Batman hefur aldrei verið betri Samúel Karl Ólason skrifar 4. júlí 2015 12:30 Vertu Batman! Batman er ein af flottustu ofurhetjum sem gerðar hafa verið og hefur hann notið ¬mikilla vinsælda á öllum þeim formum sem hann hefur verið settur fram. Hvort sem það er í sjónvarpsþáttum, teiknimyndablöðum, kvikmyndum eða tölvuleikjum. Það vilja allir vera Batman (Allavega allir þeir sem eru nægilega ungir til að muna ekki eftir myndunum hans Joel Schumacher) og Arkham Knight er líklegast eins nálægt því og menn komast að vera hinn heimsins besti spæjari. Batman: Arkham Knight er lokakafli Arkham seríunnar. Að þessu sinni er Scarcrow helsti óvinur Batman auk hins grímuklædda Arkham Knight, en hann leiðir hóp málaliða sem hafa tekið yfir Gotham og þekkir Batman í þaula.Útlit Gotham er mjög flott og byggist það á samblöndu af nútímalegu útlit og gotneskum stíl. Þar að auki hefur Batman sjálfur ekki litið jafn vel út og nýi búningurinn er flottur. Þá verður að nefna Batmanbílinn sem bregður nú fyrir í fyrsta sinn.Batmanbílnum hefur verið líkt við svissneskan hníf bílanna.Honum hefur verið líkt við nokkurs konar svissneskan hníf bílanna, þar sem hægt er að nota hann til að leysa ansi fjölbreyttar þrautir. Sú líking á svo sannarlega við. Ef þú rekst á eitthvað sem ekki er hægt að leysa með bílnum, hefur Batman samband við Lucius Fox og viti menn, hann var einmitt að vinna að viðbót við bílinn sem gæti reynst vel. Batman drepur ekki og þar sem hann keyrir nú um Gotham á skriðdreka eru skriðdrekar óvinanna allir drónar. Götur Gotham verða eins og vígvellir framtíðarinnar þar sem Batman sprengir hvern drónann á fætur öðrum með fallbyssu og vélbyssu Batmanbílsins. Auk þeirra vopna hefur bílinn marga og fjölbreytta notkunarmöguleika.Leikurinn lítur mjög vel út, en vert er að taka fram að undirritaður spilaði hann á PS4. Leikurinn var einnig gefinn út á XboxOne og PC þar að auki. Sú útgáfa leiksins hefur þó hlotið mikla gagnrýni fyrir fjölmarga galla og lélega graffík. Það endaði með því að leikurinn var tekinn af Steam og er sagður vera í viðgerð.Búningur Batman er flottari en áður.Leikir Arkham seríunnar eru líklegast bestu ofurhetjuleikir sem hafa verið gerðir og er Arkham Knight frábær endir á þeirri seríu. Svæði leiksins er gífurlega stórt og þar er hægt að finna nóg að gera. Mögulegt er að leysa morðgátur, elta bikara sem Riddler hefur skilið eftir eða ráða gátur hans, elta fjöldamorðingja og margt margt fleira. Svo er auðvitað hægt að fljúga eða keyra um hina líflegu Gotham (sem er lífleg þrátt fyrir að einungis glæpamenn búi þar) og lumbra á glæpamönnum eða drónum. Verkefnin eru nánast óteljandi og fjölbreytni þeirra kemur í veg fyrir að þau hætti að vera skemmtileg. Þegar umrædd verkefni hafa verið leyst fær Batman stig, sem hægt er að nota til að betrumbæta búning hans, bíl, tækni og fleira. Bardagakerfi leiksins er nánast það sama í þeim öllum og svipar mjög til Shasow of Mordor. Það gengur út á að kýla og sparka án þess að fá á sig högg. Þegar leikmaður hefur safnað upp höggum getur hann framkvæmt ákveðin brögð sem gera út af við óvini Batman. Inn á milli eru svo óvinir sem eru vopnaði kylfum, hnífum, byssum, skjöldum og jafnvel drónum. Þeir óvinir koma í veg fyrir að bardagar feli í sér að leikmaður þurfi einfaldlega að nota tvo takka, kýla og counter. Þessir óvinir gera manni erfitt fyrir að ná takti og gera bardaga oft á tíðum erfiða.Talsetning leiksins er góð og meðal þeirra sem lesa eru Jonathan Banks, John Noble og Mark Hamill. Fjöldi karaktera í leiknum er gífurlega mikill og það gæti reynst flókið fyrir leikmenn að koma nýir inn í seríuna í Arkham Knight en söguþráður leiksins byggist að miklu leyti á því sem gerðist í hinum leikjum seríunnar og þá sérstaklega á Arkham City. Söguþráðurinn er einnig góður, þó hann detti af og til í klisjugryfjuna, en það er alltaf hægt að taka sér pásu frá honum til að leysa hliðarverkefni leiksins. Sem áður gerist leikurinn á einni afdrifaríkri nótt í Gotham og það er skemmtilegt að sjá hve illa leikinn Batman er þegar fer að líða á nóttina. Sömu sögu er að segja af Batmanbílnum sem fær einnig að kenna á því.Arkham Knight virðist þekkja Batman í þaula og leiðir her málaliða.Í stuttu máli felur sagan í sér að Scarecrow hefur kemur af stað brottflutningi allra íbúa Gotham með því að hóta að dreifa eitri sínu yfir alla borgina. Þeir einu sem eru eftir í Gotham eru glæpamenn og lögreglumenn en eftir að borgin hefur verið yfirgefin kemur Arkham Knight með málaliða sína og dróna og taka þeir yfir borgina. Gotham er þó borgin hans Batman og hann er ákveðinn í að stöðva þá og koma öllu í fyrra horf. Aðrar ofurhetjur og einstaklingar koma honum þó til aðstoðar. Þar má nefna þau feðginin Jim og Börburu Gordon, Robin, Nightwing og Catwoman.Oft á tíðum koma upp tilvik í Arkham Knight þar sem Batman berst með öðrum ofurhetjum og þá er hægt að skipta á milli þeirra að vild og jafnvel nota báða til að stöðva erfiða óvini. Yfir heildina litið er Batman: Arkham Knight stórskemmtilegur og flottur leikur. Enginn aðdáandi Arkham seríunnar ætti að verða fyrir vonbrigðum með hann. Graffík leiksins er glæsileg og það sama má segja um spilun hans. Leikjavísir Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Vertu Batman! Batman er ein af flottustu ofurhetjum sem gerðar hafa verið og hefur hann notið ¬mikilla vinsælda á öllum þeim formum sem hann hefur verið settur fram. Hvort sem það er í sjónvarpsþáttum, teiknimyndablöðum, kvikmyndum eða tölvuleikjum. Það vilja allir vera Batman (Allavega allir þeir sem eru nægilega ungir til að muna ekki eftir myndunum hans Joel Schumacher) og Arkham Knight er líklegast eins nálægt því og menn komast að vera hinn heimsins besti spæjari. Batman: Arkham Knight er lokakafli Arkham seríunnar. Að þessu sinni er Scarcrow helsti óvinur Batman auk hins grímuklædda Arkham Knight, en hann leiðir hóp málaliða sem hafa tekið yfir Gotham og þekkir Batman í þaula.Útlit Gotham er mjög flott og byggist það á samblöndu af nútímalegu útlit og gotneskum stíl. Þar að auki hefur Batman sjálfur ekki litið jafn vel út og nýi búningurinn er flottur. Þá verður að nefna Batmanbílinn sem bregður nú fyrir í fyrsta sinn.Batmanbílnum hefur verið líkt við svissneskan hníf bílanna.Honum hefur verið líkt við nokkurs konar svissneskan hníf bílanna, þar sem hægt er að nota hann til að leysa ansi fjölbreyttar þrautir. Sú líking á svo sannarlega við. Ef þú rekst á eitthvað sem ekki er hægt að leysa með bílnum, hefur Batman samband við Lucius Fox og viti menn, hann var einmitt að vinna að viðbót við bílinn sem gæti reynst vel. Batman drepur ekki og þar sem hann keyrir nú um Gotham á skriðdreka eru skriðdrekar óvinanna allir drónar. Götur Gotham verða eins og vígvellir framtíðarinnar þar sem Batman sprengir hvern drónann á fætur öðrum með fallbyssu og vélbyssu Batmanbílsins. Auk þeirra vopna hefur bílinn marga og fjölbreytta notkunarmöguleika.Leikurinn lítur mjög vel út, en vert er að taka fram að undirritaður spilaði hann á PS4. Leikurinn var einnig gefinn út á XboxOne og PC þar að auki. Sú útgáfa leiksins hefur þó hlotið mikla gagnrýni fyrir fjölmarga galla og lélega graffík. Það endaði með því að leikurinn var tekinn af Steam og er sagður vera í viðgerð.Búningur Batman er flottari en áður.Leikir Arkham seríunnar eru líklegast bestu ofurhetjuleikir sem hafa verið gerðir og er Arkham Knight frábær endir á þeirri seríu. Svæði leiksins er gífurlega stórt og þar er hægt að finna nóg að gera. Mögulegt er að leysa morðgátur, elta bikara sem Riddler hefur skilið eftir eða ráða gátur hans, elta fjöldamorðingja og margt margt fleira. Svo er auðvitað hægt að fljúga eða keyra um hina líflegu Gotham (sem er lífleg þrátt fyrir að einungis glæpamenn búi þar) og lumbra á glæpamönnum eða drónum. Verkefnin eru nánast óteljandi og fjölbreytni þeirra kemur í veg fyrir að þau hætti að vera skemmtileg. Þegar umrædd verkefni hafa verið leyst fær Batman stig, sem hægt er að nota til að betrumbæta búning hans, bíl, tækni og fleira. Bardagakerfi leiksins er nánast það sama í þeim öllum og svipar mjög til Shasow of Mordor. Það gengur út á að kýla og sparka án þess að fá á sig högg. Þegar leikmaður hefur safnað upp höggum getur hann framkvæmt ákveðin brögð sem gera út af við óvini Batman. Inn á milli eru svo óvinir sem eru vopnaði kylfum, hnífum, byssum, skjöldum og jafnvel drónum. Þeir óvinir koma í veg fyrir að bardagar feli í sér að leikmaður þurfi einfaldlega að nota tvo takka, kýla og counter. Þessir óvinir gera manni erfitt fyrir að ná takti og gera bardaga oft á tíðum erfiða.Talsetning leiksins er góð og meðal þeirra sem lesa eru Jonathan Banks, John Noble og Mark Hamill. Fjöldi karaktera í leiknum er gífurlega mikill og það gæti reynst flókið fyrir leikmenn að koma nýir inn í seríuna í Arkham Knight en söguþráður leiksins byggist að miklu leyti á því sem gerðist í hinum leikjum seríunnar og þá sérstaklega á Arkham City. Söguþráðurinn er einnig góður, þó hann detti af og til í klisjugryfjuna, en það er alltaf hægt að taka sér pásu frá honum til að leysa hliðarverkefni leiksins. Sem áður gerist leikurinn á einni afdrifaríkri nótt í Gotham og það er skemmtilegt að sjá hve illa leikinn Batman er þegar fer að líða á nóttina. Sömu sögu er að segja af Batmanbílnum sem fær einnig að kenna á því.Arkham Knight virðist þekkja Batman í þaula og leiðir her málaliða.Í stuttu máli felur sagan í sér að Scarecrow hefur kemur af stað brottflutningi allra íbúa Gotham með því að hóta að dreifa eitri sínu yfir alla borgina. Þeir einu sem eru eftir í Gotham eru glæpamenn og lögreglumenn en eftir að borgin hefur verið yfirgefin kemur Arkham Knight með málaliða sína og dróna og taka þeir yfir borgina. Gotham er þó borgin hans Batman og hann er ákveðinn í að stöðva þá og koma öllu í fyrra horf. Aðrar ofurhetjur og einstaklingar koma honum þó til aðstoðar. Þar má nefna þau feðginin Jim og Börburu Gordon, Robin, Nightwing og Catwoman.Oft á tíðum koma upp tilvik í Arkham Knight þar sem Batman berst með öðrum ofurhetjum og þá er hægt að skipta á milli þeirra að vild og jafnvel nota báða til að stöðva erfiða óvini. Yfir heildina litið er Batman: Arkham Knight stórskemmtilegur og flottur leikur. Enginn aðdáandi Arkham seríunnar ætti að verða fyrir vonbrigðum með hann. Graffík leiksins er glæsileg og það sama má segja um spilun hans.
Leikjavísir Mest lesið Hrafnhildur valin ungfrú jarðarloft Lífið Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira