Sólgin í íslensku súkkulaðikökuna Hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi ætla að finna kærasta, helst íslenskan víking, fyrir vinkonu sína á Iceland Airwaves. 6. nóvember 2014 11:15 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
ÚTÓN hefur líkt og síðastliðin fjögur ár gert könnun á eyðslu erlendra gesta á Iceland Airwaves. Könnunin var framkvæmd á síðustu hátíð og eru helstu niðurstöður þær að gestir eyða meira og gista lengur en síðustu ár. Árið 2005 var gerð samnorræn könnun þar sem meðal annars var kannað hversu miklu fé erlendir gestir Iceland Airwaves-hátíðarinnar verðu á höfuðborgarsvæðinu á meðan á dvöl þeirra stóð. ÚTÓN endurtók könnunina árið 2010 í þeim tilgangi að kanna hvort útgjöld erlendra gesta hefðu breyst á þeim fimm árum sem liðin voru frá því að könnunin var gerð fyrst. Ákveðið var að halda uppteknum hætti og framkvæma könnunina aftur árin 2011 til og með 2014. Helstu niðurstöður fyrir hátíðina 2014 eru þær að ferða-, gisti- og miðakostnaður hefur í heild lækkað. Hins vegar hefur erlendum gestum fjölgað á milli ára og gistinætur eru fleiri. Þetta skilaði sér í heildarneyslu alls 1.620 m.kr. sem er 420 m.kr. aukning frá árinu áður. Einnig var reiknaður út tekjumargfaldari, en í hagfræði er hann notaður til að reikna út heildaráhrif þess þegar ný innspýting fjármagns kemur inn í lokað hagkerfi. Útreikningar könnunarinnar (tekjumargfaldarinn) eru byggðir á ritgerð Ævars Rafns Hafþórssonar til BA prófs í Hagfræði árið 2013: Hagræn áhrif Iceland Airwaves 2012. Margföldunaráhrif. Þegar tekið er til greina margföldunaráhrif eru heildartekjur af erlendum gestum innan Reykjavíkur á bilinu 2,7 til tæplega 3 milljarðar króna. Þessum fjármunum er að mestu varið í veitingastaði og kaffihús, þar á eftir í afþreyingu ýmiskonar og í þriðja lagi í verslun. Tekið skal fram að eyðsla utan höfuðborgarsvæðisins og eyðsla íslenskra gesta er ekki tekin með í reikninginn.
Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Lét húðflúra Íslandskort á handlegginn á sér Belgarnir Tito, Benua og Antoine voru hæstánægðir með dvöl sína hér á landi sögðust skemmta sér hið besta. Tito var að koma á sína aðra hátíð en félagarnir eru í fyrsta sinn. 8. nóvember 2014 15:03 „Ekki mikil menning ef öll hús eru minjagripaverslanir eða hótel“ Framleiðslustjóri Airwaves hefur áhyggjur af þróun miðbæjarins en segir að hátíðin muni spjara sig. 6. júlí 2015 15:18 Fólkið á Airwaves: Kom frá Bandaríkjunum til að starfa sem sjálfboðaliði á Airwaves Eins og gestir hátíðarinnar hafa eflast tekið eftir eru margir starfsmenn Iceland Airwaves ungt fólk frá útlöndum. 8. nóvember 2014 15:00 Fólkið á Airwaves: Ekki orðinn nógu fullur fyrir hösslið Kevin Velasco frá Seattle er í heimsókn hjá Ben Crowe sem er í meistaranámi í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. 6. nóvember 2014 13:15 Fólkið á Airwaves: Sólgin í íslensku súkkulaðikökuna Hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi ætla að finna kærasta, helst íslenskan víking, fyrir vinkonu sína á Iceland Airwaves. 6. nóvember 2014 11:15 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Innlent Fleiri fréttir Ekið á barn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Sjá meira
Fólkið á Airwaves: Lét húðflúra Íslandskort á handlegginn á sér Belgarnir Tito, Benua og Antoine voru hæstánægðir með dvöl sína hér á landi sögðust skemmta sér hið besta. Tito var að koma á sína aðra hátíð en félagarnir eru í fyrsta sinn. 8. nóvember 2014 15:03
„Ekki mikil menning ef öll hús eru minjagripaverslanir eða hótel“ Framleiðslustjóri Airwaves hefur áhyggjur af þróun miðbæjarins en segir að hátíðin muni spjara sig. 6. júlí 2015 15:18
Fólkið á Airwaves: Kom frá Bandaríkjunum til að starfa sem sjálfboðaliði á Airwaves Eins og gestir hátíðarinnar hafa eflast tekið eftir eru margir starfsmenn Iceland Airwaves ungt fólk frá útlöndum. 8. nóvember 2014 15:00
Fólkið á Airwaves: Ekki orðinn nógu fullur fyrir hösslið Kevin Velasco frá Seattle er í heimsókn hjá Ben Crowe sem er í meistaranámi í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. 6. nóvember 2014 13:15
Fólkið á Airwaves: Sólgin í íslensku súkkulaðikökuna Hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi ætla að finna kærasta, helst íslenskan víking, fyrir vinkonu sína á Iceland Airwaves. 6. nóvember 2014 11:15