Gestir Airwaves skilja eftir á annan milljarð króna hér á landi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. júlí 2015 14:25 Frá tónleikum The War On Drugs á síðustu Airwaves hátíð. vísir/ernir ÚTÓN hefur líkt og síðastliðin fjögur ár gert könnun á eyðslu erlendra gesta á Iceland Airwaves. Könnunin var framkvæmd á síðustu hátíð og eru helstu niðurstöður þær að gestir eyða meira og gista lengur en síðustu ár. Árið 2005 var gerð samnorræn könnun þar sem meðal annars var kannað hversu miklu fé erlendir gestir Iceland Airwaves-hátíðarinnar verðu á höfuðborgarsvæðinu á meðan á dvöl þeirra stóð. ÚTÓN endurtók könnunina árið 2010 í þeim tilgangi að kanna hvort útgjöld erlendra gesta hefðu breyst á þeim fimm árum sem liðin voru frá því að könnunin var gerð fyrst. Ákveðið var að halda uppteknum hætti og framkvæma könnunina aftur árin 2011 til og með 2014. Helstu niðurstöður fyrir hátíðina 2014 eru þær að ferða-, gisti- og miðakostnaður hefur í heild lækkað. Hins vegar hefur erlendum gestum fjölgað á milli ára og gistinætur eru fleiri. Þetta skilaði sér í heildarneyslu alls 1.620 m.kr. sem er 420 m.kr. aukning frá árinu áður. Einnig var reiknaður út tekjumargfaldari, en í hagfræði er hann notaður til að reikna út heildaráhrif þess þegar ný innspýting fjármagns kemur inn í lokað hagkerfi. Útreikningar könnunarinnar (tekjumargfaldarinn) eru byggðir á ritgerð Ævars Rafns Hafþórssonar til BA prófs í Hagfræði árið 2013: Hagræn áhrif Iceland Airwaves 2012. Margföldunaráhrif. Þegar tekið er til greina margföldunaráhrif eru heildartekjur af erlendum gestum innan Reykjavíkur á bilinu 2,7 til tæplega 3 milljarðar króna. Þessum fjármunum er að mestu varið í veitingastaði og kaffihús, þar á eftir í afþreyingu ýmiskonar og í þriðja lagi í verslun. Tekið skal fram að eyðsla utan höfuðborgarsvæðisins og eyðsla íslenskra gesta er ekki tekin með í reikninginn. Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Lét húðflúra Íslandskort á handlegginn á sér Belgarnir Tito, Benua og Antoine voru hæstánægðir með dvöl sína hér á landi sögðust skemmta sér hið besta. Tito var að koma á sína aðra hátíð en félagarnir eru í fyrsta sinn. 8. nóvember 2014 15:03 „Ekki mikil menning ef öll hús eru minjagripaverslanir eða hótel“ Framleiðslustjóri Airwaves hefur áhyggjur af þróun miðbæjarins en segir að hátíðin muni spjara sig. 6. júlí 2015 15:18 Fólkið á Airwaves: Kom frá Bandaríkjunum til að starfa sem sjálfboðaliði á Airwaves Eins og gestir hátíðarinnar hafa eflast tekið eftir eru margir starfsmenn Iceland Airwaves ungt fólk frá útlöndum. 8. nóvember 2014 15:00 Fólkið á Airwaves: Ekki orðinn nógu fullur fyrir hösslið Kevin Velasco frá Seattle er í heimsókn hjá Ben Crowe sem er í meistaranámi í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. 6. nóvember 2014 13:15 Fólkið á Airwaves: Sólgin í íslensku súkkulaðikökuna Hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi ætla að finna kærasta, helst íslenskan víking, fyrir vinkonu sína á Iceland Airwaves. 6. nóvember 2014 11:15 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira
ÚTÓN hefur líkt og síðastliðin fjögur ár gert könnun á eyðslu erlendra gesta á Iceland Airwaves. Könnunin var framkvæmd á síðustu hátíð og eru helstu niðurstöður þær að gestir eyða meira og gista lengur en síðustu ár. Árið 2005 var gerð samnorræn könnun þar sem meðal annars var kannað hversu miklu fé erlendir gestir Iceland Airwaves-hátíðarinnar verðu á höfuðborgarsvæðinu á meðan á dvöl þeirra stóð. ÚTÓN endurtók könnunina árið 2010 í þeim tilgangi að kanna hvort útgjöld erlendra gesta hefðu breyst á þeim fimm árum sem liðin voru frá því að könnunin var gerð fyrst. Ákveðið var að halda uppteknum hætti og framkvæma könnunina aftur árin 2011 til og með 2014. Helstu niðurstöður fyrir hátíðina 2014 eru þær að ferða-, gisti- og miðakostnaður hefur í heild lækkað. Hins vegar hefur erlendum gestum fjölgað á milli ára og gistinætur eru fleiri. Þetta skilaði sér í heildarneyslu alls 1.620 m.kr. sem er 420 m.kr. aukning frá árinu áður. Einnig var reiknaður út tekjumargfaldari, en í hagfræði er hann notaður til að reikna út heildaráhrif þess þegar ný innspýting fjármagns kemur inn í lokað hagkerfi. Útreikningar könnunarinnar (tekjumargfaldarinn) eru byggðir á ritgerð Ævars Rafns Hafþórssonar til BA prófs í Hagfræði árið 2013: Hagræn áhrif Iceland Airwaves 2012. Margföldunaráhrif. Þegar tekið er til greina margföldunaráhrif eru heildartekjur af erlendum gestum innan Reykjavíkur á bilinu 2,7 til tæplega 3 milljarðar króna. Þessum fjármunum er að mestu varið í veitingastaði og kaffihús, þar á eftir í afþreyingu ýmiskonar og í þriðja lagi í verslun. Tekið skal fram að eyðsla utan höfuðborgarsvæðisins og eyðsla íslenskra gesta er ekki tekin með í reikninginn.
Airwaves Tónlist Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: Lét húðflúra Íslandskort á handlegginn á sér Belgarnir Tito, Benua og Antoine voru hæstánægðir með dvöl sína hér á landi sögðust skemmta sér hið besta. Tito var að koma á sína aðra hátíð en félagarnir eru í fyrsta sinn. 8. nóvember 2014 15:03 „Ekki mikil menning ef öll hús eru minjagripaverslanir eða hótel“ Framleiðslustjóri Airwaves hefur áhyggjur af þróun miðbæjarins en segir að hátíðin muni spjara sig. 6. júlí 2015 15:18 Fólkið á Airwaves: Kom frá Bandaríkjunum til að starfa sem sjálfboðaliði á Airwaves Eins og gestir hátíðarinnar hafa eflast tekið eftir eru margir starfsmenn Iceland Airwaves ungt fólk frá útlöndum. 8. nóvember 2014 15:00 Fólkið á Airwaves: Ekki orðinn nógu fullur fyrir hösslið Kevin Velasco frá Seattle er í heimsókn hjá Ben Crowe sem er í meistaranámi í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. 6. nóvember 2014 13:15 Fólkið á Airwaves: Sólgin í íslensku súkkulaðikökuna Hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi ætla að finna kærasta, helst íslenskan víking, fyrir vinkonu sína á Iceland Airwaves. 6. nóvember 2014 11:15 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Fleiri fréttir Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Sjá meira
Fólkið á Airwaves: Lét húðflúra Íslandskort á handlegginn á sér Belgarnir Tito, Benua og Antoine voru hæstánægðir með dvöl sína hér á landi sögðust skemmta sér hið besta. Tito var að koma á sína aðra hátíð en félagarnir eru í fyrsta sinn. 8. nóvember 2014 15:03
„Ekki mikil menning ef öll hús eru minjagripaverslanir eða hótel“ Framleiðslustjóri Airwaves hefur áhyggjur af þróun miðbæjarins en segir að hátíðin muni spjara sig. 6. júlí 2015 15:18
Fólkið á Airwaves: Kom frá Bandaríkjunum til að starfa sem sjálfboðaliði á Airwaves Eins og gestir hátíðarinnar hafa eflast tekið eftir eru margir starfsmenn Iceland Airwaves ungt fólk frá útlöndum. 8. nóvember 2014 15:00
Fólkið á Airwaves: Ekki orðinn nógu fullur fyrir hösslið Kevin Velasco frá Seattle er í heimsókn hjá Ben Crowe sem er í meistaranámi í íslenskum fræðum við Háskóla Íslands. 6. nóvember 2014 13:15
Fólkið á Airwaves: Sólgin í íslensku súkkulaðikökuna Hjónin Joyce og Theo van Kaathoven frá Hollandi ætla að finna kærasta, helst íslenskan víking, fyrir vinkonu sína á Iceland Airwaves. 6. nóvember 2014 11:15