„Hér ræð ég og ég ein,“ segir fótboltakonan Ragna Lóa sem býr ásamt eiginmanni sínum, Hermanni Hreiðarssyni, og börnum í litríku og skemmtilegu húsi í Árbænum.
Þegar komið er inn á heimili Rögnu, tekur stór og tilkomumikill arinn úr hrauni á móti manni en hann gerði bróðir Hermanns.
„Þessi arinn kemur út frá því að Hemmi er svo mikill Eyjamaður og saknar eyjunnar,” segir Ragna. „Það er allavega einn steinn þaðan í arninum. Á kvöldin er maður eiginlega bara með eyjuna inni hjá sér.“
Á heimilinu er einnig glæsilegur glymskratti og barstólar í líki kóktappa. Ragna á sömuleiðis stórt og mikið fataherbergi út af svefnherbergi sínu auk þess sem partíherbergið svokallaða, með popp- og tyggjóvél, bar, risaskjá, þythokkíborði og mörgu fleira, er hreinlega engu líkt.
Ragna tók á móti Sindra í vor og hér má sjá þáttinn Heimsókn í heild sinni.

