101 sm lax úr Haukadalsá Karl Lúðvíksson skrifar 4. júlí 2015 18:14 101 sm lax úr Haukadalsá í dag Haukadalsá er ein af þessum ám sem er oft skilgreind sem síðsumarsá enda hefur veiðin í henni verið best eftir miðjan júlí. Haukan, eins og hún hefur oft verið nefnd, er þrátt fyrir að vera síðsumarsá oft ansi gjöful á sínar 5 stangir en meðalveiði síðustu 20 ára er um það bil 700 laxar sem þykir mjög gott hlutfall. Stórlaxar eru ekki algengir en þegar þeir eru stórir eru þetta engir öngvisar eins og sást á laxi sem veiddist í dag í ánni en laxinn var mældur 101 sm sem þýðir að hann er um eða yfir 20 pundinn sem er markmið margra veiðimanna að ná. Eins og sést á myndinni, sem er aðeins óskýr, er þetta þykkur og fallegur fiskur sem fékk auðvitað að renna aftur í ánna að lokinni eldsnöggri myndatöku. Fiskurinn tók á Horninu en við vitum ekki hvaða flugu hann tók. Samkvæmt fréttum úr ánni kom gusa af laxi inn ánna á síðasta flóði sem skilaði 8 löxum á land í dag ásamt þessum stóra. Við óskum veiðimanninum, sem við höfum ekki fengið nafnið á, til hamingju með þennan fallega feng. Þetta hlýtur að hreyfa aðeins við tilfinningunum hjá þeim sem eiga daga þarna á næstunni. Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði
Haukadalsá er ein af þessum ám sem er oft skilgreind sem síðsumarsá enda hefur veiðin í henni verið best eftir miðjan júlí. Haukan, eins og hún hefur oft verið nefnd, er þrátt fyrir að vera síðsumarsá oft ansi gjöful á sínar 5 stangir en meðalveiði síðustu 20 ára er um það bil 700 laxar sem þykir mjög gott hlutfall. Stórlaxar eru ekki algengir en þegar þeir eru stórir eru þetta engir öngvisar eins og sást á laxi sem veiddist í dag í ánni en laxinn var mældur 101 sm sem þýðir að hann er um eða yfir 20 pundinn sem er markmið margra veiðimanna að ná. Eins og sést á myndinni, sem er aðeins óskýr, er þetta þykkur og fallegur fiskur sem fékk auðvitað að renna aftur í ánna að lokinni eldsnöggri myndatöku. Fiskurinn tók á Horninu en við vitum ekki hvaða flugu hann tók. Samkvæmt fréttum úr ánni kom gusa af laxi inn ánna á síðasta flóði sem skilaði 8 löxum á land í dag ásamt þessum stóra. Við óskum veiðimanninum, sem við höfum ekki fengið nafnið á, til hamingju með þennan fallega feng. Þetta hlýtur að hreyfa aðeins við tilfinningunum hjá þeim sem eiga daga þarna á næstunni.
Mest lesið Gæsaveiðin gengur vel um allt land Veiði Veiðimyndakeppni flugunnar Zeldu í gangi Veiði Mikið af laxi á Iðu Veiði Fáskrúð í Dölum áfram hjá SVFR Veiði Breyta veiðireglum vegna urriðadráps Veiði 112 sentimetra stórlax úr Vatnsdalsá Veiði Síðasta helgin til rjúpnaveiða framundan Veiði Líflegt í Leirvogsá Veiði Laxá í Kjós gaf 137 laxa í liðinni viku Veiði Nýjar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði